Fyrrverandi leyniþjónustumenn gagnrýna framgöngu Trump Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2018 10:16 James Clapper (f.m.) er einn fyrrverandi leyniþjónustumanna sem segist standa með John Brennan (t.h.). Vísir/EPA Tólf fyrrverandi háttsettir leyniþjónustumenn úr báðum flokkum hafa skrifað Donald Trump Bandaríkjaforseta opið bréf þar sem þeir gagnrýna harðlega að hann hafi svipt John Brennan, fyrrverandi forstjóra CIA, öryggisheimild sinni. Leyniþjónustumennirnir störfuðu fyrir forseta úr báðum flokkum, þar á meðal Ronald Reagan, George W. Bush og Bill Clinton. Í bréfinu segja þeir að ákvörðun Trump um að svipta Brennan heimild sinni hafi ekkert að gera með hver eigi að hafa slíka heimild en allt að gera með tilraun til þess að bæla niður tjáningarfrelsi. „Maður verður ekki að vera sammála því sem John Brennan segir (og það gerum við ekki allir) til þess að vera hlynntur rétti hans til þess að segja það, að því gefnu að hann haldi trúnað um leynilegar upplýsingar,“ skrifa leyniþjónustumennirnir. Brennan, sem stýrði CIA frá 2013 til 2017, hefur verið gagnrýninn á forsetann og hegðun hans. Tilkynnt var um ákvörðunina um að svipta hann öryggisheimild daginn eftir að hann sakaði Trump um að skorta velsæmi og kurteisi þegar forsetinn kallaði fyrrverandi aðstoðarkonu sína „hund“.William McRaven var yfirmaður sérsveita Bandaríkjahers frá 2011 til 2014. Hann stýrði aðgerð sérsveitar sjóhersins í Pakistan árið 2011 þar sem Osama bin Laden var drepinn.Vísir/EPASegir forsetann hafa niðurlægt Bandaríkin á alþjóðavettvangiBandaríska blaðið Politico segir sjaldgæft að fyrrverandi embættismenn skrifi sameiginlegar yfirlýsingar af þessu tagi. Undir það rituðu William Webster, George Tenet, Porter Goss, Michael Hayden, Leon Panetta og David Petraeus, fyrrverandi forstjórar CIA, John McLaughlin, Stephen Kappes, Michael Morel, Avril Haines og David Cohen, fyrrverandi aðstoðarforstjórar CIA auk James Clapper, fyrrverandi forstjóra Leyniþjónustu Bandaríkjanna. „Ákvarðanir um öryggisheimildir ættu að ráðast af þjóðaröryggissjónarmiðum en ekki pólitískum skoðunum,“ skrifa þeir í yfirlýsingu sinni. Hvíta húsið sagði um leið og það tilkynnti að Trump hefði svipt Brennan heimildinni að til skoðunar væri að svipta Clapper og Hayden sínum heimildum. Þeir hafa einnig verið gagnrýnir á Trump forseta. Trump sagði sjálfur í viðtali við Wall Street Journal að ein ástæða þess að hann svipti Brennan öryggisheimild sinni hafi verið aðkoma hans að rannsókninni á því hvort að framboð forsetans hafi átt í samráði við Rússa. Þá skrifar William McRaven, fyrrverandi aðmíráll, sem stýrði aðgerðinni þar sem Osama bin Laden var drepinn grein í Washington Post vegna meðferðar Trump á Brennan. Óskar hann þar eftir því að forsetinn svipti sig öryggisheimild sömuleiðis. Það væri honum heiður að fara á lista yfir karla og konur sem hafa gagnrýnt forsetann. Lofaði McRaven Brennan í hástert en sagði að Trump hafi mistekist að vera sá leiðtogi sem bandaríska þjóðin þarfnast. „Með gjörðum þínum hefur þú orðið okkur til skammar í augum barnanna okkar, niðurlægt okkur á alþjóðavettvangi og, verst af öllu, hefur þú sundrað okkur sem þjóð,“ skrifar McRaven. Bandaríkin Donald Trump Pakistan Tengdar fréttir „Bull“ að ekkert samráð hafi verið milli Trump og Rússa John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA, bregst við ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að svipta hann öryggisheimild í grein í New York Times. 16. ágúst 2018 12:00 Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner Group eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Tólf fyrrverandi háttsettir leyniþjónustumenn úr báðum flokkum hafa skrifað Donald Trump Bandaríkjaforseta opið bréf þar sem þeir gagnrýna harðlega að hann hafi svipt John Brennan, fyrrverandi forstjóra CIA, öryggisheimild sinni. Leyniþjónustumennirnir störfuðu fyrir forseta úr báðum flokkum, þar á meðal Ronald Reagan, George W. Bush og Bill Clinton. Í bréfinu segja þeir að ákvörðun Trump um að svipta Brennan heimild sinni hafi ekkert að gera með hver eigi að hafa slíka heimild en allt að gera með tilraun til þess að bæla niður tjáningarfrelsi. „Maður verður ekki að vera sammála því sem John Brennan segir (og það gerum við ekki allir) til þess að vera hlynntur rétti hans til þess að segja það, að því gefnu að hann haldi trúnað um leynilegar upplýsingar,“ skrifa leyniþjónustumennirnir. Brennan, sem stýrði CIA frá 2013 til 2017, hefur verið gagnrýninn á forsetann og hegðun hans. Tilkynnt var um ákvörðunina um að svipta hann öryggisheimild daginn eftir að hann sakaði Trump um að skorta velsæmi og kurteisi þegar forsetinn kallaði fyrrverandi aðstoðarkonu sína „hund“.William McRaven var yfirmaður sérsveita Bandaríkjahers frá 2011 til 2014. Hann stýrði aðgerð sérsveitar sjóhersins í Pakistan árið 2011 þar sem Osama bin Laden var drepinn.Vísir/EPASegir forsetann hafa niðurlægt Bandaríkin á alþjóðavettvangiBandaríska blaðið Politico segir sjaldgæft að fyrrverandi embættismenn skrifi sameiginlegar yfirlýsingar af þessu tagi. Undir það rituðu William Webster, George Tenet, Porter Goss, Michael Hayden, Leon Panetta og David Petraeus, fyrrverandi forstjórar CIA, John McLaughlin, Stephen Kappes, Michael Morel, Avril Haines og David Cohen, fyrrverandi aðstoðarforstjórar CIA auk James Clapper, fyrrverandi forstjóra Leyniþjónustu Bandaríkjanna. „Ákvarðanir um öryggisheimildir ættu að ráðast af þjóðaröryggissjónarmiðum en ekki pólitískum skoðunum,“ skrifa þeir í yfirlýsingu sinni. Hvíta húsið sagði um leið og það tilkynnti að Trump hefði svipt Brennan heimildinni að til skoðunar væri að svipta Clapper og Hayden sínum heimildum. Þeir hafa einnig verið gagnrýnir á Trump forseta. Trump sagði sjálfur í viðtali við Wall Street Journal að ein ástæða þess að hann svipti Brennan öryggisheimild sinni hafi verið aðkoma hans að rannsókninni á því hvort að framboð forsetans hafi átt í samráði við Rússa. Þá skrifar William McRaven, fyrrverandi aðmíráll, sem stýrði aðgerðinni þar sem Osama bin Laden var drepinn grein í Washington Post vegna meðferðar Trump á Brennan. Óskar hann þar eftir því að forsetinn svipti sig öryggisheimild sömuleiðis. Það væri honum heiður að fara á lista yfir karla og konur sem hafa gagnrýnt forsetann. Lofaði McRaven Brennan í hástert en sagði að Trump hafi mistekist að vera sá leiðtogi sem bandaríska þjóðin þarfnast. „Með gjörðum þínum hefur þú orðið okkur til skammar í augum barnanna okkar, niðurlægt okkur á alþjóðavettvangi og, verst af öllu, hefur þú sundrað okkur sem þjóð,“ skrifar McRaven.
Bandaríkin Donald Trump Pakistan Tengdar fréttir „Bull“ að ekkert samráð hafi verið milli Trump og Rússa John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA, bregst við ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að svipta hann öryggisheimild í grein í New York Times. 16. ágúst 2018 12:00 Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner Group eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
„Bull“ að ekkert samráð hafi verið milli Trump og Rússa John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA, bregst við ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að svipta hann öryggisheimild í grein í New York Times. 16. ágúst 2018 12:00
Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08
Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26