Hey til Noregs skal heilbrigðisvottað Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. ágúst 2018 12:30 Hægt er að nálgast upplýsingar um varnarsvæði Íslands á vefnum mast.is. Tæplega fjörutíu bú og átta af tuttuguogfimm varnarsvæðum á landinu hafa ekki leyfi til að flytja út hey til Noregs, ýmist vegna þess að þar hefur komið upp garnaveiki eða riða. Þeir sem hyggjast flytja út hey til Noregs eiga að senda beiðni um heilbrigðisvottorð á Matvælastofnun. Vegna mikilla þurrka í Noregi síðustu vikur er víða skortur á heyi og hafa Norðmenn því leitað til annarra landa, m.a. til Íslands vegna innflutnings á heyi. Slíkum innflutningi getur þó fylgt áhætta þar sem smitefni geta borist á milli dýra með þessum hætti. Matvælastofnun hefur átt í viðræðum við systurstofnun sína í Noregi, Mattilsynet, til þess að fá úr því skorið hvaða kröfur íslenskir heyframleiðendur þurfa að uppfylla til að geta flutt hey til Noregs. Á vef Matvælastofnunar kemur fram að heimilt er að flytja hey til Noregs frá svæðum þar sem ekki eru í gildi höft vegna smitandi dýrasjúkdóma. Landinu er skipt upp í 25 varnarsvæði og vegna riðu má ekki flytja út hey frá átta þeirra. Þá hefur komið upp garnaveiki á 39 bæjum á undanförnum tíu ár og því óheimilt að flytja út hey þaðan. Á vef Mattilsynet kemur fram að það er innflytjandinn í Noregi sem er ábyrgur fyrir því að heyið feli ekki í sér áhættu fyrir dýr, menn eða plöntur; að það sé ræktað við aðstæður sem samræmast kröfum Evrópusambandsins og að það mengist ekki við vinnslu, flutning og geymslu. Hey sem flutt er frá Íslandi til Noregs verður flutt beint á skilgreindar landamærastöðvar í Noregi þar sem innflutningseftirlit fer fram. Heilbrigðisvottorð útgefið af Matvælastofnun eigi fylgja hverri sendingu af heyi. Þá geti mögulega verið óskað frekari gagna svo sem yfirlýsingu framleiðanda um að húsdýraáburður hafi ekki verið notaður á framleiðsluárinu. Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Sjá meira
Tæplega fjörutíu bú og átta af tuttuguogfimm varnarsvæðum á landinu hafa ekki leyfi til að flytja út hey til Noregs, ýmist vegna þess að þar hefur komið upp garnaveiki eða riða. Þeir sem hyggjast flytja út hey til Noregs eiga að senda beiðni um heilbrigðisvottorð á Matvælastofnun. Vegna mikilla þurrka í Noregi síðustu vikur er víða skortur á heyi og hafa Norðmenn því leitað til annarra landa, m.a. til Íslands vegna innflutnings á heyi. Slíkum innflutningi getur þó fylgt áhætta þar sem smitefni geta borist á milli dýra með þessum hætti. Matvælastofnun hefur átt í viðræðum við systurstofnun sína í Noregi, Mattilsynet, til þess að fá úr því skorið hvaða kröfur íslenskir heyframleiðendur þurfa að uppfylla til að geta flutt hey til Noregs. Á vef Matvælastofnunar kemur fram að heimilt er að flytja hey til Noregs frá svæðum þar sem ekki eru í gildi höft vegna smitandi dýrasjúkdóma. Landinu er skipt upp í 25 varnarsvæði og vegna riðu má ekki flytja út hey frá átta þeirra. Þá hefur komið upp garnaveiki á 39 bæjum á undanförnum tíu ár og því óheimilt að flytja út hey þaðan. Á vef Mattilsynet kemur fram að það er innflytjandinn í Noregi sem er ábyrgur fyrir því að heyið feli ekki í sér áhættu fyrir dýr, menn eða plöntur; að það sé ræktað við aðstæður sem samræmast kröfum Evrópusambandsins og að það mengist ekki við vinnslu, flutning og geymslu. Hey sem flutt er frá Íslandi til Noregs verður flutt beint á skilgreindar landamærastöðvar í Noregi þar sem innflutningseftirlit fer fram. Heilbrigðisvottorð útgefið af Matvælastofnun eigi fylgja hverri sendingu af heyi. Þá geti mögulega verið óskað frekari gagna svo sem yfirlýsingu framleiðanda um að húsdýraáburður hafi ekki verið notaður á framleiðsluárinu.
Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Sjá meira