Lykilvitni ber mögulega ekki vitni gegn kosningastjóra Trump Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2018 20:28 Reiknað hefur verið með því að vitnisburður Rick Gates skipti sköpum í málinu gegn Manafort. Óljóst er hvort að hann beri vitni í málinu. Vísir/EPA Saksóknarar í máli gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ýjuðu að því að fyrrverandi viðskiptafélagi Manafort sem talinn hefur verið lykilvitni ákæruvaldsins verði mögulega ekki kallaður í vitnastúku. Verjendur Manafort hyggjast vísa ábyrgð á brotunum sem ákært er fyrir á viðskiptafélagann. Rick Gates vann með Manafort við málafylgjustörf um árabil. Hann gegndi jafnframt stöðu aðstoðarkosningastjóra framboðs Trump jafnvel eftir að Manafort steig til hliðar sem kosningastjóri eftir að fram komu ásakanir um að hann hefði þegið milljónir dollara á laun frá úkraínskum stjórnmálaflokki í ágúst árið 2016. Gates hefur játað að hafa logið að alríkislögreglunni og vinnur með saksóknurum. Málið gegn Manafort nú tengist málafylgjustörfum hans fyrir Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Hann er sakaður um að hafa falið tuga milljóna dollara greiðslur sem hann fékk frá Úkraínu á fjölda bankareikninga erlendis fyrir bandaríska skattinum og svikið lán út úr bönkum þegar að uppgripunum í Úkraínu lauk eftir að Janúkóvitsj hrökklaðist frá völdum árið 2014. Réttarhöldin yfir Manafort hófust í Alexandríuborg í Virginíu í gær og hafa vitni verið leidd fyrir dóminn. Málatilbúnaður verjenda Manafort er að Gates hafi borið ábyrgð á meðferð fjármunanna. Hann hafi stolið frá Manafort og ljúgi nú til að fela spor sín.Ekki ákærður fyrir að lifa hátt Búist var við því að Gates yrði lykilvitni ákæruvaldsins en saksóknararnir virðast nú tvístígandi um hvort að hann verði kallaður til vitnis. „Hann gæti borið vitni í þessu máli, hann gæti ekki gert það,“ sagði Uzo Asonye, einn saksóknaranna, þegar dómarinn spurði hvort að Gates yrði kallaður upp. Tók hann þó fram að hann væri ekki að gefa í skyn að Gates yrði ekki látinn bera vitni fyrir ákæruvaldið.Reuters-fréttastofan segir að dómarinn hafi einnig sett út á áherslu saksóknaranna á íburðarmikinn lífsstíl Manafort. Þeir höfðu sagt kviðdómendum frá því að Manafort hefði eytt rúmum 440.000 dollurum í föt árið 2013, jafnvirði tæpra 47 milljóna íslenskra króna. Eins hefur komið fram að Manafort hafi átt strútsskinnsjakka að andvirði um einnar og hálfrar milljónar króna. „Herra Manafort er ekki fyrir dómi fyrir íburðarmikinn lífsstíl,“ sagði T.S. Ellis, dómarinn í málinu við saksóknarana. Yfir Manafort vofir annað mál í Washington-borg. Þar er hann ákærður fyrir að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis og peningaþvætti. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00 Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Sjá meira
Saksóknarar í máli gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ýjuðu að því að fyrrverandi viðskiptafélagi Manafort sem talinn hefur verið lykilvitni ákæruvaldsins verði mögulega ekki kallaður í vitnastúku. Verjendur Manafort hyggjast vísa ábyrgð á brotunum sem ákært er fyrir á viðskiptafélagann. Rick Gates vann með Manafort við málafylgjustörf um árabil. Hann gegndi jafnframt stöðu aðstoðarkosningastjóra framboðs Trump jafnvel eftir að Manafort steig til hliðar sem kosningastjóri eftir að fram komu ásakanir um að hann hefði þegið milljónir dollara á laun frá úkraínskum stjórnmálaflokki í ágúst árið 2016. Gates hefur játað að hafa logið að alríkislögreglunni og vinnur með saksóknurum. Málið gegn Manafort nú tengist málafylgjustörfum hans fyrir Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Hann er sakaður um að hafa falið tuga milljóna dollara greiðslur sem hann fékk frá Úkraínu á fjölda bankareikninga erlendis fyrir bandaríska skattinum og svikið lán út úr bönkum þegar að uppgripunum í Úkraínu lauk eftir að Janúkóvitsj hrökklaðist frá völdum árið 2014. Réttarhöldin yfir Manafort hófust í Alexandríuborg í Virginíu í gær og hafa vitni verið leidd fyrir dóminn. Málatilbúnaður verjenda Manafort er að Gates hafi borið ábyrgð á meðferð fjármunanna. Hann hafi stolið frá Manafort og ljúgi nú til að fela spor sín.Ekki ákærður fyrir að lifa hátt Búist var við því að Gates yrði lykilvitni ákæruvaldsins en saksóknararnir virðast nú tvístígandi um hvort að hann verði kallaður til vitnis. „Hann gæti borið vitni í þessu máli, hann gæti ekki gert það,“ sagði Uzo Asonye, einn saksóknaranna, þegar dómarinn spurði hvort að Gates yrði kallaður upp. Tók hann þó fram að hann væri ekki að gefa í skyn að Gates yrði ekki látinn bera vitni fyrir ákæruvaldið.Reuters-fréttastofan segir að dómarinn hafi einnig sett út á áherslu saksóknaranna á íburðarmikinn lífsstíl Manafort. Þeir höfðu sagt kviðdómendum frá því að Manafort hefði eytt rúmum 440.000 dollurum í föt árið 2013, jafnvirði tæpra 47 milljóna íslenskra króna. Eins hefur komið fram að Manafort hafi átt strútsskinnsjakka að andvirði um einnar og hálfrar milljónar króna. „Herra Manafort er ekki fyrir dómi fyrir íburðarmikinn lífsstíl,“ sagði T.S. Ellis, dómarinn í málinu við saksóknarana. Yfir Manafort vofir annað mál í Washington-borg. Þar er hann ákærður fyrir að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis og peningaþvætti.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00 Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Sjá meira
Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00
Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20