Stakk alla af í Viðeyjarsundinu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. ágúst 2018 08:30 Svava Björg Lárusdóttir fagnaði að vonum vel og innilega frábærum árangri sínum í hinu árlega Viðeyjarsundi. Mynd/Bergþóra Guðmundsdóttir Svava Björg Lárusdóttir, fimmtán ára sunddrottning úr Ármanni og langyngst af 92 þátttakendum, kom, sá og sigraði í Viðeyjarsundi Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur í gær. „Þegar ég var komin yfir kom mér þetta eiginlega ekki á óvart því ég var langfyrst,“ segir Svava um það hvort árangurinn hafi komið henni í opna skjöldu. Svava, sem synti Viðeyjarsund fyrst þrettán ára, vill leggja fyrir sig bæði sjósund og hefðbundið sund. Herdís Þorvaldsdóttir, formaður Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur, segir Svövu vera gríðarlegt efni. „Hún er alveg ótrúleg og var langt á undan öllum öðrum – jafnvel fólki sem er búið að synda Ermarsund,“ segir Herdís. Svava stefnir nú að því komast í víðavangssund í Noregi í september. „Með því að ná þessum árangri vonast Svava til þess að einhver hjálpi henni með styrk til að komast þangað,“ segir Herdís. Um aðstæðurnar í gær segir Herdís að nokkur alda hafi verið og sjórinn um tveimur gráðum kaldari en sundfólk eigi að venjast á þessum tíma árs. Sundið frá Skarfabakka yfir í Viðey er um 900 metrar. „Það var mikill straumur og alda en fólk var mjög duglegt,“ segir Herdís og tekur fram að Viðeyjarsund sé ekki keppni. „Fólk er bara á eigin forsendum. Það getur allt komið upp og við erum með fullt af bátum,“ útskýrir formaðurinn. Bæði Landhelgisgæslan og Björgunarsveit Hafnarfjarðar hafi lagt til liðsstyrk. Sömuleiðis hafi Jón lögga, Jón Kristinn Þórsson lögreglumaður, sem synt hefur yfir Ermarsund, verið sundfólkinu til halds og trausts. Birtist í Fréttablaðinu Sund Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Hlýnar um helgina Veður Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Svava Björg Lárusdóttir, fimmtán ára sunddrottning úr Ármanni og langyngst af 92 þátttakendum, kom, sá og sigraði í Viðeyjarsundi Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur í gær. „Þegar ég var komin yfir kom mér þetta eiginlega ekki á óvart því ég var langfyrst,“ segir Svava um það hvort árangurinn hafi komið henni í opna skjöldu. Svava, sem synti Viðeyjarsund fyrst þrettán ára, vill leggja fyrir sig bæði sjósund og hefðbundið sund. Herdís Þorvaldsdóttir, formaður Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur, segir Svövu vera gríðarlegt efni. „Hún er alveg ótrúleg og var langt á undan öllum öðrum – jafnvel fólki sem er búið að synda Ermarsund,“ segir Herdís. Svava stefnir nú að því komast í víðavangssund í Noregi í september. „Með því að ná þessum árangri vonast Svava til þess að einhver hjálpi henni með styrk til að komast þangað,“ segir Herdís. Um aðstæðurnar í gær segir Herdís að nokkur alda hafi verið og sjórinn um tveimur gráðum kaldari en sundfólk eigi að venjast á þessum tíma árs. Sundið frá Skarfabakka yfir í Viðey er um 900 metrar. „Það var mikill straumur og alda en fólk var mjög duglegt,“ segir Herdís og tekur fram að Viðeyjarsund sé ekki keppni. „Fólk er bara á eigin forsendum. Það getur allt komið upp og við erum með fullt af bátum,“ útskýrir formaðurinn. Bæði Landhelgisgæslan og Björgunarsveit Hafnarfjarðar hafi lagt til liðsstyrk. Sömuleiðis hafi Jón lögga, Jón Kristinn Þórsson lögreglumaður, sem synt hefur yfir Ermarsund, verið sundfólkinu til halds og trausts.
Birtist í Fréttablaðinu Sund Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Hlýnar um helgina Veður Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira