Bölvuð kaldhæðnin G. Pétur Matthíasson skrifar 7. ágúst 2018 07:00 Við hjá Vegagerðinni fáum okkar skammt af skömmum í þjóðfélaginu. Það verður að segjast eins og er að stundum finnst okkur blessað veðrið, rigningartíðin, skapi ekki bara vandamál í viðhaldi og framkvæmdum heldur líka í framkomu sumra á samfélagsmiðlum sérstaklega en jafnvel líka í dagblöðunum. Okkur finnst stundum það vera sama fólkið sem lætur hæst þegar holurnar myndast í malbikinu þegar veturinn losar tökin og sem lætur hæst yfir þeirri ósvinnu Vegagerðarinnar að sinna viðhaldi á sumrin. Sinna framkvæmdum þannig að stundum kemur til þess að fólk þurfi að bíða nokkra stund eða fara hjáleið til að komast heim til sín. En við vinnum ekki í tómarúmi, vegakerfið er í notkun allan sólarhringinn en þarfnast samt viðhalds og framkvæmda. Við erum skömmuð fyrir að sinna þessum verkum á nóttunni og við erum skömmuð fyrir að sinna þessum verkum á daginn. Það er vandlifað. En við tökum þessu yfirleitt með rósemi og yfirvegun. Það er heldur ekki svo að allt sem Vegagerðin gerir sé fullkomið, okkur verða á mistök líkt og öllum öðrum, við gætum eflaust líka skipulagt sumt betur. Þess vegna tökum við allri gagnrýni vel og skoðum hvað liggur að baki og breytum verklagi ef rétt reynist. Okkur þykir vænt um að fá ábendingar þótt þær virki stundum sem skammir, okkur þykir þó heldur vænna um uppbyggilega gagnrýni en vænst þykir okkur auðvitað um hrósið sem kemur alveg fyrir að við fáum. Það er ekki svo að allt sé í kalda koli á vegum landsins. Það má minna á að á sl. 30 – 40 árum hefur ekki bara einbreiðum brúm fækkað til muna heldur hefur vegakerfið farið úr 359 km af bundnu slitlagi (1980) í nærri 6.000 km af bundnu slitlagi. Einbreiðar brýr á hringveginum voru 132 árið 1991 en 39 í árslok 2017 og fækkar enn um þrjár á næstunni. Nýir vegir hafa verið lagðir og gamlir endurnýjaðir svo hundruðum km skiptir. Jarðgöng hafa verið grafin víða um land og stórbrýr byggðar. Margt hefur verið gert en það breytir því ekki að verkefnin eru æði mörg á 13.000 km löngu vegakerfi. Vegagerðin hefur lagt áherslu á að ekki megi láta viðhaldið sitja á hakanum því þá eigum við hættu á að tapa því sem við höfum byggt upp á undanförnum áratugum. Við þessir 300 starfsmenn Vegagerðarinnar sem höfum starfsstöðvar á 20 stöðum á landinu öllu munum áfram vinna okkar ótrúlega fjölbreyttu verk þrátt fyrir hvatningu á baksíðu Fréttablaðsins þann 2. ágúst að réttast væri að flengja okkur öll og reka alla yfirmenn. Enda teljum við nú að þar hafi höfundur beitt fyrir sig kaldhæðni okkur til stuðnings þótt margir kunni að hafa misskilið það.Höfundur er forstöðumaður samskiptasviðs Vegagerðarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Bölvuð Vegagerðin Að keyra um landið er eitthvað sem ætti að vera góð skemmtun. 2. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Við hjá Vegagerðinni fáum okkar skammt af skömmum í þjóðfélaginu. Það verður að segjast eins og er að stundum finnst okkur blessað veðrið, rigningartíðin, skapi ekki bara vandamál í viðhaldi og framkvæmdum heldur líka í framkomu sumra á samfélagsmiðlum sérstaklega en jafnvel líka í dagblöðunum. Okkur finnst stundum það vera sama fólkið sem lætur hæst þegar holurnar myndast í malbikinu þegar veturinn losar tökin og sem lætur hæst yfir þeirri ósvinnu Vegagerðarinnar að sinna viðhaldi á sumrin. Sinna framkvæmdum þannig að stundum kemur til þess að fólk þurfi að bíða nokkra stund eða fara hjáleið til að komast heim til sín. En við vinnum ekki í tómarúmi, vegakerfið er í notkun allan sólarhringinn en þarfnast samt viðhalds og framkvæmda. Við erum skömmuð fyrir að sinna þessum verkum á nóttunni og við erum skömmuð fyrir að sinna þessum verkum á daginn. Það er vandlifað. En við tökum þessu yfirleitt með rósemi og yfirvegun. Það er heldur ekki svo að allt sem Vegagerðin gerir sé fullkomið, okkur verða á mistök líkt og öllum öðrum, við gætum eflaust líka skipulagt sumt betur. Þess vegna tökum við allri gagnrýni vel og skoðum hvað liggur að baki og breytum verklagi ef rétt reynist. Okkur þykir vænt um að fá ábendingar þótt þær virki stundum sem skammir, okkur þykir þó heldur vænna um uppbyggilega gagnrýni en vænst þykir okkur auðvitað um hrósið sem kemur alveg fyrir að við fáum. Það er ekki svo að allt sé í kalda koli á vegum landsins. Það má minna á að á sl. 30 – 40 árum hefur ekki bara einbreiðum brúm fækkað til muna heldur hefur vegakerfið farið úr 359 km af bundnu slitlagi (1980) í nærri 6.000 km af bundnu slitlagi. Einbreiðar brýr á hringveginum voru 132 árið 1991 en 39 í árslok 2017 og fækkar enn um þrjár á næstunni. Nýir vegir hafa verið lagðir og gamlir endurnýjaðir svo hundruðum km skiptir. Jarðgöng hafa verið grafin víða um land og stórbrýr byggðar. Margt hefur verið gert en það breytir því ekki að verkefnin eru æði mörg á 13.000 km löngu vegakerfi. Vegagerðin hefur lagt áherslu á að ekki megi láta viðhaldið sitja á hakanum því þá eigum við hættu á að tapa því sem við höfum byggt upp á undanförnum áratugum. Við þessir 300 starfsmenn Vegagerðarinnar sem höfum starfsstöðvar á 20 stöðum á landinu öllu munum áfram vinna okkar ótrúlega fjölbreyttu verk þrátt fyrir hvatningu á baksíðu Fréttablaðsins þann 2. ágúst að réttast væri að flengja okkur öll og reka alla yfirmenn. Enda teljum við nú að þar hafi höfundur beitt fyrir sig kaldhæðni okkur til stuðnings þótt margir kunni að hafa misskilið það.Höfundur er forstöðumaður samskiptasviðs Vegagerðarinnar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun