Vonda fólkið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 30. júlí 2018 10:00 Fyrr í þessum mánuði birtist ljósmynd sem fór víða af forsætisráðherra Íslands, Katrínu Jakobsdóttur, á leiðtogafundi NATÓ. Hún stóð ekki langt frá Donald Trump Bandaríkjaforseta og Recep Erdogan, forseta Tyrklands, en hvorugur þeirra hefur áunnið sér traust umheimsins fyrir mildi, mannúð og víðsýni. Á myndinni stóð Katrín með hendur fyrir aftan bak og augun voru lukt, það var líkt og hún beindi þeim í uppgjöf til himna og væri að biðja æðri máttarvöld að losa sig sem fyrst undan þeim félagsskap sem hún var komin í. Myndin endurspeglar ágætlega að í pólitík þarf oft að gera fleira en gott þykir. Forystumaður í stjórnmálum þarf að eiga fjölmarga fundi, þar á meðal með fólki sem hefur ekki sérlega geðslegar skoðanir. Sjálf gerir Katrín sér býsna góða grein fyrir þessu, og nýlega hafði hún orð á því að nýtt pólitískt landslag blasi við hjá ýmsum nágrannaþjóðum okkar, en þar eiga góðu gengi að fagna flokkar sem gera út á andúð í garð innflytjenda og flóttamanna. Forsætisráðherra nefndi nokkrar þjóðir: Danmörku, Svíþjóð, Noreg, Ungverjaland og Pólland og hefði auðveldlega getað nefnt fleiri. Mjög færist í vöxt víða um heim að kjósendur leiði til áhrifa flokka með vafasöm stefnumál. Jafn hryggilegt og það nú er þá verða Íslendingar og íslenskir ráðamenn að eiga samskipti og samstarf við þessar þjóðir. Það er varla í boði fyrir Íslendinga að afþakka alþjóðlegt samstarf og skrópa á stórfundi vegna þess að þar sé að finna of marga fulltrúa sem hafa óboðleg viðhorf í ýmsum málun. Það býður einungis upp á einangrun. Þetta þýðir samt ekki að kinka eigi kolli við illum gjörðum. Skilaboðum er hægt að koma á framfæri í ræðu, riti og einkasamtölum. Svo er annað mál hvort mark er tekið á þeim. Það þarf þó að gæta sín á því hvernig hlutir eru sagðir og gífuryrði missa auðveldlega marks. Það var til dæmis ekki ástæða til að ræða um Piu Kjærsgaard og Adolf Hitler nánast í sömu setningu eins og Pírati einn gerði í sjónvarpsfréttum á dögunum. Kjærsgaard hefur vissulega sagt ýmislegt forkastanlegt um múslima. Hún hefur hins vegar ekki boðað útrýmingu þeirra og ekki beitt sér fyrir byggingu þrælkunarbúða. Pia Kjærsgaard er ekki fulltrúi góðra viðhorfa en hún er samt ekki í liði með Adolf Hitler. Útlendingaandúð grasserar víða um heim og það á að berjast gegn henni. Það gagnast hins vegar ekki umræðunni þegar orðinu „útlendingaandúð“ er klínt á fólk sem er engan veginn þannig innstillt. Það er til dæmis fjarska undarlegt þegar það er gefið í skyn eða sagt berum orðum að þeir Íslendingar sem vilja sporna við því að erlendir auðmenn kaupi hér upp heilu landssvæðin séu haldnir útlendingaandúð. Þetta sama fólk vill heldur ekki að íslenskir auðmenn komist upp með að eigna sér heilu svæðin hér á landi, sem jafngildir ekki því að það hatist við auðmenn. Þetta ætti hver maður að skilja – og hana nú! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði birtist ljósmynd sem fór víða af forsætisráðherra Íslands, Katrínu Jakobsdóttur, á leiðtogafundi NATÓ. Hún stóð ekki langt frá Donald Trump Bandaríkjaforseta og Recep Erdogan, forseta Tyrklands, en hvorugur þeirra hefur áunnið sér traust umheimsins fyrir mildi, mannúð og víðsýni. Á myndinni stóð Katrín með hendur fyrir aftan bak og augun voru lukt, það var líkt og hún beindi þeim í uppgjöf til himna og væri að biðja æðri máttarvöld að losa sig sem fyrst undan þeim félagsskap sem hún var komin í. Myndin endurspeglar ágætlega að í pólitík þarf oft að gera fleira en gott þykir. Forystumaður í stjórnmálum þarf að eiga fjölmarga fundi, þar á meðal með fólki sem hefur ekki sérlega geðslegar skoðanir. Sjálf gerir Katrín sér býsna góða grein fyrir þessu, og nýlega hafði hún orð á því að nýtt pólitískt landslag blasi við hjá ýmsum nágrannaþjóðum okkar, en þar eiga góðu gengi að fagna flokkar sem gera út á andúð í garð innflytjenda og flóttamanna. Forsætisráðherra nefndi nokkrar þjóðir: Danmörku, Svíþjóð, Noreg, Ungverjaland og Pólland og hefði auðveldlega getað nefnt fleiri. Mjög færist í vöxt víða um heim að kjósendur leiði til áhrifa flokka með vafasöm stefnumál. Jafn hryggilegt og það nú er þá verða Íslendingar og íslenskir ráðamenn að eiga samskipti og samstarf við þessar þjóðir. Það er varla í boði fyrir Íslendinga að afþakka alþjóðlegt samstarf og skrópa á stórfundi vegna þess að þar sé að finna of marga fulltrúa sem hafa óboðleg viðhorf í ýmsum málun. Það býður einungis upp á einangrun. Þetta þýðir samt ekki að kinka eigi kolli við illum gjörðum. Skilaboðum er hægt að koma á framfæri í ræðu, riti og einkasamtölum. Svo er annað mál hvort mark er tekið á þeim. Það þarf þó að gæta sín á því hvernig hlutir eru sagðir og gífuryrði missa auðveldlega marks. Það var til dæmis ekki ástæða til að ræða um Piu Kjærsgaard og Adolf Hitler nánast í sömu setningu eins og Pírati einn gerði í sjónvarpsfréttum á dögunum. Kjærsgaard hefur vissulega sagt ýmislegt forkastanlegt um múslima. Hún hefur hins vegar ekki boðað útrýmingu þeirra og ekki beitt sér fyrir byggingu þrælkunarbúða. Pia Kjærsgaard er ekki fulltrúi góðra viðhorfa en hún er samt ekki í liði með Adolf Hitler. Útlendingaandúð grasserar víða um heim og það á að berjast gegn henni. Það gagnast hins vegar ekki umræðunni þegar orðinu „útlendingaandúð“ er klínt á fólk sem er engan veginn þannig innstillt. Það er til dæmis fjarska undarlegt þegar það er gefið í skyn eða sagt berum orðum að þeir Íslendingar sem vilja sporna við því að erlendir auðmenn kaupi hér upp heilu landssvæðin séu haldnir útlendingaandúð. Þetta sama fólk vill heldur ekki að íslenskir auðmenn komist upp með að eigna sér heilu svæðin hér á landi, sem jafngildir ekki því að það hatist við auðmenn. Þetta ætti hver maður að skilja – og hana nú!
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun