Hafa rætt við Hamrén Ingvi Þór skrifar 3. ágúst 2018 06:15 Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að viðræður við Hamrén hafi átt sér stað. Vísir/Getty Knattspyrnusamband Íslands hefur rætt við Svíann Erik Hamrén um að taka við þjálfun íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Leitin að nýjum landsliðsþjálfara hefur staðið yfir síðan Heimir Hallgrímsson tilkynnti að hann væri hættur um miðjan síðasta mánuð. Fótbolti.net greindi fyrst frá því að KSÍ hefði átt í viðræðum við Hamrén. Í frétt vefmiðilsins kom fram að viðræðurnar væru langt á veg komnar. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að viðræður við Hamrén hafi átt sér stað. „Við höfum rætt við Erik Hamrén,“ sagði Guðni en vildi ekki tjá sig nánar um hversu langt viðræðurnar væru komnar. Hann sagði þó að Hamrén væri ekki sá eini sem KSÍ hefði rætt við um að taka við landsliðinu. „Við höfum ekki bara rætt við hann heldur fleiri,“ sagði Guðni. Hamrén, sem er 61 árs, þjálfaði sænska landsliðið á árunum 2009-16. Hann tók við þjálfun þess af Lars Lagerbäck sem stýrði seinna íslenska landsliðinu ásamt Heimi með frábærum árangri. Undir stjórn Hamréns komst Svíþjóð á EM 2012 og 2016 en ekki á HM 2014. Sænska liðið vann 45 af 83 leikjum sínum með Hamrén við stjórnvölinn. Auk þess að hafa verið landsliðsþjálfari Svíþjóðar hefur Hamrén stýrt félagsliðum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku á 30 ára þjálfaraferli. Hann gerði AaB að dönskum meisturum 2008 og Rosenborg að Noregsmeisturum 2009 og 2010. Þá gerði hann bæði AIK og Örgryte að bikarmeisturum í Svíþjóð á sínum tíma. Hamrén hefur ekki þjálfað síðan hann hætti með sænska landsliðið eftir EM í Frakklandi 2016. Á morgun eru fimm vikur í næsta leik íslenska landsliðsins. Það mætir þá Sviss í St. Gallen í fyrsta leik sínum í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildar UEFA. Guðni vonast til að ráða nýjan landsliðsþjálfara áður en langt um líður. „Ég vona að það verði fljótlega. En fæst orð bera minnsta ábyrgð í þessu,“ sagði formaðurinn að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur rætt við Svíann Erik Hamrén um að taka við þjálfun íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Leitin að nýjum landsliðsþjálfara hefur staðið yfir síðan Heimir Hallgrímsson tilkynnti að hann væri hættur um miðjan síðasta mánuð. Fótbolti.net greindi fyrst frá því að KSÍ hefði átt í viðræðum við Hamrén. Í frétt vefmiðilsins kom fram að viðræðurnar væru langt á veg komnar. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að viðræður við Hamrén hafi átt sér stað. „Við höfum rætt við Erik Hamrén,“ sagði Guðni en vildi ekki tjá sig nánar um hversu langt viðræðurnar væru komnar. Hann sagði þó að Hamrén væri ekki sá eini sem KSÍ hefði rætt við um að taka við landsliðinu. „Við höfum ekki bara rætt við hann heldur fleiri,“ sagði Guðni. Hamrén, sem er 61 árs, þjálfaði sænska landsliðið á árunum 2009-16. Hann tók við þjálfun þess af Lars Lagerbäck sem stýrði seinna íslenska landsliðinu ásamt Heimi með frábærum árangri. Undir stjórn Hamréns komst Svíþjóð á EM 2012 og 2016 en ekki á HM 2014. Sænska liðið vann 45 af 83 leikjum sínum með Hamrén við stjórnvölinn. Auk þess að hafa verið landsliðsþjálfari Svíþjóðar hefur Hamrén stýrt félagsliðum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku á 30 ára þjálfaraferli. Hann gerði AaB að dönskum meisturum 2008 og Rosenborg að Noregsmeisturum 2009 og 2010. Þá gerði hann bæði AIK og Örgryte að bikarmeisturum í Svíþjóð á sínum tíma. Hamrén hefur ekki þjálfað síðan hann hætti með sænska landsliðið eftir EM í Frakklandi 2016. Á morgun eru fimm vikur í næsta leik íslenska landsliðsins. Það mætir þá Sviss í St. Gallen í fyrsta leik sínum í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildar UEFA. Guðni vonast til að ráða nýjan landsliðsþjálfara áður en langt um líður. „Ég vona að það verði fljótlega. En fæst orð bera minnsta ábyrgð í þessu,“ sagði formaðurinn að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira