Pólitískir loddarar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 07:00 Í þjóðaratkvæðagreiðslum hlýtur ætíð að vera betra að þjóð viti um hvað hún er að kjósa en hafi ekki ranghugmyndir um það. Breska þjóðin gekk til kosninga um Brexit og andstæðingar Evrópusambandsins lofuðu henni gulli og grænum skógum ef hún afneitaði alþjóðasamtökunum. Það gerði afar naumur meirihluti bresku þjóðarinnar, mjög óvænt, í þjóðaratkvæðagreiðslu. Andstæðingar Evrópusambandsins um allan heim glöddust svo mjög að engu var líkara en þeir hefðu himin höndum tekið. Þeir túlkuðu sigurinn sem sigur fólksins yfir illu og yfirþyrmandi bákni sem þeir segja öllu vilja ráða. Þegar kemur að Evrópusambandinu sjá andstæðingar þess, hér á landi sem annars staðar, skrattann í hverju horni. Þegar þeir æstustu fara hamförum í fordæmingu sinni minna þeir stundum á litlu stúlkuna í The Exorcist, hausinn fer að snúast og formælingarnar streyma út úr þeim. Þá er skiljanlega erfitt að eiga við þá rökræður. Það voru engin sérstök rök fyrir því að Bretar ættu að ganga úr Evrópusambandinu. Forvígismenn úrsagnar töluðu eins og landið myndi fljóta í mjólk og hunangi yrði Brexit að veruleika. Í áróðri var alið á þjóðernishyggju og andúð á útlendingum. Áherslan var á það að úrsögn myndi leiða til þess að innflytjendur myndu ekki lengur streyma til Bretlands. Þetta var áróður í anda Donalds Trump og einkenndist af blekkingum og lygum. Eftir Brexit er upplausn orðin í breskum stjórnmálum. Örvænting forsætisráðherrans, Theresu May, verður greinilegri með hverjum degi. Á meðan vex gremja meðal þjóðarinnar sem hefur æ meiri efasemdir um ágæti Brexit. Í nýlegri skoðanakönnun Sky kemur fram að 51 prósent aðspurðra telur að áhrif Brexit verði slæm. Hvað á að gera þegar þjóð gerir sér grein fyrir því að hún kaus rangt í kosningum? Í hinu daglega lífi getur fólk yfirleitt fremur auðveldlega leiðrétt mistök sín, nema þau séu því verri. Eftir kosningar þarf fólk stundum að sitja uppi með þá staðreynd að það kaus kolrangt en getur ekki bætt fyrir það fyrr en í næstu kosningum. Hópur Breta þrýstir á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um málið með þeim rökum að þjóðin hafi ekki fengið réttar upplýsingar um hvað útganga úr Evrópusambandinu myndi þýða. Skoðanakönnun Sky sýnir að ef kosið yrði um málið í dag myndi þjóðin kjósa að vera áfram í Evrópusambandinu. Hér á landi var hópur stjórnmálamanna og áhrifafólks sem galaði beinlínis af fögnuði vegna úrslitanna í Brexit-kosningunni – úrslita sem Bretar harma nú almennt mjög. Þessir hörðu andstæðingar Evrópusambandsins virðast ekki hafa skipt um skoðun á Brexit, til þess hafa þeir ekki nægt þor. Stórum hluta bresku þjóðarinnar á að vera ljóst að stjórnmálamenn brugðust upp til hópa í mikilvægu máli. Það er ekkert nýtt að stjórnmálamenn veki falsvonir hjá kjósendum og beiti blekkingum, eins og gert var í Brexit. Góðu fréttirnar eru að yfirleitt kemst upp um pólitíska loddara, þótt stundum gerist það æði seint. Vondu fréttirnar eru að nýir loddarar spretta upp eins og gorkúlur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Brexit Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Í þjóðaratkvæðagreiðslum hlýtur ætíð að vera betra að þjóð viti um hvað hún er að kjósa en hafi ekki ranghugmyndir um það. Breska þjóðin gekk til kosninga um Brexit og andstæðingar Evrópusambandsins lofuðu henni gulli og grænum skógum ef hún afneitaði alþjóðasamtökunum. Það gerði afar naumur meirihluti bresku þjóðarinnar, mjög óvænt, í þjóðaratkvæðagreiðslu. Andstæðingar Evrópusambandsins um allan heim glöddust svo mjög að engu var líkara en þeir hefðu himin höndum tekið. Þeir túlkuðu sigurinn sem sigur fólksins yfir illu og yfirþyrmandi bákni sem þeir segja öllu vilja ráða. Þegar kemur að Evrópusambandinu sjá andstæðingar þess, hér á landi sem annars staðar, skrattann í hverju horni. Þegar þeir æstustu fara hamförum í fordæmingu sinni minna þeir stundum á litlu stúlkuna í The Exorcist, hausinn fer að snúast og formælingarnar streyma út úr þeim. Þá er skiljanlega erfitt að eiga við þá rökræður. Það voru engin sérstök rök fyrir því að Bretar ættu að ganga úr Evrópusambandinu. Forvígismenn úrsagnar töluðu eins og landið myndi fljóta í mjólk og hunangi yrði Brexit að veruleika. Í áróðri var alið á þjóðernishyggju og andúð á útlendingum. Áherslan var á það að úrsögn myndi leiða til þess að innflytjendur myndu ekki lengur streyma til Bretlands. Þetta var áróður í anda Donalds Trump og einkenndist af blekkingum og lygum. Eftir Brexit er upplausn orðin í breskum stjórnmálum. Örvænting forsætisráðherrans, Theresu May, verður greinilegri með hverjum degi. Á meðan vex gremja meðal þjóðarinnar sem hefur æ meiri efasemdir um ágæti Brexit. Í nýlegri skoðanakönnun Sky kemur fram að 51 prósent aðspurðra telur að áhrif Brexit verði slæm. Hvað á að gera þegar þjóð gerir sér grein fyrir því að hún kaus rangt í kosningum? Í hinu daglega lífi getur fólk yfirleitt fremur auðveldlega leiðrétt mistök sín, nema þau séu því verri. Eftir kosningar þarf fólk stundum að sitja uppi með þá staðreynd að það kaus kolrangt en getur ekki bætt fyrir það fyrr en í næstu kosningum. Hópur Breta þrýstir á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um málið með þeim rökum að þjóðin hafi ekki fengið réttar upplýsingar um hvað útganga úr Evrópusambandinu myndi þýða. Skoðanakönnun Sky sýnir að ef kosið yrði um málið í dag myndi þjóðin kjósa að vera áfram í Evrópusambandinu. Hér á landi var hópur stjórnmálamanna og áhrifafólks sem galaði beinlínis af fögnuði vegna úrslitanna í Brexit-kosningunni – úrslita sem Bretar harma nú almennt mjög. Þessir hörðu andstæðingar Evrópusambandsins virðast ekki hafa skipt um skoðun á Brexit, til þess hafa þeir ekki nægt þor. Stórum hluta bresku þjóðarinnar á að vera ljóst að stjórnmálamenn brugðust upp til hópa í mikilvægu máli. Það er ekkert nýtt að stjórnmálamenn veki falsvonir hjá kjósendum og beiti blekkingum, eins og gert var í Brexit. Góðu fréttirnar eru að yfirleitt kemst upp um pólitíska loddara, þótt stundum gerist það æði seint. Vondu fréttirnar eru að nýir loddarar spretta upp eins og gorkúlur.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun