Aron Einar: Ég treysti KSÍ alveg fyrir þessu og er spenntur að vinna með öðrum Svía Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2018 08:30 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann tjáði sig um næsta landsliðsþjálfara Íslands, Svíann Erik Hamrén. Erik Hamrén hefur sagt starfi sínu lausu hjá Mamelodi Sundowns og suður-afríska félagið hefur staðfest að Hamrén sé að fara að taka við íslenska landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn er sáttur með nýja þjálfarann en hann var líka spurður út í stöðuna á honum sjálfum. Enska úrvalsdeildin hefst um næstu helgi. „Skrokkurinn er allt í lagi og hann er að koma til. Ég spilaði inn í meiðslin í lok tímabilsins og fékk þá ekki þá endurhæfingu eftir meiðslin sem ég þurfti. Ég var að reyna að flýta öllu til að reyna að ná HM. Það spilar aðeins inn í það hvar ég stend í dag,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. „Þeir hjá Cardiff vita þetta og hafa byggt mig hægt og rólega upp. Ég verð aðeins til hliðar í byrjun tímabilsins og tek þá auka styrktaræfingar frekar en að fara á æfingu og spila leiki,“ sagði Aron Einar. „Ég fann kannski ekki beint mikið fyrir þessum meiðslum á HM en ég fann fyrir þeim í undirbúningnum. Þar var mikil keyrsla og mikið lagt í það að ná sér góðum. Ég var ekki leikklár en ég var búinn að æfa mikið, hjóla mikið og synda mikið. Þegar kemur að fótboltanum sjálfum þá var ég ekki í nógu góðu formi og ég fann það sjálfur. Það sást örugglega á mér þótt að ég hafi verið að reyna að fela það,“ sagði Aron Einar „Þetta gekk samt framar vonum og ég náði mótinu sem fólk reiknaði kannski ekki með því ég var meiddur á báðum löppum en ekki bara á einni löpp,“ sagði Aron Einar. Aron Einar fór líka yfir heimsmeistaramótið í Rússlandi þar sem Ísland var hársbreidd frá þvi að komast í sextán liða úrslitin. Næst á dagskrá er Þjóðardeildin og þar verður þjálfari Íslands Svíinn Erik Hamrén. „Ég þekki hann ekkert. Ég átti ágætis spjall við Guðna (Begsson, formann KSÍ), fyrir nokkum dögum þar sem við vorum að spjalla um hann. Hann var þá búinn að tala við Hamrén. Þetta hljómar mjög vel,“ sagði Aron Einar „Sumt sem maður hefur lesið hljómar vel en svo er annað sem maður sér. Fólk hefur skoðun á þjálfurum eins og það hefur á leikmönnum. Ég treysti KSÍ alveg fyrir þessu og það verður fróðlegt. Ég er spenntur ef þetta gerist og ég er spenntur að vinna með öðrum Svía,“ sagði Aron Einar „Það er alveg á hreinu að við þurfum að halda í okkar gildi. Við vitum hvað við erum góðir í. Það verða einhverjar breytingar og það verða einhverjir ungir peyjar sem koma inn í þetta. Við þurfum líka að sýna þeim hvað við höfum gert til þess að ná þessum árangri,“ sagði Aron Einar. „Með nýjum þjálfara og nýjum áherslum þá bætum við okkur í einhverju sem við höfum ekki verið nógu góðir í. Það er bara bónus en við þurfum að halda í okkar gildi og þau hafa alltaf verið þau sömu,“ sagði Aron Einar Það má heyra allt viðtalið við Aron Einar með því að smella á spilarann hér fyrir ofan eða hér fyrir neðan. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Í beinni: Álftanes - Grindavík | Tvö taplaus í Kaldalónshöllinni Körfubolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Í beinni: KR - Þór Þ. | Heldur fullkomin byrjun KR áfram? Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann tjáði sig um næsta landsliðsþjálfara Íslands, Svíann Erik Hamrén. Erik Hamrén hefur sagt starfi sínu lausu hjá Mamelodi Sundowns og suður-afríska félagið hefur staðfest að Hamrén sé að fara að taka við íslenska landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn er sáttur með nýja þjálfarann en hann var líka spurður út í stöðuna á honum sjálfum. Enska úrvalsdeildin hefst um næstu helgi. „Skrokkurinn er allt í lagi og hann er að koma til. Ég spilaði inn í meiðslin í lok tímabilsins og fékk þá ekki þá endurhæfingu eftir meiðslin sem ég þurfti. Ég var að reyna að flýta öllu til að reyna að ná HM. Það spilar aðeins inn í það hvar ég stend í dag,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. „Þeir hjá Cardiff vita þetta og hafa byggt mig hægt og rólega upp. Ég verð aðeins til hliðar í byrjun tímabilsins og tek þá auka styrktaræfingar frekar en að fara á æfingu og spila leiki,“ sagði Aron Einar. „Ég fann kannski ekki beint mikið fyrir þessum meiðslum á HM en ég fann fyrir þeim í undirbúningnum. Þar var mikil keyrsla og mikið lagt í það að ná sér góðum. Ég var ekki leikklár en ég var búinn að æfa mikið, hjóla mikið og synda mikið. Þegar kemur að fótboltanum sjálfum þá var ég ekki í nógu góðu formi og ég fann það sjálfur. Það sást örugglega á mér þótt að ég hafi verið að reyna að fela það,“ sagði Aron Einar „Þetta gekk samt framar vonum og ég náði mótinu sem fólk reiknaði kannski ekki með því ég var meiddur á báðum löppum en ekki bara á einni löpp,“ sagði Aron Einar. Aron Einar fór líka yfir heimsmeistaramótið í Rússlandi þar sem Ísland var hársbreidd frá þvi að komast í sextán liða úrslitin. Næst á dagskrá er Þjóðardeildin og þar verður þjálfari Íslands Svíinn Erik Hamrén. „Ég þekki hann ekkert. Ég átti ágætis spjall við Guðna (Begsson, formann KSÍ), fyrir nokkum dögum þar sem við vorum að spjalla um hann. Hann var þá búinn að tala við Hamrén. Þetta hljómar mjög vel,“ sagði Aron Einar „Sumt sem maður hefur lesið hljómar vel en svo er annað sem maður sér. Fólk hefur skoðun á þjálfurum eins og það hefur á leikmönnum. Ég treysti KSÍ alveg fyrir þessu og það verður fróðlegt. Ég er spenntur ef þetta gerist og ég er spenntur að vinna með öðrum Svía,“ sagði Aron Einar „Það er alveg á hreinu að við þurfum að halda í okkar gildi. Við vitum hvað við erum góðir í. Það verða einhverjar breytingar og það verða einhverjir ungir peyjar sem koma inn í þetta. Við þurfum líka að sýna þeim hvað við höfum gert til þess að ná þessum árangri,“ sagði Aron Einar. „Með nýjum þjálfara og nýjum áherslum þá bætum við okkur í einhverju sem við höfum ekki verið nógu góðir í. Það er bara bónus en við þurfum að halda í okkar gildi og þau hafa alltaf verið þau sömu,“ sagði Aron Einar Það má heyra allt viðtalið við Aron Einar með því að smella á spilarann hér fyrir ofan eða hér fyrir neðan.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Í beinni: Álftanes - Grindavík | Tvö taplaus í Kaldalónshöllinni Körfubolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Í beinni: KR - Þór Þ. | Heldur fullkomin byrjun KR áfram? Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Sjá meira