Lukas Podolski nýr sendiherra HM í handbolta 2019 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2018 14:30 Bastian Schweinsteiger og Lukas Podolski fagna heimsmeistaratitlinum 2014. Sterkir karakterar sem Þjóðverjar söknuðu á HM 2018. Vísir/Getty Knattspyrnumaðurinn Lukas Podolski endaði landsliðsferill sinn sem heimsmeistari á HM í Brasilíu 2014 en hann kemur nú að öðru heimsmeistaramóti í annarri íþrótt. Lukas Podolski hefur nú tekið að sér að vera sendiherra HM í handbolta sem fer fram í Þýskalandi og Danmörku í byrjun næsta árs. Lukas Podolski er annar sendiherra keppninnar á eftir gamla þýska landsliðsþjálfaranum Heiner Brand. Lukas Podolski mun vera sérstakur sendiherra milliriðilsins í Köln en hann hóf atvinnumannaferil sinn með Köln og spilaði alls 169 leiki fyrir félagið í efstu deild í Þýskalandi.Herzlich Willkommen an Bord, @Podolski10!Eduard Bopp #WMBotschafter#Köln#handball19#Poldi#LukasPodolskipic.twitter.com/CvPEuiPiWn — DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) August 17, 2018„Köln er vitlaus í íþróttir og þá skiptir það ekki máli hvort að það séu leikir hjá 1. FC Köln eða alþjóðlegir stórleikir í LANXESS arena. Andrúmsloftið er alltaf stórkostlegt og áhorfendurnir þekkja leikinn og eru sanngjarnir. Ég tek mínum skyldum fagnandi sem sendiherra HM í handbolta,“ sagði Lukas Podolski. Lukas Podolski er einna þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal en hann spilaði alls 130 landsleiki fyrir Þýskaland og skoraði í þeim 49 mörk. Aðeins tveir leikmenn hafa skorað fleiri mörk fyrir þýska landsliðið, Miroslav Klose og Gerd Müller. „Við erum svo ánægðir með að geta kynnt Lukas Podolski sem nýjan sendiherra HM. Hann er ekki aðeins vinsæll í Þýskalandi, enda opinn og skemmtilegur, heldur einnig er hann mikill baráttumaður fyrir Kölnarborg. Við hefðum ekki getað fundið betri sendiherra,“ sagði Mark Schober, stjórnarformaður þýska handboltasambandsins. Lukas Podolski spilar nú með japanska félaginu Vissel Kobe og er þar meðal annars liðsfélagi Spánverjans Andrés Iniesta.Dinner of champions! @andresiniesta8@hmikitani pic.twitter.com/pGB3TDH65J — Lukas-Podolski.com (@Podolski10) August 15, 2018 HM í handbolta fer fram frá 10. til 27. janúar og er íslenska landsliðið meðal keppenda. Ísland leikur sína leiki í riðlakeppninni í München en komist íslensku strákarnir upp úr sínum riðli þá munu þeir spila í Lanxess Arena í milliriðlinum. Þeir leikir fara fram frá 19. til 23. janúar. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Lukas Podolski endaði landsliðsferill sinn sem heimsmeistari á HM í Brasilíu 2014 en hann kemur nú að öðru heimsmeistaramóti í annarri íþrótt. Lukas Podolski hefur nú tekið að sér að vera sendiherra HM í handbolta sem fer fram í Þýskalandi og Danmörku í byrjun næsta árs. Lukas Podolski er annar sendiherra keppninnar á eftir gamla þýska landsliðsþjálfaranum Heiner Brand. Lukas Podolski mun vera sérstakur sendiherra milliriðilsins í Köln en hann hóf atvinnumannaferil sinn með Köln og spilaði alls 169 leiki fyrir félagið í efstu deild í Þýskalandi.Herzlich Willkommen an Bord, @Podolski10!Eduard Bopp #WMBotschafter#Köln#handball19#Poldi#LukasPodolskipic.twitter.com/CvPEuiPiWn — DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) August 17, 2018„Köln er vitlaus í íþróttir og þá skiptir það ekki máli hvort að það séu leikir hjá 1. FC Köln eða alþjóðlegir stórleikir í LANXESS arena. Andrúmsloftið er alltaf stórkostlegt og áhorfendurnir þekkja leikinn og eru sanngjarnir. Ég tek mínum skyldum fagnandi sem sendiherra HM í handbolta,“ sagði Lukas Podolski. Lukas Podolski er einna þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal en hann spilaði alls 130 landsleiki fyrir Þýskaland og skoraði í þeim 49 mörk. Aðeins tveir leikmenn hafa skorað fleiri mörk fyrir þýska landsliðið, Miroslav Klose og Gerd Müller. „Við erum svo ánægðir með að geta kynnt Lukas Podolski sem nýjan sendiherra HM. Hann er ekki aðeins vinsæll í Þýskalandi, enda opinn og skemmtilegur, heldur einnig er hann mikill baráttumaður fyrir Kölnarborg. Við hefðum ekki getað fundið betri sendiherra,“ sagði Mark Schober, stjórnarformaður þýska handboltasambandsins. Lukas Podolski spilar nú með japanska félaginu Vissel Kobe og er þar meðal annars liðsfélagi Spánverjans Andrés Iniesta.Dinner of champions! @andresiniesta8@hmikitani pic.twitter.com/pGB3TDH65J — Lukas-Podolski.com (@Podolski10) August 15, 2018 HM í handbolta fer fram frá 10. til 27. janúar og er íslenska landsliðið meðal keppenda. Ísland leikur sína leiki í riðlakeppninni í München en komist íslensku strákarnir upp úr sínum riðli þá munu þeir spila í Lanxess Arena í milliriðlinum. Þeir leikir fara fram frá 19. til 23. janúar.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Sjá meira