Heiða flúði úr félagslegri íbúð sökum myglu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. ágúst 2018 20:15 Öryrki sem fékk afhent húsnæði frá Félagsbústöðum þurfti að yfirgefa það sökum heilsumissis af völdum myglu, en hann hlaut eitrun af völdum sveppa. Hann fór í mál við Félagsbústaði sem hann tapaði í Héraðsdómi. Heiða Björk Jónsdóttir lenti á götunni árið 2012 og flakkaði á milli gistiheimila í hálft ár, eða þar til hún fékk afhent félagslegt húsnæði. Í fyrstu sá hún ekkert athugavert við íbúðina, en íbúðin var nýmáluð og leit vel út. Ekki leið á löngu þar til hún fór að taka eftir leka, sprungum og blettum á veggjum. Að hennar sögn varð hún fljótlega mjög veik og fékk ábendingar um að ástæðan gæti verið mygla á heimili. Sérfræðingar komu og tóku sýni sem staðfesti að um myglu væri að ræða. „Sérfræðingar tóku sýni og sendu inn til Náttúrufræðistofnunar Íslands sem greindi sýnin,“ segir Heiða. Þá segir hún sveppina mynda eitur. Vegna stöðugra verkja fór hún til læknis þar sem tekið var sýni og í ljós kom að hún væri með eitrun í maga og vélinda af völdum sveppa.úr einkasafniHvernig fer heilsu þinni að hraka eftir að þú flytur inn í íbúðina?„Fyrst fer ég að finna fyrir þreytu. Ég hélt að það tengdist álaginu að vera á gistiheimili og í skóla. En það lagaðist ekki. Svo fór ég að finna fyrir mígreni, meltingatruflunum og fleiru. Svo hrundi ég algjörlega í mars/apríl 2015,“ segir Heiða.Hvernig er heilsa þín í dag?„Hún er ekki góð. Ég er enn að reyna að byggja mig upp,“ segir Heiða.Hvaða afleiðingar hefur þetta haft?„Ég þarf að kljást við sífell ofnæmisviðbrögð. Ég er komin með bráðaofnæmi. Mér líður alltaf eins og ég sé með flensu. Í dag er ég á 10 lyfjum. Ég var á einu lyfi þegar ég flyt á Kleppsveg, þannig þetta er búið að hafa mikil áhrif. Ég er búin að fara í aðgerðir og er enn í rannsóknum. Þetta er búið að vera skelfilegt. Ég bað um að fá það á hreint hvort ég hafi fengið eitrun. Þar sem þessir sveppir valda eitrun. Þegar ég fór í magaspeglun og eftir að sýni voru tekin úr maga og vélinda kom í ljós að ég væri með eitrun,“ segir Heiða.úr einkasafniÞegar þú tilkynnir mygluna, hvaða svör færð þú?„Það var hunsað. Læknirinn minn vildi að ég fengi annað fyrirtæki til að taka sýni einnig til að sanna stöðuna. Ég þurfti leyfi til að taka sýni en þeir gáfu mér það aldrei. Ég fékk engar útskýringar,“ segir Heiða. Heiða gafst upp á ástandinu og flutti úr íbúðinni að Kleppsvegi. Hún kaus það fremur að búa á götunni, heilsunnar vegna, en að búa í umræddri íbúð. Að sögn Heiðu hafi hún ekki geta búið þarna lengur enda orðin fárveik. Svo fór að hún yfirgaf íbúðina þar sem hún taldi húsnæðið spilla heilsu sinni. Því næst ákvað hún að leita réttar síns og höfðaði mál gegn Félagsbústöðum. Málinu tapaði hún í Héraðsdómi.Ætlar þú að áfrýja?„Nei eins og staðan er núna þá hef ég ekki efni á því,“ segir Heiða. Hún segir slíkt ástand húsnæðis ekki einsdæmi. En að hennar sögn viti hún um fleiri dæmi þess. Fólk þori hins vegar ekki að stíga fram af ótta við að vera hent úr húsnæðinu.úr einkasafniLengri útgáfu af viðtalinu við Heiðu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Húsnæðismál Tengdar fréttir Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Öryrki sem fékk afhent húsnæði frá Félagsbústöðum þurfti að yfirgefa það sökum heilsumissis af völdum myglu, en hann hlaut eitrun af völdum sveppa. Hann fór í mál við Félagsbústaði sem hann tapaði í Héraðsdómi. Heiða Björk Jónsdóttir lenti á götunni árið 2012 og flakkaði á milli gistiheimila í hálft ár, eða þar til hún fékk afhent félagslegt húsnæði. Í fyrstu sá hún ekkert athugavert við íbúðina, en íbúðin var nýmáluð og leit vel út. Ekki leið á löngu þar til hún fór að taka eftir leka, sprungum og blettum á veggjum. Að hennar sögn varð hún fljótlega mjög veik og fékk ábendingar um að ástæðan gæti verið mygla á heimili. Sérfræðingar komu og tóku sýni sem staðfesti að um myglu væri að ræða. „Sérfræðingar tóku sýni og sendu inn til Náttúrufræðistofnunar Íslands sem greindi sýnin,“ segir Heiða. Þá segir hún sveppina mynda eitur. Vegna stöðugra verkja fór hún til læknis þar sem tekið var sýni og í ljós kom að hún væri með eitrun í maga og vélinda af völdum sveppa.úr einkasafniHvernig fer heilsu þinni að hraka eftir að þú flytur inn í íbúðina?„Fyrst fer ég að finna fyrir þreytu. Ég hélt að það tengdist álaginu að vera á gistiheimili og í skóla. En það lagaðist ekki. Svo fór ég að finna fyrir mígreni, meltingatruflunum og fleiru. Svo hrundi ég algjörlega í mars/apríl 2015,“ segir Heiða.Hvernig er heilsa þín í dag?„Hún er ekki góð. Ég er enn að reyna að byggja mig upp,“ segir Heiða.Hvaða afleiðingar hefur þetta haft?„Ég þarf að kljást við sífell ofnæmisviðbrögð. Ég er komin með bráðaofnæmi. Mér líður alltaf eins og ég sé með flensu. Í dag er ég á 10 lyfjum. Ég var á einu lyfi þegar ég flyt á Kleppsveg, þannig þetta er búið að hafa mikil áhrif. Ég er búin að fara í aðgerðir og er enn í rannsóknum. Þetta er búið að vera skelfilegt. Ég bað um að fá það á hreint hvort ég hafi fengið eitrun. Þar sem þessir sveppir valda eitrun. Þegar ég fór í magaspeglun og eftir að sýni voru tekin úr maga og vélinda kom í ljós að ég væri með eitrun,“ segir Heiða.úr einkasafniÞegar þú tilkynnir mygluna, hvaða svör færð þú?„Það var hunsað. Læknirinn minn vildi að ég fengi annað fyrirtæki til að taka sýni einnig til að sanna stöðuna. Ég þurfti leyfi til að taka sýni en þeir gáfu mér það aldrei. Ég fékk engar útskýringar,“ segir Heiða. Heiða gafst upp á ástandinu og flutti úr íbúðinni að Kleppsvegi. Hún kaus það fremur að búa á götunni, heilsunnar vegna, en að búa í umræddri íbúð. Að sögn Heiðu hafi hún ekki geta búið þarna lengur enda orðin fárveik. Svo fór að hún yfirgaf íbúðina þar sem hún taldi húsnæðið spilla heilsu sinni. Því næst ákvað hún að leita réttar síns og höfðaði mál gegn Félagsbústöðum. Málinu tapaði hún í Héraðsdómi.Ætlar þú að áfrýja?„Nei eins og staðan er núna þá hef ég ekki efni á því,“ segir Heiða. Hún segir slíkt ástand húsnæðis ekki einsdæmi. En að hennar sögn viti hún um fleiri dæmi þess. Fólk þori hins vegar ekki að stíga fram af ótta við að vera hent úr húsnæðinu.úr einkasafniLengri útgáfu af viðtalinu við Heiðu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15