Hinsegin Reykjavík – borgin okkar allra Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 8. ágúst 2018 07:00 Góð borg einkennist af fjölmörgu. Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga í vor varð okkur tíðrætt um frjálslynda og jafnréttissinnaða borg þar sem íbúar eru jafnir, án tillits til kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna eða annars. Það er því góð tilfinning að koma að stjórn borgar með meirihluta sem leggur áherslu á mannréttindi og velsæld allra íbúa sinna. Hinsegin dagar eru í raun merkileg hátíð – grasrótarviðburður sem berst fyrir jafnrétti og sýnileika en setur um leið gleðina á oddinn og gæðir borgina okkar lit og lífi. Í gegnum tíðina hefur hinsegin fólk mátt þola fordóma, skerðingu á frelsi og því miður ofbeldi. Það er því ekki annað hægt en að fagna þeim miklu breytingum sem orðið hafa á síðustu áratugum en á sama tíma er það deginum ljósara að við verðum að halda áfram á sömu braut. Það er sorgleg staðreynd að réttindi sem náðst hafa með þrotlausri baráttu geta verið tekin aftur líkt og erlend dæmi sanna og því verðum við að vera samtaka á vitundarvaktinni. Við munum hér eftir sem hingað til láta verkin tala í þágu frjálslyndis og jafnréttis og ég mun svo sannarlega gera hvað ég get svo Reykjavíkurborg leggi áfram sitt af mörkum og fari áfram með góðu fordæmi eins og borgin hefur gert í áraraðir. Fyrr á þessu ári sótti borgin um inngöngu í samtök regnbogaborga (Rainbow Cities Network) með það að markmiði að staðfesta einlægan ásetning sinn um að virða og styðja fjölbreytileikann. Við viljum fjölbreytta borg fyrir alla, sem byggir á mannréttindum og frjálslyndi. Mér er það því bæði ljúft og skylt að taka virkan þátt í Hinsegin dögum og hlakka mikið til að ganga í gleðigöngunni á laugardaginn í nafni mannréttinda, frelsis og betra samfélags.Höfundur er formaður borgarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Góð borg einkennist af fjölmörgu. Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga í vor varð okkur tíðrætt um frjálslynda og jafnréttissinnaða borg þar sem íbúar eru jafnir, án tillits til kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna eða annars. Það er því góð tilfinning að koma að stjórn borgar með meirihluta sem leggur áherslu á mannréttindi og velsæld allra íbúa sinna. Hinsegin dagar eru í raun merkileg hátíð – grasrótarviðburður sem berst fyrir jafnrétti og sýnileika en setur um leið gleðina á oddinn og gæðir borgina okkar lit og lífi. Í gegnum tíðina hefur hinsegin fólk mátt þola fordóma, skerðingu á frelsi og því miður ofbeldi. Það er því ekki annað hægt en að fagna þeim miklu breytingum sem orðið hafa á síðustu áratugum en á sama tíma er það deginum ljósara að við verðum að halda áfram á sömu braut. Það er sorgleg staðreynd að réttindi sem náðst hafa með þrotlausri baráttu geta verið tekin aftur líkt og erlend dæmi sanna og því verðum við að vera samtaka á vitundarvaktinni. Við munum hér eftir sem hingað til láta verkin tala í þágu frjálslyndis og jafnréttis og ég mun svo sannarlega gera hvað ég get svo Reykjavíkurborg leggi áfram sitt af mörkum og fari áfram með góðu fordæmi eins og borgin hefur gert í áraraðir. Fyrr á þessu ári sótti borgin um inngöngu í samtök regnbogaborga (Rainbow Cities Network) með það að markmiði að staðfesta einlægan ásetning sinn um að virða og styðja fjölbreytileikann. Við viljum fjölbreytta borg fyrir alla, sem byggir á mannréttindum og frjálslyndi. Mér er það því bæði ljúft og skylt að taka virkan þátt í Hinsegin dögum og hlakka mikið til að ganga í gleðigöngunni á laugardaginn í nafni mannréttinda, frelsis og betra samfélags.Höfundur er formaður borgarráðs
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun