Guðrún Brá vann í fyrsta skipti og Axel náði að verja titil sinn Hjörvar skrifar 30. júlí 2018 06:00 Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingar úr Golfklúbbnum Keili, með sigurlaunin. Mynd/GSÍ Golf Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili, varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti þegar hún stóð uppi sem sigurvegari á mótinu sem haldið var í Vestmanneyjum um helgina. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir, sigurvegarar síðustu tveggja ára, voru ekki með að þessu sinni vegna verkefna sinna erlendis og golfspekingar spáðu því að nú væri komið að Guðrúnu Brá að vinna titilinn. Hún stóðst þær væntingar með glæsibrag, en hún hafði forystu allt frá því að fyrsta keppnisdegi lauk og til enda. Fyrsta hringinn lék hún á 70 höggum sem er par vallarins, annan hringinn á fimm höggum yfir pari, þann þriðja á tveimur höggum yfir pari og fjórða og síðasta á einu höggi yfir pari. Guðrún kórónaði góða frammistöðu sína um helgina með því að tryggja sér fugl á lokaholunni með einkar laglegri vippu í brekku rétt utan flatar. Guðrún Brá er að feta í fótspor föður síns, Björgvins Sigurbergssonar, sem varð Íslandsmeistari fjórum sinnum árin 1995, 1999, 2000 og síðast árið 2007. Þau eru fyrstu feðginin sem tekst að standa uppi sem sigurvegarar á Íslandsmóti. „Það er yndisleg tilfinning að verða Íslandsmeistari og þægilegt að hafa loksins náð að standa uppi sem sigurvegari á þessu móti. Það var mjög gaman að spila hérna í Vestmannaeyjum um helgina þó svo að veðrið hafi aðeins sett strik í reikninginn á öðrum og þriðja degi. Aðstæður voru fínar í dag og ég náði að spila fínt golf og sigla sigrinum heim. Nú ætla ég að vera í viku hér heima og slaka á, en fer svo út í næstu viku og hef seinni hlutann á keppnistímabilinu á LET Access-mótaröðinni,“ sagði Guðrún Brá kát í samtali við Fréttablaðið. Meiri spenna var í karlaflokki, en þar börðust Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili, Björn Óskar Guðjónsson, afrekskylfingur úr Golfklúbbnum í Mosfellsbæ, og Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, um Íslandsmeistaratitilinn. Axel og Björn Óskar voru við toppinn frá fyrsta keppnisdegi, en Haraldur Franklín blandaði sér í toppbaráttunna með því að slá vallarmetið þegar hann fór annan hringinn á 62 höggum og sló þar með 16 ára gamalt met Helga Dans Steinssonar. Axel og Björn Óskar héldust hönd í hönd allt fram á lokaholu og Haraldur Franklín andaði ofan í hálsmálið á þeim allt fram á lokaholuna. Það voru tveir fuglar á 14. og 15. holu á lokahringnum sem lögðu grunninn að Íslandsmeistaratitli Axels. Þegar yfir lauk hafði Axel farið hringina fjóra á 12 höggum undir pari vallarins, Björn Óskar á tíu höggum undir pari og Haraldur Franklín á níu höggum undir pari. Axel varði þar af leiðandi titil sinn, en hann hefur alls orðið Íslandsmeistari þrisvar sinnum. Þar áður varð hann meistari árið 2011. „Það var mikil spenna frá upphafi til enda og ég er gríðarlega ánægður með að hafa náð að landa þessu. Björn Óskar og Haraldur Franklín veittu mér harða keppni og það var ljúf tilfinning þegar þetta var í höfn. Völlurinn var í gríðarlega góðu ásigkomulagi og mjög gaman að spila á honum um helgina. Við fengum mörg mismunandi veðurafbrigði og það var bara gaman að kljást við það. Nú fer ég út til Danmerkur í nótt og byrja að undirbúa mig fyrir næsta mót í Nordic-mótaröðinni,“ sagði Axel sigurreifur í samtali við Fréttablaðið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
Golf Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili, varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti þegar hún stóð uppi sem sigurvegari á mótinu sem haldið var í Vestmanneyjum um helgina. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir, sigurvegarar síðustu tveggja ára, voru ekki með að þessu sinni vegna verkefna sinna erlendis og golfspekingar spáðu því að nú væri komið að Guðrúnu Brá að vinna titilinn. Hún stóðst þær væntingar með glæsibrag, en hún hafði forystu allt frá því að fyrsta keppnisdegi lauk og til enda. Fyrsta hringinn lék hún á 70 höggum sem er par vallarins, annan hringinn á fimm höggum yfir pari, þann þriðja á tveimur höggum yfir pari og fjórða og síðasta á einu höggi yfir pari. Guðrún kórónaði góða frammistöðu sína um helgina með því að tryggja sér fugl á lokaholunni með einkar laglegri vippu í brekku rétt utan flatar. Guðrún Brá er að feta í fótspor föður síns, Björgvins Sigurbergssonar, sem varð Íslandsmeistari fjórum sinnum árin 1995, 1999, 2000 og síðast árið 2007. Þau eru fyrstu feðginin sem tekst að standa uppi sem sigurvegarar á Íslandsmóti. „Það er yndisleg tilfinning að verða Íslandsmeistari og þægilegt að hafa loksins náð að standa uppi sem sigurvegari á þessu móti. Það var mjög gaman að spila hérna í Vestmannaeyjum um helgina þó svo að veðrið hafi aðeins sett strik í reikninginn á öðrum og þriðja degi. Aðstæður voru fínar í dag og ég náði að spila fínt golf og sigla sigrinum heim. Nú ætla ég að vera í viku hér heima og slaka á, en fer svo út í næstu viku og hef seinni hlutann á keppnistímabilinu á LET Access-mótaröðinni,“ sagði Guðrún Brá kát í samtali við Fréttablaðið. Meiri spenna var í karlaflokki, en þar börðust Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili, Björn Óskar Guðjónsson, afrekskylfingur úr Golfklúbbnum í Mosfellsbæ, og Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, um Íslandsmeistaratitilinn. Axel og Björn Óskar voru við toppinn frá fyrsta keppnisdegi, en Haraldur Franklín blandaði sér í toppbaráttunna með því að slá vallarmetið þegar hann fór annan hringinn á 62 höggum og sló þar með 16 ára gamalt met Helga Dans Steinssonar. Axel og Björn Óskar héldust hönd í hönd allt fram á lokaholu og Haraldur Franklín andaði ofan í hálsmálið á þeim allt fram á lokaholuna. Það voru tveir fuglar á 14. og 15. holu á lokahringnum sem lögðu grunninn að Íslandsmeistaratitli Axels. Þegar yfir lauk hafði Axel farið hringina fjóra á 12 höggum undir pari vallarins, Björn Óskar á tíu höggum undir pari og Haraldur Franklín á níu höggum undir pari. Axel varði þar af leiðandi titil sinn, en hann hefur alls orðið Íslandsmeistari þrisvar sinnum. Þar áður varð hann meistari árið 2011. „Það var mikil spenna frá upphafi til enda og ég er gríðarlega ánægður með að hafa náð að landa þessu. Björn Óskar og Haraldur Franklín veittu mér harða keppni og það var ljúf tilfinning þegar þetta var í höfn. Völlurinn var í gríðarlega góðu ásigkomulagi og mjög gaman að spila á honum um helgina. Við fengum mörg mismunandi veðurafbrigði og það var bara gaman að kljást við það. Nú fer ég út til Danmerkur í nótt og byrja að undirbúa mig fyrir næsta mót í Nordic-mótaröðinni,“ sagði Axel sigurreifur í samtali við Fréttablaðið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn