Er á leið í forsetastól Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. ágúst 2018 06:00 Ingibjörg er nýkomin af alþjóðaþingi Delta Kappa Gamma sem haldið er annað hvert ár, þar voru 2.000 konur samankomnar. Fréttablaðið/Þórsteinn „Við viljum efla konur í fræðslustörfum, bæði faglega og persónulega og vekjum athygli á ýmsu sem betur má fara en líka því sem gott er gert,“ segir Ingibjörg Jónasdóttir um hlutverk Delta Kappa Gamma. Nú hefur hún tekið að sér forystu í Evrópusamtökunum næstu tvö árin. Þar með gengur hún inn í stjórn alþjóðasamtakanna. Ingibjörg er önnur í röð íslenskra kvenna sem gegnir þessu embætti. Hin var Sigrún Klara Hannesdóttir, doktor í bókasafns- og upplýsingafræði. Samtökin Delta Kappa Gamma voru stofnuð í Austin í Texas árið 1929 af tólf konum sem virkilega þurftu að berjast fyrir réttindum sínum innan kennarasamtaka, að sögn Ingibjargar. Hér á landi eru 13 deildir samtakanna starfandi, sú fyrsta var stofnuð 1975. Ingibjörg segir að tæplega 80 þúsund konur séu í alþjóðasamtökunum. Þau séu fjölmennust í Ameríku og næst komi Kanada. „Evrópa er eitt af fimm svæðum samtakanna. Tengsla netið er mjög mikilvægt og einnig er gott að skipta oft um stjórnir þannig að konur fái tækifæri til að starfa þar,“ segir Ingibjörg og heldur áfram: „Íslenskar konur hafa verið nokkuð öflugar innan Delta Kappa Gamma, unnumtil dæmis af krafti að því að Evrópa yrði sérstakt svæði en það gerðist fyrir 20 árum. Við erum líka óhræddar við að stíga inn í alþjóðahlutann,“ lýsir hún og segir að enn vanti víða mikið á að jafnrétti sé náð og þar geti íslenskar konur lagt sín lóð á vogarskálarnar. „Víða í löndunum er áherslan eingöngu á kennarana en við hér á Íslandi höfum reynt að víkka fókus og í okkar deildum eru til dæmis ráðgjafar, fræðslustjórar, bókasafnsfræðingar og talmeinafræðingar. Við fáum konur á fundi til að segja frá sínum rannsóknaverkefnum eða öðru áhugaverðu. Ein deild skoðaði frá ýmsum hliðum hvernig tekið er á móti nýbúum, svo dæmi sé tekið.“ Sjálf starfaði Ingibjörg sem kennari og síðan í fræðsludeild Búnaðarbankans. Hún kveðst hafa góðan grunn að byggja á í þetta nýja starf. Bæði hafi hún starfað í Delta Kappa Gamma á Íslandi og í nefndum á vegum alþjóðasamtakanna, það styrki hana í að nýta krafta sína innan Evrópusamtakanna. Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Vísindi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
„Við viljum efla konur í fræðslustörfum, bæði faglega og persónulega og vekjum athygli á ýmsu sem betur má fara en líka því sem gott er gert,“ segir Ingibjörg Jónasdóttir um hlutverk Delta Kappa Gamma. Nú hefur hún tekið að sér forystu í Evrópusamtökunum næstu tvö árin. Þar með gengur hún inn í stjórn alþjóðasamtakanna. Ingibjörg er önnur í röð íslenskra kvenna sem gegnir þessu embætti. Hin var Sigrún Klara Hannesdóttir, doktor í bókasafns- og upplýsingafræði. Samtökin Delta Kappa Gamma voru stofnuð í Austin í Texas árið 1929 af tólf konum sem virkilega þurftu að berjast fyrir réttindum sínum innan kennarasamtaka, að sögn Ingibjargar. Hér á landi eru 13 deildir samtakanna starfandi, sú fyrsta var stofnuð 1975. Ingibjörg segir að tæplega 80 þúsund konur séu í alþjóðasamtökunum. Þau séu fjölmennust í Ameríku og næst komi Kanada. „Evrópa er eitt af fimm svæðum samtakanna. Tengsla netið er mjög mikilvægt og einnig er gott að skipta oft um stjórnir þannig að konur fái tækifæri til að starfa þar,“ segir Ingibjörg og heldur áfram: „Íslenskar konur hafa verið nokkuð öflugar innan Delta Kappa Gamma, unnumtil dæmis af krafti að því að Evrópa yrði sérstakt svæði en það gerðist fyrir 20 árum. Við erum líka óhræddar við að stíga inn í alþjóðahlutann,“ lýsir hún og segir að enn vanti víða mikið á að jafnrétti sé náð og þar geti íslenskar konur lagt sín lóð á vogarskálarnar. „Víða í löndunum er áherslan eingöngu á kennarana en við hér á Íslandi höfum reynt að víkka fókus og í okkar deildum eru til dæmis ráðgjafar, fræðslustjórar, bókasafnsfræðingar og talmeinafræðingar. Við fáum konur á fundi til að segja frá sínum rannsóknaverkefnum eða öðru áhugaverðu. Ein deild skoðaði frá ýmsum hliðum hvernig tekið er á móti nýbúum, svo dæmi sé tekið.“ Sjálf starfaði Ingibjörg sem kennari og síðan í fræðsludeild Búnaðarbankans. Hún kveðst hafa góðan grunn að byggja á í þetta nýja starf. Bæði hafi hún starfað í Delta Kappa Gamma á Íslandi og í nefndum á vegum alþjóðasamtakanna, það styrki hana í að nýta krafta sína innan Evrópusamtakanna.
Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Vísindi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira