Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2018 15:43 Samgöngur eru stærsta einstaka uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum. Áform Trump um að draga úr sparneytni bíla gæti því verið stærra bakslag fyrir loftslagsaðgerðir en afnám margra annarra umhverfisreglna sem hann hefur lagt til. Vísir/EPA Áform ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að frysta kröfur um sparneytni fólksbíla og léttari trukka gætu aukið losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum um það sem nemur heildarlosun miðlungsstórs lands á ári. Fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði samþykkt stigvaxandi útblástursreglur sem hefðu gert kröfu um að bílaframleiðendur gerðu bíla sína um það bil helmingi sparneytnari fyrir árið 2025. Tillaga Trump nú gerir ráð fyrir að kröfurnar verði frystar árið 2021. Greining rannsóknafyrirtækisins Rhodium Group sem New York Times greinir frá gerir ráð fyrir að þessa slakari kröfur um sparneytni þýði að bandaríski bílaflotinn muni losa 321-931 milljón tonn meira af koltvísýringi til ársins 2035 en hann hefði gert með strangari reglunum. Sú viðbótarlosun er meiri en árleg losun ríkja eins og Austurríkis, Bangladess og Grikklands á gróðurhúsalofttegundum. Engu að síður rökstyður Umhverfisstofnun Bandaríkjanna tillöguna með því að hún hafi hverfandi áhrif á loftslag jarðar. Viðbótarmengunin muni auka styrk koltvísýrings í lofthjúpnum um 0,65 hluta úr milljón við aldamótin. Styrkurinn var 405 hlutar af milljón að meðaltali í fyrra samkvæmt tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna og hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti 800.000 ár. Styrkurinn verður enn hærri um aldamótin ef menn halda áfram losun sinni á gróðurhúsalofttegundum.Búist við stríði fyrir dómstólum um örlög reglnanna Því hefur verið spáð að tillaga Trump-stjórnarinnar muni mæta mikilli mótspyrnu og örlög hennar ráðist fyrir dómstólum. Ástæðan er ekki síst sú að með tillögunni myndi alríkisstjórnin afturkalla undanþágu sem Kaliforníuríki hefur notið um áratugaskeið til að setja sér sínar eigin losunarreglur. Fjöldi annarra bandarískra ríkja fylgja fordæmi Kaliforníu í þeim efnum. Fulltrúar Kaliforníu og átján ríkja sem fylgja stöðlum ríkisins hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli sér að stöðva tillöguna. Sumir sérfræðingar hafa einnig bent á að rökstuðningur Umhverfisstofnunarinnar fyrir því að slaka á reglunum standi á brauðfótum. Á meðal þess sem stofnunin taldi mæla gegn strangari reglunum var að þær myndu leiða til fleiri dauðsfalla í umferðinni. Kæmust ökumenn lengra á bensíntanknum á sparneytnari bílum myndu þeir aka lengra. Sá viðbótarakstur myndi fjölga dauðsföllum til muna. Austurríki Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump ætlar að skikka dreifiaðila til að kaupa kola- og kjarnorku Fyrirséð er að losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun aukist ef áform ríkisstjórnar Trump verða að veruleika. 1. júní 2018 21:28 Staðfesta að 2017 var þriðja hlýjasta árið frá upphafi mælinga Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu frá því að mælingar hófust upp úr miðri 19. öldinni. 1. ágúst 2018 18:39 Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Áform ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að frysta kröfur um sparneytni fólksbíla og léttari trukka gætu aukið losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum um það sem nemur heildarlosun miðlungsstórs lands á ári. Fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði samþykkt stigvaxandi útblástursreglur sem hefðu gert kröfu um að bílaframleiðendur gerðu bíla sína um það bil helmingi sparneytnari fyrir árið 2025. Tillaga Trump nú gerir ráð fyrir að kröfurnar verði frystar árið 2021. Greining rannsóknafyrirtækisins Rhodium Group sem New York Times greinir frá gerir ráð fyrir að þessa slakari kröfur um sparneytni þýði að bandaríski bílaflotinn muni losa 321-931 milljón tonn meira af koltvísýringi til ársins 2035 en hann hefði gert með strangari reglunum. Sú viðbótarlosun er meiri en árleg losun ríkja eins og Austurríkis, Bangladess og Grikklands á gróðurhúsalofttegundum. Engu að síður rökstyður Umhverfisstofnun Bandaríkjanna tillöguna með því að hún hafi hverfandi áhrif á loftslag jarðar. Viðbótarmengunin muni auka styrk koltvísýrings í lofthjúpnum um 0,65 hluta úr milljón við aldamótin. Styrkurinn var 405 hlutar af milljón að meðaltali í fyrra samkvæmt tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna og hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti 800.000 ár. Styrkurinn verður enn hærri um aldamótin ef menn halda áfram losun sinni á gróðurhúsalofttegundum.Búist við stríði fyrir dómstólum um örlög reglnanna Því hefur verið spáð að tillaga Trump-stjórnarinnar muni mæta mikilli mótspyrnu og örlög hennar ráðist fyrir dómstólum. Ástæðan er ekki síst sú að með tillögunni myndi alríkisstjórnin afturkalla undanþágu sem Kaliforníuríki hefur notið um áratugaskeið til að setja sér sínar eigin losunarreglur. Fjöldi annarra bandarískra ríkja fylgja fordæmi Kaliforníu í þeim efnum. Fulltrúar Kaliforníu og átján ríkja sem fylgja stöðlum ríkisins hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli sér að stöðva tillöguna. Sumir sérfræðingar hafa einnig bent á að rökstuðningur Umhverfisstofnunarinnar fyrir því að slaka á reglunum standi á brauðfótum. Á meðal þess sem stofnunin taldi mæla gegn strangari reglunum var að þær myndu leiða til fleiri dauðsfalla í umferðinni. Kæmust ökumenn lengra á bensíntanknum á sparneytnari bílum myndu þeir aka lengra. Sá viðbótarakstur myndi fjölga dauðsföllum til muna.
Austurríki Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump ætlar að skikka dreifiaðila til að kaupa kola- og kjarnorku Fyrirséð er að losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun aukist ef áform ríkisstjórnar Trump verða að veruleika. 1. júní 2018 21:28 Staðfesta að 2017 var þriðja hlýjasta árið frá upphafi mælinga Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu frá því að mælingar hófust upp úr miðri 19. öldinni. 1. ágúst 2018 18:39 Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Ríkisstjórn Trump ætlar að skikka dreifiaðila til að kaupa kola- og kjarnorku Fyrirséð er að losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun aukist ef áform ríkisstjórnar Trump verða að veruleika. 1. júní 2018 21:28
Staðfesta að 2017 var þriðja hlýjasta árið frá upphafi mælinga Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu frá því að mælingar hófust upp úr miðri 19. öldinni. 1. ágúst 2018 18:39
Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51