Tertan og mylsnan Þorvaldur Gylfason skrifar 9. ágúst 2018 07:00 Reykjavík – Langflest látum við okkur varða um annað fólk fjær og nær, afkomu þess og líðan. Samúð með öðrum er okkur flestum í blóð borin hvort heldur í sorg eða gleði. Þess vegna látum við t.d. fé af hendi rakna til annarra sem minna mega sín, stundum langt frá heimahögum. Samfélag manna kallar á gagnkvæman áhuga, gagnkvæmt tillit. Sjálfselska – sérúð! – er að sönnu snar þáttur í lífi manna, en það er samúðin einnig. Siðvit og samvizka styðjast við hvort tveggja, umhyggju fyrir öðrum og ekki bara fyrir sjálfum sér og sínum. Þetta eru gömul sannindi sem siðfræðingurinn Adam Smith, faðir hagfræðinnar, fjallaði um í merkri bók 17 árum áður en hann sendi frá sér Auðlegð þjóðanna sem hann er frægastur fyrir enn í dag. Kenningin um siðferðiskenndir, fyrri bókin, kom út 1759 og vakti þá þegar mikla athygli. Siðfræði var undanfari hagfræðinnar.Gagnkvæmt tillit Samúð vitnar um gagnkvæmt tillit. Sá sem hefur reynzt skeytingarlaus um velferð annarra vekur sjaldan samúð. Gagnkvæmt tillit kallar að sínu leyti á háttsemi, röð og reglu í samskiptum og afstæðum hlutföllum. Þetta hjálpar okkur að skilja hvers vegna flestu fólki mislíkar eða jafnvel blöskrar mikill munur á lífskjörum, þ.e. gróf misskipting. Spurðu næstum hvern sem er þessarar spurningar: Ef þú ættir kost á að búa í tveim löndum sem eru alveg eins að öllu leyti öðru en því að í öðru landinu er lífsgæðum tiltölulega jafnt skipt meðal almennings og í hinu landinu situr fámennur forréttindahópur að flestum gæðum, hvort landið kysirðu frekar? Sannaðu til: Langflestir kjósa heldur fyrra landið. Þessa niðurstöðu hafa hagfræðingar sannreynt með ýmsum tilraunum, t.d. með því að spyrja hvern og einn í hópi manna hvort hann kysi heldur mætti hann velja:l Kauphækkun um 5% handa sjálfum sér og einnig handa öllum öðrum eðal Kauphækkun um 7% handa sjálfum sér og 12% handa öllum öðrum. Flestir kjósa heldur fyrri kostinn þótt síðari kosturinn gæfi meira í aðra hönd. Hvers vegna? Menn hirða ekki aðeins um eigin tekjur í krónum talið heldur einnig miðað við aðra. Launþegar streitast jafnan gegn því að dragast aftur úr öðrum að tilefnislausu. Tekjuhlutföll skipta máli, einkum þegar misskipting þykir hafa keyrt um þverbak.Misskipting hefur afleiðingar Ójöfnuður á Íslandi keyrði um þverbak fram að hruni og minnkaði síðan aftur í hruninu en er samt mun meiri nú en áður var eins og Stefán Ólafsson prófessor og Arnaldur Sölvi Kristjánsson lýsa í bók sinni Ójöfnuður á Íslandi (2017). Þar kemur t.d. fram (bls. 245) að munurinn á ráðstöfunartekjum ríkasta tíunda hluta heimilanna og fátækasta tíunda hlutans var tæplega sexfaldur 1993-1995, 16-faldur 2007 og nífaldur 2015. Bilið milli topps og botns er mun breiðara ef við miðum við ríkasta og fátækasta hundraðshlutann, þ.e. 1% frekar en 10%. Þannig jók ríkasti tíundi hluti íslenzkra heimila hlutdeild sína í heildartekjum úr 19% 1995 í 40% 2007 á meðan ríkasti hundraðshlutinn jók hlutdeild sína í heildartekjum úr 3% 1995 í 21% 2007. Sem sagt: Ríkasti hundraðshlutinn sjöfaldaði hlutdeild sína í heildartekjum á sama tíma og ríkasti tíundi hlutinn tvöfaldaði sína hlutdeild. Þetta voru meiri umskipti í ójafnaðarátt á þennan kvarða en jafnvel í Bandaríkjunum. Meðallaun forstjóra fyrirtækja sem eru skráð í Kauphöllinni námu tæpum 5 mkr. á mánuði að meðaltali 2017 eða 17-földum lágmarkslaunum. Þetta er meiri launamunur en áður tíðkaðist. Forstjórarnir taka sér þessir laun sjálfir í reynd enda sitja þeir margir í stjórnum fyrirtækjanna hver hjá öðrum. Þeim fer ekki vel að segja nú að lítið sem ekkert svigrúm sé til kauphækkunar handa almennum launþegum. Sama á við um ríkið, helzta vinnuveitandann. Ríkisstjórnin notaði Kjararáð til að tryggja embættismönnum, ráðherrum og þingmönnum ríflega kauphækkun sem þau kalla „leiðréttingu“ – 45% handa þingmönnum! Fjármálaráðherra, forsætisráðherra og öðrum fer því ekki vel að tala nú um „lítið sem ekkert svigrúm“ til launahækkunar. Það er of seint. Launþegar krefjast ríflegrar kjarabótar í næstu samningalotu. Það er skiljanlegt. Þeim misbýður mörgum hugsunarlaus sjálftaka forstjóranna og nómenklatúrunnar. Launþegar líta margir svo á að treysti vinnuveitendur sér ekki til að greiða þeim viðunandi laun eigi forstjórarnir að fá sér önnur ábyrgðarminni verk að vinna. En þá fer verðbólgan aftur á skrið, segja vinnuveitendur og ríkisstjórn einum rómi. Í ykkar boði, segja launþegar. Verði ykkur að góðu. Þið hrifsuðuð til ykkar tertuna. Við sættum okkur ekki við mylsnuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Reykjavík – Langflest látum við okkur varða um annað fólk fjær og nær, afkomu þess og líðan. Samúð með öðrum er okkur flestum í blóð borin hvort heldur í sorg eða gleði. Þess vegna látum við t.d. fé af hendi rakna til annarra sem minna mega sín, stundum langt frá heimahögum. Samfélag manna kallar á gagnkvæman áhuga, gagnkvæmt tillit. Sjálfselska – sérúð! – er að sönnu snar þáttur í lífi manna, en það er samúðin einnig. Siðvit og samvizka styðjast við hvort tveggja, umhyggju fyrir öðrum og ekki bara fyrir sjálfum sér og sínum. Þetta eru gömul sannindi sem siðfræðingurinn Adam Smith, faðir hagfræðinnar, fjallaði um í merkri bók 17 árum áður en hann sendi frá sér Auðlegð þjóðanna sem hann er frægastur fyrir enn í dag. Kenningin um siðferðiskenndir, fyrri bókin, kom út 1759 og vakti þá þegar mikla athygli. Siðfræði var undanfari hagfræðinnar.Gagnkvæmt tillit Samúð vitnar um gagnkvæmt tillit. Sá sem hefur reynzt skeytingarlaus um velferð annarra vekur sjaldan samúð. Gagnkvæmt tillit kallar að sínu leyti á háttsemi, röð og reglu í samskiptum og afstæðum hlutföllum. Þetta hjálpar okkur að skilja hvers vegna flestu fólki mislíkar eða jafnvel blöskrar mikill munur á lífskjörum, þ.e. gróf misskipting. Spurðu næstum hvern sem er þessarar spurningar: Ef þú ættir kost á að búa í tveim löndum sem eru alveg eins að öllu leyti öðru en því að í öðru landinu er lífsgæðum tiltölulega jafnt skipt meðal almennings og í hinu landinu situr fámennur forréttindahópur að flestum gæðum, hvort landið kysirðu frekar? Sannaðu til: Langflestir kjósa heldur fyrra landið. Þessa niðurstöðu hafa hagfræðingar sannreynt með ýmsum tilraunum, t.d. með því að spyrja hvern og einn í hópi manna hvort hann kysi heldur mætti hann velja:l Kauphækkun um 5% handa sjálfum sér og einnig handa öllum öðrum eðal Kauphækkun um 7% handa sjálfum sér og 12% handa öllum öðrum. Flestir kjósa heldur fyrri kostinn þótt síðari kosturinn gæfi meira í aðra hönd. Hvers vegna? Menn hirða ekki aðeins um eigin tekjur í krónum talið heldur einnig miðað við aðra. Launþegar streitast jafnan gegn því að dragast aftur úr öðrum að tilefnislausu. Tekjuhlutföll skipta máli, einkum þegar misskipting þykir hafa keyrt um þverbak.Misskipting hefur afleiðingar Ójöfnuður á Íslandi keyrði um þverbak fram að hruni og minnkaði síðan aftur í hruninu en er samt mun meiri nú en áður var eins og Stefán Ólafsson prófessor og Arnaldur Sölvi Kristjánsson lýsa í bók sinni Ójöfnuður á Íslandi (2017). Þar kemur t.d. fram (bls. 245) að munurinn á ráðstöfunartekjum ríkasta tíunda hluta heimilanna og fátækasta tíunda hlutans var tæplega sexfaldur 1993-1995, 16-faldur 2007 og nífaldur 2015. Bilið milli topps og botns er mun breiðara ef við miðum við ríkasta og fátækasta hundraðshlutann, þ.e. 1% frekar en 10%. Þannig jók ríkasti tíundi hluti íslenzkra heimila hlutdeild sína í heildartekjum úr 19% 1995 í 40% 2007 á meðan ríkasti hundraðshlutinn jók hlutdeild sína í heildartekjum úr 3% 1995 í 21% 2007. Sem sagt: Ríkasti hundraðshlutinn sjöfaldaði hlutdeild sína í heildartekjum á sama tíma og ríkasti tíundi hlutinn tvöfaldaði sína hlutdeild. Þetta voru meiri umskipti í ójafnaðarátt á þennan kvarða en jafnvel í Bandaríkjunum. Meðallaun forstjóra fyrirtækja sem eru skráð í Kauphöllinni námu tæpum 5 mkr. á mánuði að meðaltali 2017 eða 17-földum lágmarkslaunum. Þetta er meiri launamunur en áður tíðkaðist. Forstjórarnir taka sér þessir laun sjálfir í reynd enda sitja þeir margir í stjórnum fyrirtækjanna hver hjá öðrum. Þeim fer ekki vel að segja nú að lítið sem ekkert svigrúm sé til kauphækkunar handa almennum launþegum. Sama á við um ríkið, helzta vinnuveitandann. Ríkisstjórnin notaði Kjararáð til að tryggja embættismönnum, ráðherrum og þingmönnum ríflega kauphækkun sem þau kalla „leiðréttingu“ – 45% handa þingmönnum! Fjármálaráðherra, forsætisráðherra og öðrum fer því ekki vel að tala nú um „lítið sem ekkert svigrúm“ til launahækkunar. Það er of seint. Launþegar krefjast ríflegrar kjarabótar í næstu samningalotu. Það er skiljanlegt. Þeim misbýður mörgum hugsunarlaus sjálftaka forstjóranna og nómenklatúrunnar. Launþegar líta margir svo á að treysti vinnuveitendur sér ekki til að greiða þeim viðunandi laun eigi forstjórarnir að fá sér önnur ábyrgðarminni verk að vinna. En þá fer verðbólgan aftur á skrið, segja vinnuveitendur og ríkisstjórn einum rómi. Í ykkar boði, segja launþegar. Verði ykkur að góðu. Þið hrifsuðuð til ykkar tertuna. Við sættum okkur ekki við mylsnuna.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun