Dósent í viðskiptafræði segir lífeyriskerfið valda því að kjör margra aldraðra séu skert Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 5. ágúst 2018 13:31 Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir lífeyriskerfið valda því að kjör margra aldraðra séu skert á meðan börnin þeirra muni að öllum líkindum fá betri tekjur. Þá geti stærð lífeyrissjóðanna á verðbréfa-og hlutabréfamarkaði hér á landi búið til samkeppnisvanda. Vísir/Sigurjón Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir lífeyriskerfið valda því að kjör margra aldraðra séu skert á meðan börnin þeirra muni að öllum líkindum fá betri tekjur. Þá geti stærð lífeyrissjóðanna á verðbréfa-og hlutabréfamarkaði hér á landi búið til samkeppnisvanda. Gylfi ræddi um lífeyrissjóðakerfið á Sprengisandi í morgun. Hann segir mikilvægt að spyrja gagnrýninna spurninga í ljósi þess að lífeyrissjóðakerfið muni stækka hraðar en hagkerfið á næstu áratugum. „Það gæti verið stöðugra kerfi sem krefðist ekki jafn mikillar sjóðssöfnunar að styrkja frekar það sem kallað er gegnumstreymisstoð, það er að segja peninga sem ekki fara í sjóð heldur renna jafnharðan frá þeim sem greiða iðgjöld til þeirra sem eru að þiggja lífeyri. Það væri að mínu mati minni áhætta að auka aðeins vægi þess og veðja á aðeins minni sjóðssöfnun.“ Hann segir að margir lífeyrisþegar búi við skert kjör. „Stefnan hefur verið í meira eða minna hálfa öld að sjóðssöfnun lífeyriskerfisins komi í staðinn fyrir gegnumstreymiskerfið sem hefur verið fyrst og fremst á hendi Tryggingastofnunar. Ekki eru allir ánægðir með það og heyrast mjög háværar gagnrýnisraddir frá öldruðum, og þeim sem hugsa um hag þeirra, sem benda einfaldlega á að núna fá menn nánast ekkert, í mörgum tilfellum frá Tryggingastofnun, en eru um leið ekki með neitt sérstaklega góð réttindi í lífeyrissjóðakerfinu sem þýðir auðvitað að heildartekjur eru ekkert mjög góðar hjá mörgum þeirra sem eru nú á eftirlaunum. Síðan horfa menn á það að yngra fólk, fólk sem er um fimmtugt eða yngra, það mun vera með, fyrirsjáanlega, talsvert betri réttindi í lífeyriskerfinu og fyrir það er kannski allt í lagi að Tryggingastofnun borgi ekki neitt því það verður með það góð réttindi frá lífeyrissjóðunum.“ Gylfi segir lífeyrissjóðina hafa gríðarleg efnahagsleg áhrif og telur að stærð þeirra á hlutabréfa-og skuldabréfamarkaði geti skapað vanda. „Því fylgja auðvitað ýmis vandamál ef að einn hópur stofnana, eða hvað sem við viljum kalla þetta, á orðið megnið af öllum verðbréfum á landinu; af skuldabréfum og hlutabréfum, það er einfaldlega erfitt fyrir markaðinn og þar með er búið til samkeppnisvandamál,“ segir Gylfi.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Gylfa á Sprengisandi í heild sinni. Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir lífeyriskerfið valda því að kjör margra aldraðra séu skert á meðan börnin þeirra muni að öllum líkindum fá betri tekjur. Þá geti stærð lífeyrissjóðanna á verðbréfa-og hlutabréfamarkaði hér á landi búið til samkeppnisvanda. Gylfi ræddi um lífeyrissjóðakerfið á Sprengisandi í morgun. Hann segir mikilvægt að spyrja gagnrýninna spurninga í ljósi þess að lífeyrissjóðakerfið muni stækka hraðar en hagkerfið á næstu áratugum. „Það gæti verið stöðugra kerfi sem krefðist ekki jafn mikillar sjóðssöfnunar að styrkja frekar það sem kallað er gegnumstreymisstoð, það er að segja peninga sem ekki fara í sjóð heldur renna jafnharðan frá þeim sem greiða iðgjöld til þeirra sem eru að þiggja lífeyri. Það væri að mínu mati minni áhætta að auka aðeins vægi þess og veðja á aðeins minni sjóðssöfnun.“ Hann segir að margir lífeyrisþegar búi við skert kjör. „Stefnan hefur verið í meira eða minna hálfa öld að sjóðssöfnun lífeyriskerfisins komi í staðinn fyrir gegnumstreymiskerfið sem hefur verið fyrst og fremst á hendi Tryggingastofnunar. Ekki eru allir ánægðir með það og heyrast mjög háværar gagnrýnisraddir frá öldruðum, og þeim sem hugsa um hag þeirra, sem benda einfaldlega á að núna fá menn nánast ekkert, í mörgum tilfellum frá Tryggingastofnun, en eru um leið ekki með neitt sérstaklega góð réttindi í lífeyrissjóðakerfinu sem þýðir auðvitað að heildartekjur eru ekkert mjög góðar hjá mörgum þeirra sem eru nú á eftirlaunum. Síðan horfa menn á það að yngra fólk, fólk sem er um fimmtugt eða yngra, það mun vera með, fyrirsjáanlega, talsvert betri réttindi í lífeyriskerfinu og fyrir það er kannski allt í lagi að Tryggingastofnun borgi ekki neitt því það verður með það góð réttindi frá lífeyrissjóðunum.“ Gylfi segir lífeyrissjóðina hafa gríðarleg efnahagsleg áhrif og telur að stærð þeirra á hlutabréfa-og skuldabréfamarkaði geti skapað vanda. „Því fylgja auðvitað ýmis vandamál ef að einn hópur stofnana, eða hvað sem við viljum kalla þetta, á orðið megnið af öllum verðbréfum á landinu; af skuldabréfum og hlutabréfum, það er einfaldlega erfitt fyrir markaðinn og þar með er búið til samkeppnisvandamál,“ segir Gylfi.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Gylfa á Sprengisandi í heild sinni.
Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent