Facebook stekkur inn á stefnumótamarkaðinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2018 17:42 Brátt mun Facebook bjóða notendum upp á stefnumótaþjónustu. Vísir/Getty Samfélagsmiðlarisinn Facebook mun í náinni framtíð bjóða notendum sínum upp á stefnumótaeiginleika, ekki ósvipað smáforritinu Tinder. Viðbótin mun bera nafnið Facebook Dating og er talið að henni verði hleypt af stokkunum í febrúar á næsta ári. Viðbótin er eins og stendur í prófun meðal starfsmanna Facebook. Viðbótin mun para fólk saman byggt á nokkrum mismunandi þáttum, svo sem sameiginlegum vinum og áhugamálum, auk þess sem notendur geta sérstillt hverju þeir leita að í fari mögulegra framtíðarsálufélaga.Facebook tilkynnti áform sín um að halda út á stefnumótamarkaðinn fyrst í maí síðastliðinn, en nú hefur fengist staðfest að samfélagsmiðlarisinn mun ekki gefa út forrit sérstaklega ætlað til makaleitar, heldur verður Facebook Dating viðbót við sjálft Facebook-forritið. Facebook Dating mun bjóða upp á ýmsa aðlögunarfítusa sem gera notkun á viðbótinni eins persónulega og hægt er. Til að mynda verður í boði fyrir notendur að skilgreina sig á fleiri vegu en sem karlkyns eða kvenkyns. Einnig geta notendur ákveðið hvort þeir fela aðgang sinn í viðbótinni fyrir fésbókarvinum sínum sem kunna að vera á Facebook Dating. Ákveði tvær manneskjur að lýsa yfir áhuga hvor á annarri mun viðbótin síðan tengja þau saman á skilaboðaforritunum Messenger eða WhatsApp, sem bæði eru á vegum Facebook. Viðbótin verður eingöngu í boði fyrir þá sem teljast fullorðnir í sínu heimalandi, þannig að viðbótin verður opin öllum 18 ára og eldri hér á landi. Tækni Tengdar fréttir Facebook býður upp á stefnumótaþjónstu Mark Zuckerberg, forstöðumaður Facebook segir að fyrirtækið muni brátt bjóða upp á stefnumótaþjónustu. 1. maí 2018 19:56 Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook mun í náinni framtíð bjóða notendum sínum upp á stefnumótaeiginleika, ekki ósvipað smáforritinu Tinder. Viðbótin mun bera nafnið Facebook Dating og er talið að henni verði hleypt af stokkunum í febrúar á næsta ári. Viðbótin er eins og stendur í prófun meðal starfsmanna Facebook. Viðbótin mun para fólk saman byggt á nokkrum mismunandi þáttum, svo sem sameiginlegum vinum og áhugamálum, auk þess sem notendur geta sérstillt hverju þeir leita að í fari mögulegra framtíðarsálufélaga.Facebook tilkynnti áform sín um að halda út á stefnumótamarkaðinn fyrst í maí síðastliðinn, en nú hefur fengist staðfest að samfélagsmiðlarisinn mun ekki gefa út forrit sérstaklega ætlað til makaleitar, heldur verður Facebook Dating viðbót við sjálft Facebook-forritið. Facebook Dating mun bjóða upp á ýmsa aðlögunarfítusa sem gera notkun á viðbótinni eins persónulega og hægt er. Til að mynda verður í boði fyrir notendur að skilgreina sig á fleiri vegu en sem karlkyns eða kvenkyns. Einnig geta notendur ákveðið hvort þeir fela aðgang sinn í viðbótinni fyrir fésbókarvinum sínum sem kunna að vera á Facebook Dating. Ákveði tvær manneskjur að lýsa yfir áhuga hvor á annarri mun viðbótin síðan tengja þau saman á skilaboðaforritunum Messenger eða WhatsApp, sem bæði eru á vegum Facebook. Viðbótin verður eingöngu í boði fyrir þá sem teljast fullorðnir í sínu heimalandi, þannig að viðbótin verður opin öllum 18 ára og eldri hér á landi.
Tækni Tengdar fréttir Facebook býður upp á stefnumótaþjónstu Mark Zuckerberg, forstöðumaður Facebook segir að fyrirtækið muni brátt bjóða upp á stefnumótaþjónustu. 1. maí 2018 19:56 Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Facebook býður upp á stefnumótaþjónstu Mark Zuckerberg, forstöðumaður Facebook segir að fyrirtækið muni brátt bjóða upp á stefnumótaþjónustu. 1. maí 2018 19:56