Rússar sagðir reyna áfram að grafa undan kosningum í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 2. ágúst 2018 21:29 Dan Coats (f.m.) ásamt Christopher Wray, forstjóra FBI, (t.v.) og Paul Nakasone, forstjóra Þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA (t.h.). Vísir/EPA Yfirmenn þjóðaröryggismála í Bandaríkjunum saka rússnesk stjórnvöld um að halda áfram að reyna að grafa undan kosningum þar í landi. Gripið hafi verið til umfangsmikilla ráðstafana til þess að tryggja öryggi þingkosninga sem fara fram í haust. Dan Coats, leyniþjónustustjóri Bandaríkjanna, og John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta voru á meðal háttsettra embættismanna sem sögðu fréttamönnum í Hvíta húsinu í dag að líkt og fyrir forsetakosningarnar árið 2016 standi Rússar nú í leynilegum aðgerðum til að hafa áhrif á þingkosningarnar í nóvember. „Hvað varðar afskipti Rússa af þingkosningunum höldum við áfram að sjá gegnsýrandi áróðursherferð af hálfu Rússlands til þess að veikja og sundra Bandaríkjunum,“ fullyrti Coats, að sögn Washington Post. Ógnin væri raunveruleg og bandarísk yfirvöld gerðu nú allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja traust bandarísku þjóðarinnar á kosningunum. Fleiri þjóðir gætu einnig reynt að skipta sér af kosningunum í haust.Afdráttarlausari en forsetinn Aðgerðir Rússa eru sagðar beinast að tilraunum til að draga úr kjörsókn, veita fé ólöglega inn í kosningabaráttuna, tölvuárásum á kosningakerfi ríkja og tölvuinnbrot hjá stjórnmálamönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Skilaboð þjóðaröryggisleiðtogana voru umtalsvert skýrari varðandi afskipti Rússa en Trump forseti hefur sjálfur verið tilbúinn að senda frá sér. Hann hefur ítrekað efast um niðurstöðu leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna um að Rússar hafi beitt sér í forsetakosningunum þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari fyrir tveimur árum. Á leiðtogafundi með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Helsinki í Finnlandi fyrir þremur vikum sagði Trump meðal annars að hann sæi enga ástæðu fyrir því að Rússar hefðu viljað hafa áhrif á kosningarnar og sagði að Pútín hefði eindregið neitað sök. Rannsókn stendur nú yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda fyrir kosningarnar árið 2016. Trump hefur hafnað því alfarið og kallað rannsóknina „nornaveiðar“. Nokkrir Rússar hafa verið ákæðrir í tengslum við rannsóknina fyrir að hafa staðið fyrir áróðursherferð á samfélagsmiðlum til þess að hafa áhrif á bandaríska kjósendur og skapa sundrungu á meðal þeirra. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Yfirmenn þjóðaröryggismála í Bandaríkjunum saka rússnesk stjórnvöld um að halda áfram að reyna að grafa undan kosningum þar í landi. Gripið hafi verið til umfangsmikilla ráðstafana til þess að tryggja öryggi þingkosninga sem fara fram í haust. Dan Coats, leyniþjónustustjóri Bandaríkjanna, og John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta voru á meðal háttsettra embættismanna sem sögðu fréttamönnum í Hvíta húsinu í dag að líkt og fyrir forsetakosningarnar árið 2016 standi Rússar nú í leynilegum aðgerðum til að hafa áhrif á þingkosningarnar í nóvember. „Hvað varðar afskipti Rússa af þingkosningunum höldum við áfram að sjá gegnsýrandi áróðursherferð af hálfu Rússlands til þess að veikja og sundra Bandaríkjunum,“ fullyrti Coats, að sögn Washington Post. Ógnin væri raunveruleg og bandarísk yfirvöld gerðu nú allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja traust bandarísku þjóðarinnar á kosningunum. Fleiri þjóðir gætu einnig reynt að skipta sér af kosningunum í haust.Afdráttarlausari en forsetinn Aðgerðir Rússa eru sagðar beinast að tilraunum til að draga úr kjörsókn, veita fé ólöglega inn í kosningabaráttuna, tölvuárásum á kosningakerfi ríkja og tölvuinnbrot hjá stjórnmálamönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Skilaboð þjóðaröryggisleiðtogana voru umtalsvert skýrari varðandi afskipti Rússa en Trump forseti hefur sjálfur verið tilbúinn að senda frá sér. Hann hefur ítrekað efast um niðurstöðu leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna um að Rússar hafi beitt sér í forsetakosningunum þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari fyrir tveimur árum. Á leiðtogafundi með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Helsinki í Finnlandi fyrir þremur vikum sagði Trump meðal annars að hann sæi enga ástæðu fyrir því að Rússar hefðu viljað hafa áhrif á kosningarnar og sagði að Pútín hefði eindregið neitað sök. Rannsókn stendur nú yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda fyrir kosningarnar árið 2016. Trump hefur hafnað því alfarið og kallað rannsóknina „nornaveiðar“. Nokkrir Rússar hafa verið ákæðrir í tengslum við rannsóknina fyrir að hafa staðið fyrir áróðursherferð á samfélagsmiðlum til þess að hafa áhrif á bandaríska kjósendur og skapa sundrungu á meðal þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00
Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03