Ég á mér draum Eva H. Baldursdóttir skrifar 9. ágúst 2018 07:00 Ein frægasta ræða stjórnmálasögunnar er kennd við orðin; ég á mér draum. Orð þessi mælti Martin L. King, brautryðjandi friðsamlegrar mannréttindabaráttu. Draumur hans var að samfélagið tæki mið af þeirri staðreynd að allir menn væru skapaðir jafnir. Barátta hans í þeim efnum hefur fært okkur nær jafnrétti, ekki aðeins á grundvelli kynþáttar heldur í víðara samhengi. Alla daga erum við að stöðva eigin drauma – hinn sanna sköpunarkraft samfélagsins – með neikvæðni á borð við að eitthvað sé ekki hægt eða hafi áður verið reynt án árangurs. En við eigum að leyfa okkur að dreyma og beita ímyndunaraflinu en ekki takmarka það. Allt sem er til var í upphafi aðeins hugsjón eða draumur einhvers, sem svo framkvæmdi draum sinn. Það er ekkert sem ekki er hægt. Við sköpum heiminn á hverri stundu. Frumleiki eða andleysi, hvort sem við veljum, þá mótum við umhverfi okkar og örlög og það eina sem stoppar okkur í að sjá hversu máttug við erum eru okkar eigin takmörkuðu viðhorf. Ég geri orð Martins L. King að mínum: Ég á mér draum. Ég á mér draum um að Ísland verði umhverfisvænasta land í heimi. Náttúran kallar. Hún er alltaf að senda okkur skilaboð. En við virðumst ekki heyra nógu vel né skynja þó það hafi batnað. Við búum saman á þessari jörð. Og á smærri skala. Við búum saman á þessu landi með eina mögnuðustu náttúru heims. Náttúran gefur og gefur í formi auðlinda sem standa undir okkar efnahagslegu velsæld. Hér heima og að heiman. Við vitum hins vegar að við mennirnir, erum að ganga á jörðina að því marki að við ógnum tilvist, ekki bara okkar, heldur annarra dýra og vistkerfisins í heild sinni. Með öðrum orðum – við erum að taka miklu meira en við gefum og enn fremur – miklu meira en við þurfum. Rannsóknir birtast á hverjum degi sem vitna um þetta. Alþjóðasamfélagið er svo sem að gera eitthvað – en allt í viðbragði. Alþjóðasamningar eru gerðir á diplómatískum vettvangi. Parísarsáttmálinn – einhver framför í loftslagsmálum en þó óbindandi. Hægfara þróun við að banna einnota plast víða um heim, orkuskipti í samgöngum, fleiri að verða grænmetisætur o.s.frv. En þetta er allt, allt of hægt. Neysla og sóun er of mikil. Við erum mögulega ekki eins meðvitundarlaus og fyrir 10 árum en það er ljóst að við erum enn jafn ofurseld neyslu. Ég vil ekki dæma stöðuna heldur spyrja gagnrýnna spurninga á borð við: Hvaðan kemur allt þetta drasl sem við erum að kaupa? Hvernig er það framleitt? Þurfum við öll að eiga grill og trampólín í garðinum? Þurfti ég að eiga fjórfaldan fataskáp? Nei. Þurfum við öll að eiga bíla, jafnvel tvo? Hvernig ætlum við að skilja við veru okkar á þessari jörð? Á þessu landi sem við eigum hreint ekki, heldur fáum lánuð afnot af og erum svo lánsöm að fæðast á. Er okkur kannski alveg sama? Eða er það of mikið vesen að breyta lifnaðarháttum? Hvernig sýnum við þakklæti? Fyrst og fremst. Látum okkur dreyma stóra drauma fyrir umhverfið. Elskum jörðina. Ég býð upp á drauminn um umhverfisvænasta land í heimi. Þar sem rauði þráður hagkerfisins er grænn. Við erum fá, einangruð og eigum efnahagslega allt undir auðlindum okkar. Því er það í senn bæði auðvelt fyrir okkur í framkvæmd og rökrétt í efnahagslegu tilliti að vera græn. Byrjum á að fylgja þó því sem hefur verið gert á alþjóðavettvangi, á vettvangi Evrópusambandsins og göngum svo miklu lengra. Gerum það í sameiningu – einstaklingar, atvinnulífið og ríkið. Hugsum 100% orkuskipti í samgöngum og bönnum jarðefnaeldsneyti. Algjört bann á einnota plast. Græna skatta. Ívilnanir fyrir græna innlenda og sjálfbæra framleiðslu. Kolefnishlutlausa ferðaþjónustu. Fleiri gróðurhús – minni innflutningur. Endurvinna allt. Endurheimta votlendi algjörlega. Planta fleiri trjám – planta á sterum – og allt það sem mér dettur ekki í hug enda enginn sérfræðingur annar en að hafa ástríðu fyrir jörðinni og áframhaldandi tilveru mannkyns. Allar þær aðgerðir sem er búið að sýna fram á að virki, framkvæmum þær. Styðjum við alla nýsköpun í atvinnulífinu í átt að grænna hagkerfi og þróum hátæknistörf í þá veru. Látum ást okkar á umhverfinu móta flottustu atvinnustefnu veraldar. Ef það er eitthvað sem við getum lært af HM ævintýrinu er að sem þjóð kunnum við að hugsa og eiga stóra drauma. Því hvernig kemst ein minnsta þjóð í heimi á HM? Með því að láta neikvæðni ekki stoppa sig. Með því að eiga draum. Á vettvangi stjórnmálanna eigum við að tefla fram hugsjónum okkar, enda er staðreyndin sú að með áframhaldandi hlýnun jarðar verður enda fátt að gera annað en að bregðast við náttúrunni. Ég kalla eftir draumnum þar sem Ísland er fyrirmynd, fremst meðal þjóða í umhverfismálum. Við kunnum það. Græna liðið sem keppir í riðlinum umhverfisvænasta land heims – leidd af okkur saman, fyrir sameiginlegri ást á náttúrunni.Höfundur er lögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ein frægasta ræða stjórnmálasögunnar er kennd við orðin; ég á mér draum. Orð þessi mælti Martin L. King, brautryðjandi friðsamlegrar mannréttindabaráttu. Draumur hans var að samfélagið tæki mið af þeirri staðreynd að allir menn væru skapaðir jafnir. Barátta hans í þeim efnum hefur fært okkur nær jafnrétti, ekki aðeins á grundvelli kynþáttar heldur í víðara samhengi. Alla daga erum við að stöðva eigin drauma – hinn sanna sköpunarkraft samfélagsins – með neikvæðni á borð við að eitthvað sé ekki hægt eða hafi áður verið reynt án árangurs. En við eigum að leyfa okkur að dreyma og beita ímyndunaraflinu en ekki takmarka það. Allt sem er til var í upphafi aðeins hugsjón eða draumur einhvers, sem svo framkvæmdi draum sinn. Það er ekkert sem ekki er hægt. Við sköpum heiminn á hverri stundu. Frumleiki eða andleysi, hvort sem við veljum, þá mótum við umhverfi okkar og örlög og það eina sem stoppar okkur í að sjá hversu máttug við erum eru okkar eigin takmörkuðu viðhorf. Ég geri orð Martins L. King að mínum: Ég á mér draum. Ég á mér draum um að Ísland verði umhverfisvænasta land í heimi. Náttúran kallar. Hún er alltaf að senda okkur skilaboð. En við virðumst ekki heyra nógu vel né skynja þó það hafi batnað. Við búum saman á þessari jörð. Og á smærri skala. Við búum saman á þessu landi með eina mögnuðustu náttúru heims. Náttúran gefur og gefur í formi auðlinda sem standa undir okkar efnahagslegu velsæld. Hér heima og að heiman. Við vitum hins vegar að við mennirnir, erum að ganga á jörðina að því marki að við ógnum tilvist, ekki bara okkar, heldur annarra dýra og vistkerfisins í heild sinni. Með öðrum orðum – við erum að taka miklu meira en við gefum og enn fremur – miklu meira en við þurfum. Rannsóknir birtast á hverjum degi sem vitna um þetta. Alþjóðasamfélagið er svo sem að gera eitthvað – en allt í viðbragði. Alþjóðasamningar eru gerðir á diplómatískum vettvangi. Parísarsáttmálinn – einhver framför í loftslagsmálum en þó óbindandi. Hægfara þróun við að banna einnota plast víða um heim, orkuskipti í samgöngum, fleiri að verða grænmetisætur o.s.frv. En þetta er allt, allt of hægt. Neysla og sóun er of mikil. Við erum mögulega ekki eins meðvitundarlaus og fyrir 10 árum en það er ljóst að við erum enn jafn ofurseld neyslu. Ég vil ekki dæma stöðuna heldur spyrja gagnrýnna spurninga á borð við: Hvaðan kemur allt þetta drasl sem við erum að kaupa? Hvernig er það framleitt? Þurfum við öll að eiga grill og trampólín í garðinum? Þurfti ég að eiga fjórfaldan fataskáp? Nei. Þurfum við öll að eiga bíla, jafnvel tvo? Hvernig ætlum við að skilja við veru okkar á þessari jörð? Á þessu landi sem við eigum hreint ekki, heldur fáum lánuð afnot af og erum svo lánsöm að fæðast á. Er okkur kannski alveg sama? Eða er það of mikið vesen að breyta lifnaðarháttum? Hvernig sýnum við þakklæti? Fyrst og fremst. Látum okkur dreyma stóra drauma fyrir umhverfið. Elskum jörðina. Ég býð upp á drauminn um umhverfisvænasta land í heimi. Þar sem rauði þráður hagkerfisins er grænn. Við erum fá, einangruð og eigum efnahagslega allt undir auðlindum okkar. Því er það í senn bæði auðvelt fyrir okkur í framkvæmd og rökrétt í efnahagslegu tilliti að vera græn. Byrjum á að fylgja þó því sem hefur verið gert á alþjóðavettvangi, á vettvangi Evrópusambandsins og göngum svo miklu lengra. Gerum það í sameiningu – einstaklingar, atvinnulífið og ríkið. Hugsum 100% orkuskipti í samgöngum og bönnum jarðefnaeldsneyti. Algjört bann á einnota plast. Græna skatta. Ívilnanir fyrir græna innlenda og sjálfbæra framleiðslu. Kolefnishlutlausa ferðaþjónustu. Fleiri gróðurhús – minni innflutningur. Endurvinna allt. Endurheimta votlendi algjörlega. Planta fleiri trjám – planta á sterum – og allt það sem mér dettur ekki í hug enda enginn sérfræðingur annar en að hafa ástríðu fyrir jörðinni og áframhaldandi tilveru mannkyns. Allar þær aðgerðir sem er búið að sýna fram á að virki, framkvæmum þær. Styðjum við alla nýsköpun í atvinnulífinu í átt að grænna hagkerfi og þróum hátæknistörf í þá veru. Látum ást okkar á umhverfinu móta flottustu atvinnustefnu veraldar. Ef það er eitthvað sem við getum lært af HM ævintýrinu er að sem þjóð kunnum við að hugsa og eiga stóra drauma. Því hvernig kemst ein minnsta þjóð í heimi á HM? Með því að láta neikvæðni ekki stoppa sig. Með því að eiga draum. Á vettvangi stjórnmálanna eigum við að tefla fram hugsjónum okkar, enda er staðreyndin sú að með áframhaldandi hlýnun jarðar verður enda fátt að gera annað en að bregðast við náttúrunni. Ég kalla eftir draumnum þar sem Ísland er fyrirmynd, fremst meðal þjóða í umhverfismálum. Við kunnum það. Græna liðið sem keppir í riðlinum umhverfisvænasta land heims – leidd af okkur saman, fyrir sameiginlegri ást á náttúrunni.Höfundur er lögfræðingur
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar