Twitter ætlar ekki að banna alræmdan samsæriskenningasmið Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2018 10:39 Alex Jones hefur notað samfélagsmiðla til að básúna vanstilltar samsæriskenningar sínar. Vísir/EPA Þrátt fyrir að Alex Jones, stjórnandi samsæriskenningasíðunnar Infowars, hafi sakað foreldra myrtra barna um að vera leikara og dreift staðlausum stöfum um harmleiki eins og hryðjuverkin 11. september í New York ætlar samfélagsmiðilinn Twitter ekki að banna hann líkt og önnur stór tæknifyrirtæki hafa gert. Twitter telur Jones ekki hafa brotið reglur miðilsins. Youtube og Facebook eru á meðal þeirra miðla sem hafa lokað reikningum Infowars með þeim rökum að miðillinn stundi hatursorðræðu. Jones og fjöldi íhaldsmanna hafa sakað samfélagsmiðlarisana um að ritskoða efni sem er þeim ekki þóknanlegt. Jack Dorsey, forstjóri Twitter, segir hins vegar að Jones og Infowars verði ekki bannað á sínum miðli. Ástæðan sé sú að Jones hafi ekki brotið reglur Twitter. Sagði hann að það væri rangt að láta undan utanaðkomandi þrýstingi frekar en halda sig við reglurnar. Margir hafa orðið til að gagnrýna þau rök Dorsey og benda á tilfelli þar sem notendur hafa verið bannaðir, að þeirra mati fyrir minni sakir en bornar hafa verið á Jones og Infowars. Foreldrar myrtra barna áreittir vegna lyga Jones Jones er alræmdur fyrir lygar og framandlegar samsæriskenningar en hann hefur engu að síður safnað fjölda fylgjenda á samfélagsmiðlum. Hann sakaði demókrata í Bandaríkjunum um að ætla að hefja borgarastríð á þjóðhátíðardaginn 4. júlí, hann hefur sagt að „kynseginhyggja“ (e. transgenderism) sé hluti af áætlun bandarísku leyniþjónustunnar um að „fækka mannkyninu“ og að samþykkt á geðsjúkdómum sé „ill barnaníðingaáætlun um að kynlífsvæða og eyðileggja börn“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Foreldrar tveggja barna sem voru myrt í fjöldamorðinu í Sandy Hook-grunnskólanum í Bandaríkjunum árið 2012 hafa stefnt Jones fyrir ærumeiðingar. Jones hefur ítrekað haldið því fram að árásin hafi aldrei átt sér stað heldur hafi bandaríska alríkisstjórnin sett hana á svið með leikurum til að hafa átyllu til að taka skotvopn af fólki. Lygar Jones um árásina hafa meðal annars leitt til þess að foreldrarnir hafa orðið fyrir áreitni fylgjenda Infowars bæði á netinu og í persónu. Það leiddi til þess að foreldrar grátbáðu Mark Zucerkberg, forstjóra Facebook, um að loka á samsæriskenningar Jones og Infowars. Bandaríkin Twitter Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43 Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14 Infowars bregst illa við banninu Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones og vefsíða hans, Infowars, eru ógn við áform valdaelítunnar um að stofna tjáningarfrelsislaust heimsveldi. 8. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Þrátt fyrir að Alex Jones, stjórnandi samsæriskenningasíðunnar Infowars, hafi sakað foreldra myrtra barna um að vera leikara og dreift staðlausum stöfum um harmleiki eins og hryðjuverkin 11. september í New York ætlar samfélagsmiðilinn Twitter ekki að banna hann líkt og önnur stór tæknifyrirtæki hafa gert. Twitter telur Jones ekki hafa brotið reglur miðilsins. Youtube og Facebook eru á meðal þeirra miðla sem hafa lokað reikningum Infowars með þeim rökum að miðillinn stundi hatursorðræðu. Jones og fjöldi íhaldsmanna hafa sakað samfélagsmiðlarisana um að ritskoða efni sem er þeim ekki þóknanlegt. Jack Dorsey, forstjóri Twitter, segir hins vegar að Jones og Infowars verði ekki bannað á sínum miðli. Ástæðan sé sú að Jones hafi ekki brotið reglur Twitter. Sagði hann að það væri rangt að láta undan utanaðkomandi þrýstingi frekar en halda sig við reglurnar. Margir hafa orðið til að gagnrýna þau rök Dorsey og benda á tilfelli þar sem notendur hafa verið bannaðir, að þeirra mati fyrir minni sakir en bornar hafa verið á Jones og Infowars. Foreldrar myrtra barna áreittir vegna lyga Jones Jones er alræmdur fyrir lygar og framandlegar samsæriskenningar en hann hefur engu að síður safnað fjölda fylgjenda á samfélagsmiðlum. Hann sakaði demókrata í Bandaríkjunum um að ætla að hefja borgarastríð á þjóðhátíðardaginn 4. júlí, hann hefur sagt að „kynseginhyggja“ (e. transgenderism) sé hluti af áætlun bandarísku leyniþjónustunnar um að „fækka mannkyninu“ og að samþykkt á geðsjúkdómum sé „ill barnaníðingaáætlun um að kynlífsvæða og eyðileggja börn“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Foreldrar tveggja barna sem voru myrt í fjöldamorðinu í Sandy Hook-grunnskólanum í Bandaríkjunum árið 2012 hafa stefnt Jones fyrir ærumeiðingar. Jones hefur ítrekað haldið því fram að árásin hafi aldrei átt sér stað heldur hafi bandaríska alríkisstjórnin sett hana á svið með leikurum til að hafa átyllu til að taka skotvopn af fólki. Lygar Jones um árásina hafa meðal annars leitt til þess að foreldrarnir hafa orðið fyrir áreitni fylgjenda Infowars bæði á netinu og í persónu. Það leiddi til þess að foreldrar grátbáðu Mark Zucerkberg, forstjóra Facebook, um að loka á samsæriskenningar Jones og Infowars.
Bandaríkin Twitter Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43 Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14 Infowars bregst illa við banninu Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones og vefsíða hans, Infowars, eru ógn við áform valdaelítunnar um að stofna tjáningarfrelsislaust heimsveldi. 8. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43
Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38
Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39
Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14
Infowars bregst illa við banninu Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones og vefsíða hans, Infowars, eru ógn við áform valdaelítunnar um að stofna tjáningarfrelsislaust heimsveldi. 8. ágúst 2018 08:00