Zenit skoraði átta eftir að hafa verið fjórum mörkum undir Arnar Geir Halldórsson skrifar 17. ágúst 2018 07:30 Einu af átta mörkum Zenit fagnað í gærkvöldi vísir/getty Það var mikið um dramatík víða í Evrópu í gærkvöldi þegar næstsíðasta umferð forkeppni Evrópudeildarinnar fór fram.Íslandsmeistarar Vals eru úr leik eftir að hafa fallið út með naumindum fyrir Sheriff frá Moldavíu en Hjörtur Hermannsson og Viðar Örn Kjartansson komust áfram með sínum liðum. Sama má segja um Jóhann Berg Guðmundsson sem hjálpaði Burnley að komast áfram eftir framlengdan leik.Mesta dramatíkin var hins vegar í Rússlandi þar sem rússneska liðið Zenit frá Pétursborg fékk Hvít-Rússana í Dinamo Minsk í heimsókn. Fyrri leik liðanna lauk með 4-0 sigri Minsk í Hvíta-Rússlandi og þurftu Rússarnir því að vinna upp fjögurra marka forskot í síðari leiknum. Það blés ekki byrlega fyrir Zenit því á 72.mínútu fékk Leandro Paredes að líta rauða spjaldið en þá var staðan 2-0 fyrir Zenit og virtust þeir vera á útleið. Einum færri tókst þeim hins vegar að skora tvö mörk á síðasta stundarfjórðungi leiksins og var það Artem Dzyuba sem sá um það. Staðan því 4-0 eftir venjulegan leiktíma, einvígið samtals 4-4, og þurfti því að framlengja. Framlengingin lyginni líkustFramlengingin var ekki síður dramatísk. Gestirnir skoruðu fyrsta markið þar og voru þar með komnir með útivallarmark sem oft reynist mikilvægt. Staðan 4-1 í leikhléi framlengingar og ljóst að Zenit þyrfti að skora minnst tvö mörk í seinni hálfleik framlengingarinnar. Á 109.mínútu kom Sebastian Driussi Zenit í 5-1 og skömmu síðar fullkomnaði Dzyuba þrennu sína og kom Zenit aftur í forystu í einvíginu. Á lokamínútu framlengingarinnar varð aftur jafnt í liðum þegar Maksim Shvetsov í liði Minsk fékk að líta rauða spjaldið og í kjölfarið skoraði Robert Mak tvö mörk fyrir Zenit í uppbótartíma framlengingarinnar. Lokatölur 8-1 í algjörlega ótrúlegum leik og lauk einvíginu því 8-5 fyrir Zenit sem mætir Molde í lokaumferð forkeppninnar.#Zenit St Petersburg came back from 4-0 down in the first leg to win 8-1 against Dinamo Minsk after extra time in #europaleague playoffs.What a comeback pic.twitter.com/6TN5bzf7Z2— Matchplug (@matchplug) August 17, 2018 Fótbolti Tengdar fréttir Hjörtur, Viðar Örn og Gerrard áfram í Evrópudeildinni Hjörtur Hermannsson og Viðar Örn Kjartansson eru báðir komnir áfram í umspilsleikina fyrir Evrópudeildina tímabilið 2018/2019. 16. ágúst 2018 20:03 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Sheriff 2-1 │Sigur dugði ekki til að komast áfram Valsmenn detta út á útivallarmarki og Evrópudeildardraumurinn er á enda. 16. ágúst 2018 21:30 Jóhann Berg og félagar áfram eftir framlengingu Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru komnir áfram í næstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-0 sigur á Instanbul Basaksehir. 16. ágúst 2018 21:49 Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira
Það var mikið um dramatík víða í Evrópu í gærkvöldi þegar næstsíðasta umferð forkeppni Evrópudeildarinnar fór fram.Íslandsmeistarar Vals eru úr leik eftir að hafa fallið út með naumindum fyrir Sheriff frá Moldavíu en Hjörtur Hermannsson og Viðar Örn Kjartansson komust áfram með sínum liðum. Sama má segja um Jóhann Berg Guðmundsson sem hjálpaði Burnley að komast áfram eftir framlengdan leik.Mesta dramatíkin var hins vegar í Rússlandi þar sem rússneska liðið Zenit frá Pétursborg fékk Hvít-Rússana í Dinamo Minsk í heimsókn. Fyrri leik liðanna lauk með 4-0 sigri Minsk í Hvíta-Rússlandi og þurftu Rússarnir því að vinna upp fjögurra marka forskot í síðari leiknum. Það blés ekki byrlega fyrir Zenit því á 72.mínútu fékk Leandro Paredes að líta rauða spjaldið en þá var staðan 2-0 fyrir Zenit og virtust þeir vera á útleið. Einum færri tókst þeim hins vegar að skora tvö mörk á síðasta stundarfjórðungi leiksins og var það Artem Dzyuba sem sá um það. Staðan því 4-0 eftir venjulegan leiktíma, einvígið samtals 4-4, og þurfti því að framlengja. Framlengingin lyginni líkustFramlengingin var ekki síður dramatísk. Gestirnir skoruðu fyrsta markið þar og voru þar með komnir með útivallarmark sem oft reynist mikilvægt. Staðan 4-1 í leikhléi framlengingar og ljóst að Zenit þyrfti að skora minnst tvö mörk í seinni hálfleik framlengingarinnar. Á 109.mínútu kom Sebastian Driussi Zenit í 5-1 og skömmu síðar fullkomnaði Dzyuba þrennu sína og kom Zenit aftur í forystu í einvíginu. Á lokamínútu framlengingarinnar varð aftur jafnt í liðum þegar Maksim Shvetsov í liði Minsk fékk að líta rauða spjaldið og í kjölfarið skoraði Robert Mak tvö mörk fyrir Zenit í uppbótartíma framlengingarinnar. Lokatölur 8-1 í algjörlega ótrúlegum leik og lauk einvíginu því 8-5 fyrir Zenit sem mætir Molde í lokaumferð forkeppninnar.#Zenit St Petersburg came back from 4-0 down in the first leg to win 8-1 against Dinamo Minsk after extra time in #europaleague playoffs.What a comeback pic.twitter.com/6TN5bzf7Z2— Matchplug (@matchplug) August 17, 2018
Fótbolti Tengdar fréttir Hjörtur, Viðar Örn og Gerrard áfram í Evrópudeildinni Hjörtur Hermannsson og Viðar Örn Kjartansson eru báðir komnir áfram í umspilsleikina fyrir Evrópudeildina tímabilið 2018/2019. 16. ágúst 2018 20:03 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Sheriff 2-1 │Sigur dugði ekki til að komast áfram Valsmenn detta út á útivallarmarki og Evrópudeildardraumurinn er á enda. 16. ágúst 2018 21:30 Jóhann Berg og félagar áfram eftir framlengingu Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru komnir áfram í næstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-0 sigur á Instanbul Basaksehir. 16. ágúst 2018 21:49 Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira
Hjörtur, Viðar Örn og Gerrard áfram í Evrópudeildinni Hjörtur Hermannsson og Viðar Örn Kjartansson eru báðir komnir áfram í umspilsleikina fyrir Evrópudeildina tímabilið 2018/2019. 16. ágúst 2018 20:03
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Sheriff 2-1 │Sigur dugði ekki til að komast áfram Valsmenn detta út á útivallarmarki og Evrópudeildardraumurinn er á enda. 16. ágúst 2018 21:30
Jóhann Berg og félagar áfram eftir framlengingu Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru komnir áfram í næstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-0 sigur á Instanbul Basaksehir. 16. ágúst 2018 21:49