Icelandair Group tapaði 2,7 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. ágúst 2018 05:59 Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair vísir/gva Icelandair Group tapaði 25,7 milljónum dala, sem jafngildir um 2,7 milljörðum króna, á öðrum fjórðungi ársins, að því er fram kemur í nýbirtu fjórðungsuppgjöri ferðaþjónustufélagsins. Til samanburðar hagnaðist Icelandair um 9,9 milljónir dala á sama tímabili í fyrra. Björgólfur Jóhannsson forstjóri segir afkomuna lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. EBITDA Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – nam um 14,7 milljónum dala, sem jafngildir um 1,5 milljörðum króna, og dróst saman um 64 prósent á milli ára en EBITDA var 40,6 milljónir dala á öðrum fjórðungi 2016. Þrýstingur á fargjöld, lakari sætanýting og einskiptiskostnaður vegna truflana í flugáætlun skýra verri afkomu, að sögn félagsins. Heildartekjur námu 399 milljónum dala á ársfjórðungnum og jukust um níu prósent á milli ára en heildarkostnaður jókst um 18 prósent – í 384 milljónir dala. Björgólfur Jóhannsson segir í afkomutilkynningu að spár félagsins um hækkandi meðalverð á síðari hluta ársins hafi ekki gengið eftir, þrátt fyrir hækkandi olíuverð. „Samkeppnin á mörkuðum hefur sjaldan verið meiri sem kemur fram með þessum hætti,“ er haft eftir honum. Björgólfur segir Icelandair hafa unnið að miklum breytingum sem muni skila sér í sterkara fyrirtæki. „Þar hefur allt verið til skoðunar, meðal annars skipulag, stefna, leiðakerfi, flotauppbygging, fargjaldaflokkar og á hvaða sviðum félagið ætlar að starfa til framtíðar.“ Að sögn forstjórans á að selja hótelrekstur. Í skoðun sé uppbygging nýs tengibanka á Íslandi meðfram núverandi tengibanka. Nýjar Boeing MAX vélar hafi bæst í flotann. „Þá hafa verið gerðar umfangsmiklar breytingar á skipulagi félagsins. Markmiðið er að skerpa enn frekar á áherslum okkar í sölu og markaðsmálum annars vegar og þjónustu við viðskiptavini hins vegar og styrkja þannig félagið.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart Icelandair og Wow Air með ólíkum hætti Færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með mismunandi hætti. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins. Í tilviki Wow Air halda færsluhirðingarfyrirtækin eftir 80-90 prósent af upphæðinni þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin. 30. júlí 2018 18:30 Markaðshlutdeild Icelandair minni en helmingur í fyrsta sinn Allt stefnir í að Icelandair muni í fyrsta sinn vera með minna en helmings markaðshlutdeild á flugferðum til og frá Íslandi. 24. júlí 2018 11:15 WOW Air tapaði 2,4 milljörðum í fyrra Skúli Mogensen segir afkomuna vonbrigði. 13. júlí 2018 15:11 Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Icelandair Group tapaði 25,7 milljónum dala, sem jafngildir um 2,7 milljörðum króna, á öðrum fjórðungi ársins, að því er fram kemur í nýbirtu fjórðungsuppgjöri ferðaþjónustufélagsins. Til samanburðar hagnaðist Icelandair um 9,9 milljónir dala á sama tímabili í fyrra. Björgólfur Jóhannsson forstjóri segir afkomuna lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. EBITDA Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – nam um 14,7 milljónum dala, sem jafngildir um 1,5 milljörðum króna, og dróst saman um 64 prósent á milli ára en EBITDA var 40,6 milljónir dala á öðrum fjórðungi 2016. Þrýstingur á fargjöld, lakari sætanýting og einskiptiskostnaður vegna truflana í flugáætlun skýra verri afkomu, að sögn félagsins. Heildartekjur námu 399 milljónum dala á ársfjórðungnum og jukust um níu prósent á milli ára en heildarkostnaður jókst um 18 prósent – í 384 milljónir dala. Björgólfur Jóhannsson segir í afkomutilkynningu að spár félagsins um hækkandi meðalverð á síðari hluta ársins hafi ekki gengið eftir, þrátt fyrir hækkandi olíuverð. „Samkeppnin á mörkuðum hefur sjaldan verið meiri sem kemur fram með þessum hætti,“ er haft eftir honum. Björgólfur segir Icelandair hafa unnið að miklum breytingum sem muni skila sér í sterkara fyrirtæki. „Þar hefur allt verið til skoðunar, meðal annars skipulag, stefna, leiðakerfi, flotauppbygging, fargjaldaflokkar og á hvaða sviðum félagið ætlar að starfa til framtíðar.“ Að sögn forstjórans á að selja hótelrekstur. Í skoðun sé uppbygging nýs tengibanka á Íslandi meðfram núverandi tengibanka. Nýjar Boeing MAX vélar hafi bæst í flotann. „Þá hafa verið gerðar umfangsmiklar breytingar á skipulagi félagsins. Markmiðið er að skerpa enn frekar á áherslum okkar í sölu og markaðsmálum annars vegar og þjónustu við viðskiptavini hins vegar og styrkja þannig félagið.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart Icelandair og Wow Air með ólíkum hætti Færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með mismunandi hætti. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins. Í tilviki Wow Air halda færsluhirðingarfyrirtækin eftir 80-90 prósent af upphæðinni þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin. 30. júlí 2018 18:30 Markaðshlutdeild Icelandair minni en helmingur í fyrsta sinn Allt stefnir í að Icelandair muni í fyrsta sinn vera með minna en helmings markaðshlutdeild á flugferðum til og frá Íslandi. 24. júlí 2018 11:15 WOW Air tapaði 2,4 milljörðum í fyrra Skúli Mogensen segir afkomuna vonbrigði. 13. júlí 2018 15:11 Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart Icelandair og Wow Air með ólíkum hætti Færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með mismunandi hætti. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins. Í tilviki Wow Air halda færsluhirðingarfyrirtækin eftir 80-90 prósent af upphæðinni þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin. 30. júlí 2018 18:30
Markaðshlutdeild Icelandair minni en helmingur í fyrsta sinn Allt stefnir í að Icelandair muni í fyrsta sinn vera með minna en helmings markaðshlutdeild á flugferðum til og frá Íslandi. 24. júlí 2018 11:15