Tugmilljóna arður af meðferð fyrir börn Sveinn Arnarsson skrifar 9. ágúst 2018 06:00 Laugaland í Eyjafirði hefur verið rekið af félaginu Pétri G. Broddasyni ehf. í meira en um áratug. Fréttablaðið/Auðunn Rekstraraðili meðferðarheimilisins að Laugalandi í Eyjafirði hefur tekið sér 42 milljónir í arð út úr meðferðarheimilinu á síðustu árum eftir að hann stofnaði einkahlutafélag um reksturinn. Laugaland er einkarekið meðferðarheimili sem starfar samkvæmt rekstrarsamningi og undir yfirstjórn Barnaverndarstofu, sem sinnir jafnframt eftirliti með heimilinu. Eignarhaldsfélagið Pétur G. Broddason ehf., samnefnt rekstraraðilanum, var stofnað vegna reksturs meðferðarheimilisins og fyrsta heila starfsár fyrirtækisins var árið 2008. Frá þeim tíma hefur einkahlutafélagið, þar sem Pétur er eini eigandi fyrirtækisins og framkvæmdastjóri þess frá upphafi, greitt sér rúmar 42 milljónir króna út úr fyrirtækinu.Tekjur fyrirtækisins koma alfarið inn frá ríkinu til að reka meðferðarheimilið. Stór hluti ónotaðs fjár ríkisins á heimilinu virðist við fyrstu sýn renna í vasa rekstraraðilans. Pétur vildi lítið ræða við blaðamann um arðgreiðslur út úr fyrirtækinu. „Ég hef bara ekki hugmynd um það, þú verður bara að spyrja Barnaverndarstofu að því. Ég rek fyrirtækið undir yfirstjórn hennar þannig að ég vísa því bara þangað. Allir ársreikningar mínir fara þangað,“ segir Pétur. „Það er lögum samkvæmt heimilt og í rauninni er þetta bara allt annað en menn geta ímyndað sér. Í rauninni er þetta hluti af mínum launum við að reka fyrirtækið. Það er mitt að ákveða hvernig ég geri það eins og í öðrum fyrirtækjum.“ Velferðarráðuneytið var strax árið 2011 hvatt, í skýrslu Ríkisendurskoðunar, til að taka afstöðu til einkarekinna meðferðarheimila sem rekstrarforms.Ásmundur Einar Daðason velferðarráðherra. Fréttablaðið/EyþórÍ svörum velferðarráðuneytisins árið 2014 við eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að ný stofnun á höfuðborgarsvæðinu væri í burðarliðnum til að taka að hluta til við verkefnum einkarekinna meðferðarheimila „þar sem ekki verður séð að útvistun feli í sér hagkvæmara eða markvissara meðferðarstarf“. „Það fer gott orð af úrræðinu á Laugalandi. Hins vegar erum við nú að fara yfir öll þessi úrræði sem við erum að bjóða og heildarendurskoðun hafin innan starfshóps og von er á að þeirri vinnu ljúki nú á haustmánuðum,“ segir Ásmundur Einar Daðason velferðarráðherra. „Þetta hlýtur að verða skoðað samhliða í þeirri vinnu. Það er ekki eðlilegt að menn séu að greiða sér háan arð úr svona fyrirtækjum. Það er ekki markmið ríkissjóðs að einstaklingar þéni á úrræðum. Það er markmið ríkissjóðs að við veitum góð úrræði.“ Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Rekstraraðili meðferðarheimilisins að Laugalandi í Eyjafirði hefur tekið sér 42 milljónir í arð út úr meðferðarheimilinu á síðustu árum eftir að hann stofnaði einkahlutafélag um reksturinn. Laugaland er einkarekið meðferðarheimili sem starfar samkvæmt rekstrarsamningi og undir yfirstjórn Barnaverndarstofu, sem sinnir jafnframt eftirliti með heimilinu. Eignarhaldsfélagið Pétur G. Broddason ehf., samnefnt rekstraraðilanum, var stofnað vegna reksturs meðferðarheimilisins og fyrsta heila starfsár fyrirtækisins var árið 2008. Frá þeim tíma hefur einkahlutafélagið, þar sem Pétur er eini eigandi fyrirtækisins og framkvæmdastjóri þess frá upphafi, greitt sér rúmar 42 milljónir króna út úr fyrirtækinu.Tekjur fyrirtækisins koma alfarið inn frá ríkinu til að reka meðferðarheimilið. Stór hluti ónotaðs fjár ríkisins á heimilinu virðist við fyrstu sýn renna í vasa rekstraraðilans. Pétur vildi lítið ræða við blaðamann um arðgreiðslur út úr fyrirtækinu. „Ég hef bara ekki hugmynd um það, þú verður bara að spyrja Barnaverndarstofu að því. Ég rek fyrirtækið undir yfirstjórn hennar þannig að ég vísa því bara þangað. Allir ársreikningar mínir fara þangað,“ segir Pétur. „Það er lögum samkvæmt heimilt og í rauninni er þetta bara allt annað en menn geta ímyndað sér. Í rauninni er þetta hluti af mínum launum við að reka fyrirtækið. Það er mitt að ákveða hvernig ég geri það eins og í öðrum fyrirtækjum.“ Velferðarráðuneytið var strax árið 2011 hvatt, í skýrslu Ríkisendurskoðunar, til að taka afstöðu til einkarekinna meðferðarheimila sem rekstrarforms.Ásmundur Einar Daðason velferðarráðherra. Fréttablaðið/EyþórÍ svörum velferðarráðuneytisins árið 2014 við eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að ný stofnun á höfuðborgarsvæðinu væri í burðarliðnum til að taka að hluta til við verkefnum einkarekinna meðferðarheimila „þar sem ekki verður séð að útvistun feli í sér hagkvæmara eða markvissara meðferðarstarf“. „Það fer gott orð af úrræðinu á Laugalandi. Hins vegar erum við nú að fara yfir öll þessi úrræði sem við erum að bjóða og heildarendurskoðun hafin innan starfshóps og von er á að þeirri vinnu ljúki nú á haustmánuðum,“ segir Ásmundur Einar Daðason velferðarráðherra. „Þetta hlýtur að verða skoðað samhliða í þeirri vinnu. Það er ekki eðlilegt að menn séu að greiða sér háan arð úr svona fyrirtækjum. Það er ekki markmið ríkissjóðs að einstaklingar þéni á úrræðum. Það er markmið ríkissjóðs að við veitum góð úrræði.“
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira