Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2018 06:58 Ætla má að þessir viðskiptavinir hafi keypt iPhone X ef marka má sölutölur síðasta fjórðungs. Vísir/Getty Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. Þrátt fyrir það glöddust fjárfestar þegar uppgjör fyrirtækisins var kynnt í gærkvöld, enda vegur hærra verð símanna upp á móti litlum vexti - og rúmlega það. Apple segist hafa selt rúmlega 41,3 milljónir farsíma á síðasta fjórðungi, sem lauk í upphafi júlímánaðar. Salan jókst um 1 prósent frá sama tímabili í fyrra, sem var undir væntingum fjármálaspekinga. Þrátt fyrir það hefur Apple aldrei fengið jafn hátt verð, að meðaltali, fyrir hvern seldan síma. Símar fyrirtækisins seldust að jafnaði fyrir um 724 dali, rúmlega 76 þúsund krónur, en spár höfðu gert ráð fyrir meðalsöluverði upp á 694 dali. Þessi 30 dala munur er sagður skýrast einna helst af góðri sölu á flaggskipsinu, Iphone X, sem kostar 999 dali. Fleiri angar tæknirisans skiluðu einnig sterkum fjórðungi; til að mynda hinar ýmsu efnisveitur Apple, eins og App Store, Apple Music og Apple Pay. Tekjur þeirra jukust um 31 prósent frá síðasta ári. Forstjóri fyrirtækisins gerir ráð fyrir því að tekjur þessa hluta fyrirtækisins muni nema um 14 milljörðum bandaríkjadala árið 2020. „Við gætum ekki verið ánægðari með gang mála,“ er haft eftir forstjóranum, Tim Cook. Heildartekjur Apple á síðasta fjórðungi námu rúmlega 53 milljörðum dala. Hlutabréfaverð í Apple hækkaði um 3 prósent eftir að uppgjörið lág fyrir. Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. Þrátt fyrir það glöddust fjárfestar þegar uppgjör fyrirtækisins var kynnt í gærkvöld, enda vegur hærra verð símanna upp á móti litlum vexti - og rúmlega það. Apple segist hafa selt rúmlega 41,3 milljónir farsíma á síðasta fjórðungi, sem lauk í upphafi júlímánaðar. Salan jókst um 1 prósent frá sama tímabili í fyrra, sem var undir væntingum fjármálaspekinga. Þrátt fyrir það hefur Apple aldrei fengið jafn hátt verð, að meðaltali, fyrir hvern seldan síma. Símar fyrirtækisins seldust að jafnaði fyrir um 724 dali, rúmlega 76 þúsund krónur, en spár höfðu gert ráð fyrir meðalsöluverði upp á 694 dali. Þessi 30 dala munur er sagður skýrast einna helst af góðri sölu á flaggskipsinu, Iphone X, sem kostar 999 dali. Fleiri angar tæknirisans skiluðu einnig sterkum fjórðungi; til að mynda hinar ýmsu efnisveitur Apple, eins og App Store, Apple Music og Apple Pay. Tekjur þeirra jukust um 31 prósent frá síðasta ári. Forstjóri fyrirtækisins gerir ráð fyrir því að tekjur þessa hluta fyrirtækisins muni nema um 14 milljörðum bandaríkjadala árið 2020. „Við gætum ekki verið ánægðari með gang mála,“ er haft eftir forstjóranum, Tim Cook. Heildartekjur Apple á síðasta fjórðungi námu rúmlega 53 milljörðum dala. Hlutabréfaverð í Apple hækkaði um 3 prósent eftir að uppgjörið lág fyrir.
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira