Vísar því á bug að klíkuskapur sé ráðandi þegar kemur að úthlutun félagslegra íbúða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. ágúst 2018 20:15 Reykjavíkurborg vísar því alfarið á bug að klíkuskapur sé ráðandi þegar kemur að úthlutun félagslegra íbúða. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segist allur af vilja gerður til að takast á við staðfesta myglu í félagslegu húsnæði. Í gær fjölluðum við um einstæða móður sem býr í félagslegri íbúð með fjögur ung börn sem eru komin á astmalyf vegna meintrar myglu í húsnæði. Hún hafi í engin önnur hús að venda enda sé biðlisti eftir slíku húsnæði langur. Auðunn Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir umrædda íbúð vera staka félagslega íbúð í húsnæði og því sé ytri leki á ábyrgð húsfélags en ekki Félagsbústaða. „Við höfum verið í ágætis sambandi við viðkomandi leigutaka. Ég get ekki tekið undir það að mygla sé í íbúðinni, en það er leki. Það hefur lekið meðfram gluggum. Þetta er það sem kallað er stök íbúð þar sem við eigum staka íbúð í fjölbýlishúsi. Þegar slíkt kemur upp þá er það á ábyrgð húsfélagsins að takast á við að þétta gluggann og þétta lekann. Við erum öll af vilja gerð að takast á við staðfesta myglu,“ segir Auðunn Freyr. Þá hefur umræða um biðlista félagslegra húsnæða verið hávær á síðustu vikum. En þeir sem bíða á slíkum lista kvarta undan því að fá ekki vitneskju um það hvar í röðinni þeir standa. Skrifstofustjóri hjá Reykjarvíkurborg segir að reglan fyrstu kemur fyrstur fær sé ekki ráðandi þegar kemur að úthlutun húsnæða. Aðrir þættir sem og heilsa, tekjustaða og aðstæður skipti frekar máli. „Hafir þú verið lengi á biðlista í mjög slæmum húsnæðisaðstæðum þá skiptir það meira máli en að vera lengi á biðlista í góðum húsnæðisaðstæðum. Það er ómögulegt að segja hvað aðili þurfi að bíða lengi á biðlista og væri ekki rétt af okkur að gefa það upp þar sem að aðstæður fólks breytast og samsetning biðlistans getur líka breyst, segir Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunar- og húsnæðismála á velferðarsviði reykjarvíkurborgar. Á biðlista eftir félagslegu húsnæði eru nú 985 einstaklingar og eru flestir á aldrinum 30-39 ára. Húsnæðismál Tengdar fréttir Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15 Heiða flúði úr félagslegri íbúð sökum myglu Öryrki segist hafa fengið eitrun af völdum sveppa í félagslegu húsnæði þar sem mygla fannst. 2. ágúst 2018 20:15 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Reykjavíkurborg vísar því alfarið á bug að klíkuskapur sé ráðandi þegar kemur að úthlutun félagslegra íbúða. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segist allur af vilja gerður til að takast á við staðfesta myglu í félagslegu húsnæði. Í gær fjölluðum við um einstæða móður sem býr í félagslegri íbúð með fjögur ung börn sem eru komin á astmalyf vegna meintrar myglu í húsnæði. Hún hafi í engin önnur hús að venda enda sé biðlisti eftir slíku húsnæði langur. Auðunn Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir umrædda íbúð vera staka félagslega íbúð í húsnæði og því sé ytri leki á ábyrgð húsfélags en ekki Félagsbústaða. „Við höfum verið í ágætis sambandi við viðkomandi leigutaka. Ég get ekki tekið undir það að mygla sé í íbúðinni, en það er leki. Það hefur lekið meðfram gluggum. Þetta er það sem kallað er stök íbúð þar sem við eigum staka íbúð í fjölbýlishúsi. Þegar slíkt kemur upp þá er það á ábyrgð húsfélagsins að takast á við að þétta gluggann og þétta lekann. Við erum öll af vilja gerð að takast á við staðfesta myglu,“ segir Auðunn Freyr. Þá hefur umræða um biðlista félagslegra húsnæða verið hávær á síðustu vikum. En þeir sem bíða á slíkum lista kvarta undan því að fá ekki vitneskju um það hvar í röðinni þeir standa. Skrifstofustjóri hjá Reykjarvíkurborg segir að reglan fyrstu kemur fyrstur fær sé ekki ráðandi þegar kemur að úthlutun húsnæða. Aðrir þættir sem og heilsa, tekjustaða og aðstæður skipti frekar máli. „Hafir þú verið lengi á biðlista í mjög slæmum húsnæðisaðstæðum þá skiptir það meira máli en að vera lengi á biðlista í góðum húsnæðisaðstæðum. Það er ómögulegt að segja hvað aðili þurfi að bíða lengi á biðlista og væri ekki rétt af okkur að gefa það upp þar sem að aðstæður fólks breytast og samsetning biðlistans getur líka breyst, segir Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunar- og húsnæðismála á velferðarsviði reykjarvíkurborgar. Á biðlista eftir félagslegu húsnæði eru nú 985 einstaklingar og eru flestir á aldrinum 30-39 ára.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15 Heiða flúði úr félagslegri íbúð sökum myglu Öryrki segist hafa fengið eitrun af völdum sveppa í félagslegu húsnæði þar sem mygla fannst. 2. ágúst 2018 20:15 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15
Heiða flúði úr félagslegri íbúð sökum myglu Öryrki segist hafa fengið eitrun af völdum sveppa í félagslegu húsnæði þar sem mygla fannst. 2. ágúst 2018 20:15