Fyrrverandi leyniþjónustumenn gagnrýna framgöngu Trump Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2018 10:16 James Clapper (f.m.) er einn fyrrverandi leyniþjónustumanna sem segist standa með John Brennan (t.h.). Vísir/EPA Tólf fyrrverandi háttsettir leyniþjónustumenn úr báðum flokkum hafa skrifað Donald Trump Bandaríkjaforseta opið bréf þar sem þeir gagnrýna harðlega að hann hafi svipt John Brennan, fyrrverandi forstjóra CIA, öryggisheimild sinni. Leyniþjónustumennirnir störfuðu fyrir forseta úr báðum flokkum, þar á meðal Ronald Reagan, George W. Bush og Bill Clinton. Í bréfinu segja þeir að ákvörðun Trump um að svipta Brennan heimild sinni hafi ekkert að gera með hver eigi að hafa slíka heimild en allt að gera með tilraun til þess að bæla niður tjáningarfrelsi. „Maður verður ekki að vera sammála því sem John Brennan segir (og það gerum við ekki allir) til þess að vera hlynntur rétti hans til þess að segja það, að því gefnu að hann haldi trúnað um leynilegar upplýsingar,“ skrifa leyniþjónustumennirnir. Brennan, sem stýrði CIA frá 2013 til 2017, hefur verið gagnrýninn á forsetann og hegðun hans. Tilkynnt var um ákvörðunina um að svipta hann öryggisheimild daginn eftir að hann sakaði Trump um að skorta velsæmi og kurteisi þegar forsetinn kallaði fyrrverandi aðstoðarkonu sína „hund“.William McRaven var yfirmaður sérsveita Bandaríkjahers frá 2011 til 2014. Hann stýrði aðgerð sérsveitar sjóhersins í Pakistan árið 2011 þar sem Osama bin Laden var drepinn.Vísir/EPASegir forsetann hafa niðurlægt Bandaríkin á alþjóðavettvangiBandaríska blaðið Politico segir sjaldgæft að fyrrverandi embættismenn skrifi sameiginlegar yfirlýsingar af þessu tagi. Undir það rituðu William Webster, George Tenet, Porter Goss, Michael Hayden, Leon Panetta og David Petraeus, fyrrverandi forstjórar CIA, John McLaughlin, Stephen Kappes, Michael Morel, Avril Haines og David Cohen, fyrrverandi aðstoðarforstjórar CIA auk James Clapper, fyrrverandi forstjóra Leyniþjónustu Bandaríkjanna. „Ákvarðanir um öryggisheimildir ættu að ráðast af þjóðaröryggissjónarmiðum en ekki pólitískum skoðunum,“ skrifa þeir í yfirlýsingu sinni. Hvíta húsið sagði um leið og það tilkynnti að Trump hefði svipt Brennan heimildinni að til skoðunar væri að svipta Clapper og Hayden sínum heimildum. Þeir hafa einnig verið gagnrýnir á Trump forseta. Trump sagði sjálfur í viðtali við Wall Street Journal að ein ástæða þess að hann svipti Brennan öryggisheimild sinni hafi verið aðkoma hans að rannsókninni á því hvort að framboð forsetans hafi átt í samráði við Rússa. Þá skrifar William McRaven, fyrrverandi aðmíráll, sem stýrði aðgerðinni þar sem Osama bin Laden var drepinn grein í Washington Post vegna meðferðar Trump á Brennan. Óskar hann þar eftir því að forsetinn svipti sig öryggisheimild sömuleiðis. Það væri honum heiður að fara á lista yfir karla og konur sem hafa gagnrýnt forsetann. Lofaði McRaven Brennan í hástert en sagði að Trump hafi mistekist að vera sá leiðtogi sem bandaríska þjóðin þarfnast. „Með gjörðum þínum hefur þú orðið okkur til skammar í augum barnanna okkar, niðurlægt okkur á alþjóðavettvangi og, verst af öllu, hefur þú sundrað okkur sem þjóð,“ skrifar McRaven. Bandaríkin Donald Trump Pakistan Tengdar fréttir „Bull“ að ekkert samráð hafi verið milli Trump og Rússa John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA, bregst við ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að svipta hann öryggisheimild í grein í New York Times. 16. ágúst 2018 12:00 Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Tólf fyrrverandi háttsettir leyniþjónustumenn úr báðum flokkum hafa skrifað Donald Trump Bandaríkjaforseta opið bréf þar sem þeir gagnrýna harðlega að hann hafi svipt John Brennan, fyrrverandi forstjóra CIA, öryggisheimild sinni. Leyniþjónustumennirnir störfuðu fyrir forseta úr báðum flokkum, þar á meðal Ronald Reagan, George W. Bush og Bill Clinton. Í bréfinu segja þeir að ákvörðun Trump um að svipta Brennan heimild sinni hafi ekkert að gera með hver eigi að hafa slíka heimild en allt að gera með tilraun til þess að bæla niður tjáningarfrelsi. „Maður verður ekki að vera sammála því sem John Brennan segir (og það gerum við ekki allir) til þess að vera hlynntur rétti hans til þess að segja það, að því gefnu að hann haldi trúnað um leynilegar upplýsingar,“ skrifa leyniþjónustumennirnir. Brennan, sem stýrði CIA frá 2013 til 2017, hefur verið gagnrýninn á forsetann og hegðun hans. Tilkynnt var um ákvörðunina um að svipta hann öryggisheimild daginn eftir að hann sakaði Trump um að skorta velsæmi og kurteisi þegar forsetinn kallaði fyrrverandi aðstoðarkonu sína „hund“.William McRaven var yfirmaður sérsveita Bandaríkjahers frá 2011 til 2014. Hann stýrði aðgerð sérsveitar sjóhersins í Pakistan árið 2011 þar sem Osama bin Laden var drepinn.Vísir/EPASegir forsetann hafa niðurlægt Bandaríkin á alþjóðavettvangiBandaríska blaðið Politico segir sjaldgæft að fyrrverandi embættismenn skrifi sameiginlegar yfirlýsingar af þessu tagi. Undir það rituðu William Webster, George Tenet, Porter Goss, Michael Hayden, Leon Panetta og David Petraeus, fyrrverandi forstjórar CIA, John McLaughlin, Stephen Kappes, Michael Morel, Avril Haines og David Cohen, fyrrverandi aðstoðarforstjórar CIA auk James Clapper, fyrrverandi forstjóra Leyniþjónustu Bandaríkjanna. „Ákvarðanir um öryggisheimildir ættu að ráðast af þjóðaröryggissjónarmiðum en ekki pólitískum skoðunum,“ skrifa þeir í yfirlýsingu sinni. Hvíta húsið sagði um leið og það tilkynnti að Trump hefði svipt Brennan heimildinni að til skoðunar væri að svipta Clapper og Hayden sínum heimildum. Þeir hafa einnig verið gagnrýnir á Trump forseta. Trump sagði sjálfur í viðtali við Wall Street Journal að ein ástæða þess að hann svipti Brennan öryggisheimild sinni hafi verið aðkoma hans að rannsókninni á því hvort að framboð forsetans hafi átt í samráði við Rússa. Þá skrifar William McRaven, fyrrverandi aðmíráll, sem stýrði aðgerðinni þar sem Osama bin Laden var drepinn grein í Washington Post vegna meðferðar Trump á Brennan. Óskar hann þar eftir því að forsetinn svipti sig öryggisheimild sömuleiðis. Það væri honum heiður að fara á lista yfir karla og konur sem hafa gagnrýnt forsetann. Lofaði McRaven Brennan í hástert en sagði að Trump hafi mistekist að vera sá leiðtogi sem bandaríska þjóðin þarfnast. „Með gjörðum þínum hefur þú orðið okkur til skammar í augum barnanna okkar, niðurlægt okkur á alþjóðavettvangi og, verst af öllu, hefur þú sundrað okkur sem þjóð,“ skrifar McRaven.
Bandaríkin Donald Trump Pakistan Tengdar fréttir „Bull“ að ekkert samráð hafi verið milli Trump og Rússa John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA, bregst við ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að svipta hann öryggisheimild í grein í New York Times. 16. ágúst 2018 12:00 Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
„Bull“ að ekkert samráð hafi verið milli Trump og Rússa John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA, bregst við ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að svipta hann öryggisheimild í grein í New York Times. 16. ágúst 2018 12:00
Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08
Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26