Innlent

22 vilja stöðu sveitarstjóra í Eyjafjarðarsveit

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Eyjafjarðarsveit.
Frá Eyjafjarðarsveit. ja.is
Alls bárust 22 umsóknir um stöðu sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar, en umsóknarfrestur um starfið var til 29. júlí. Eyjafjarðarsveit er sveitarfélag í Eyjafirði. Sveitarfélagið varð til 1. janúar árið 1991 þegar Hrafnagils-, Öngulsstaða- og Saurbæjarhreppir sameinuðust. Sveitarfélagið nær inn af Eyjafirði og alla leið upp á Sprengisand en rúmlega þúsund manns búa þar.

Lista yfir umsækjendur má sjá hér að neðan:

  • Anna Bryndís Sigurðardóttir Akureyri
  • Arnar Kristinsson Akureyri
  • Bjarki Ármann Oddsson Fjarðarbyggð
  • Björg Erlendsdóttir Grindavík
  • Finnur Yngvi Kristinsson Fjallabyggð
  • Friðjón Már Guðjónsson Hafnarfirði
  • Guðbjartur Ellert Jónsson Húsavík
  • Guðbrandur Stefánsson Reykjanesbæ
  • Gunnar Axel Axelsson Hafnarfirði
  • Hjörleifur Hallgríms Herbertsson Akureyri
  • Hlynur M. Jónsson Akureyri
  • Ingunn Ósk Svavarsdóttir Akureyri
  • Jóhannes Valgeirsson Akureyri
  • Magnús Már Þorvaldsson Vopnafirði
  • Ragnar Jónsson Reykjavík
  • Sigurður Jónsson Selfossi
  • Skúli Gautason Hólmavík
  • Snæbjörn Sigurðarson Húsavík
  • Sveinbjörn F. Arnaldsson Kópavogi
  • Sævar Freyr Sigurðsson Akureyri
  • Valdimar Leó Friðriksson Mosfellsbæ
  • Þór Hauksson Reykdal Eyjafjarðarsveit



Fleiri fréttir

Sjá meira


×