Geitungarnir átt erfitt uppdráttar á suðvesturhorninu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. ágúst 2018 16:41 Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, segir að geitungasumarið á suðvesturhorninu hafi verið afar dapurlegt. Vísir/vilhelm „Það hefur verið frekar dapurt, það fór svo illa af stað,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur um geitungasumarið í ár á suðvesturhorninu vegna mikillar vætutíðar. Erling segir að geitungarnir hafi átt erfitt uppdráttar framan af sumri vegna rigninga. Búin hafi þroskast hægt því það hafi verið afar fáliðað. Þá hafi lirfurnar einnig verið óvenju smávaxnar í ár því þær hafi einfaldlega ekki fengið nóg að éta. „Það fer enginn út að vinna í rigningu,“ segir Erling til útskýringar. Þrátt fyrir að geitungasumarið hafi verið dapurlegt á suðvesturhorninu sé þó ekkert að óttast að sögn Erlings því skordýr taki yfirleitt áföllum og sveiflist eftir aðstæðum. „Það koma slæm ár og það koma góð ár og allt jafnast þetta nú út,“ segir Erling sem bætir við að þó geitungarnir séu ekki hressir með ástandið séu eflaust margir sem fagni því að sjá sjaldan geitunga á sveimi.Gegna þeir mikilvægu hlutverki í vistkerfinu?„Það er ekki nokkur skepna sem er ekki mikilvæg á sinn hátt nema þá kannski mannskepnan sem er að eyðileggja fyrir öllum hinum. Það eiga allir sitt hlutverk í lífríkinu. Ef þeir hefðu ekki hlutverk þá myndu þeir ekki lifa af,“ segir Erling. Á Vísindavefnum kemur fram að geitungar hreinsi hræ af dýrum og fuglum, taki kjötið og færi í búið. Þá veiða þeir flugur sem fæðu fyrir lirfurnar í búinu og safna blómasykri „en við það fræva þeir plöntur“. Erling segir að geitungarnir séu ötulir við að veiða fiðrildalirfur af trjám og haldi þeim í skefjum. „Það er enginn alvondur og svo er engin rós án þyrna,“ segir Erling sem bendir á að það einkenni samfélag dýranna. Dýr Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
„Það hefur verið frekar dapurt, það fór svo illa af stað,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur um geitungasumarið í ár á suðvesturhorninu vegna mikillar vætutíðar. Erling segir að geitungarnir hafi átt erfitt uppdráttar framan af sumri vegna rigninga. Búin hafi þroskast hægt því það hafi verið afar fáliðað. Þá hafi lirfurnar einnig verið óvenju smávaxnar í ár því þær hafi einfaldlega ekki fengið nóg að éta. „Það fer enginn út að vinna í rigningu,“ segir Erling til útskýringar. Þrátt fyrir að geitungasumarið hafi verið dapurlegt á suðvesturhorninu sé þó ekkert að óttast að sögn Erlings því skordýr taki yfirleitt áföllum og sveiflist eftir aðstæðum. „Það koma slæm ár og það koma góð ár og allt jafnast þetta nú út,“ segir Erling sem bætir við að þó geitungarnir séu ekki hressir með ástandið séu eflaust margir sem fagni því að sjá sjaldan geitunga á sveimi.Gegna þeir mikilvægu hlutverki í vistkerfinu?„Það er ekki nokkur skepna sem er ekki mikilvæg á sinn hátt nema þá kannski mannskepnan sem er að eyðileggja fyrir öllum hinum. Það eiga allir sitt hlutverk í lífríkinu. Ef þeir hefðu ekki hlutverk þá myndu þeir ekki lifa af,“ segir Erling. Á Vísindavefnum kemur fram að geitungar hreinsi hræ af dýrum og fuglum, taki kjötið og færi í búið. Þá veiða þeir flugur sem fæðu fyrir lirfurnar í búinu og safna blómasykri „en við það fræva þeir plöntur“. Erling segir að geitungarnir séu ötulir við að veiða fiðrildalirfur af trjám og haldi þeim í skefjum. „Það er enginn alvondur og svo er engin rós án þyrna,“ segir Erling sem bendir á að það einkenni samfélag dýranna.
Dýr Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira