Mætast í fyrsta sinn í úrslitum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. ágúst 2018 11:00 Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, eða Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar? Fréttablaðið/Eyþór Stjarnan og Breiðablik hafa verið fastagestir í bikarúrslitaleikjum í gegnum tíðina en aldrei mæst í þessum stærsta leik hvers árs. Bikarúrslitaleikurinn í kvöld er sögulegur að því leyti. Stjarnan er í bikarúrslitum í fimmta sinn á síðustu sjö árum. Liðið varð bikarmeistari 2012, 2014 og 2015 en tapaði fyrir ÍBV í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki með í fyrra en er staðráðin í að vinna titilinn í ár. „Ég er allavega hungruð í að lyfta þessum bikar og við allar,“ sagði Ásgerður við Fréttablaðið. Vilja bjarga tímabilinu Stjarnan hefur valdið vonbrigðum í Pepsi-deildinni og er úr leik í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Bikarúrslitaleikurinn gefur tímabilinu þó gildi og Stjörnukonur geta orðið bikarmeistarar í fjórða sinn í kvöld. „Við stefnum alltaf á að vinna þá titla sem í boði eru. Við unnum ekki í fyrra og erum langt frá því að verða Íslandsmeistarar í ár, þannig að þetta er stór leikur fyrir okkur. Við ætlum okkur að vinna titil þetta árið,“ sagði Ásgerður. Sóknin er ekki vandamál hjá Stjörnunni en vörnin hefur lekið í sumar. Stjörnukonur hafa fengið á sig 22 mörk í 13 leikjum í Pepsi-deildinni. Aðeins fjögur neðstu liðin hafa fengið á sig fleiri mörk. „Við erum nánast með nýja varnarlínu frá því í fyrra og höfum verið í brasi með varnarleikinn. Mér finnst við ekki jafn þéttar og skipulagðar og síðustu ár,“ sagði Ásgerður. Breiðablik vann báða leikina gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni, þann fyrri 2-6 í Garðabænum og svo 1-0 á Kópavogsvelli. „Við guldum afhroð í fyrsta leiknum en við lærðum mikið af honum. Leikurinn í Kópavoginum var jafn og réðst á marki úr föstu leikatriði,“ sagði Ásgerður. Á meðan Stjarnan hefur verið í vandræðum í Pepsi-deildinni gengur Breiðabliki allt í haginn. Liðið á toppnum, tveimur stigum á undan Þór/KA. Blikar eiga því góða möguleika á að vinna tvöfalt í ár. „Við erum mjög spenntar og ánægðar að vera komnar á Laugardalsvöllinn. Við hlökkum mikið til,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið. Þurfa að stöðva Stjörnusóknina Talsverðar breytingar urðu á Blikaliðinu í vetur og sterkir leikmenn hurfu á braut. Þrátt fyrir það hefur Breiðablik sýnt mikinn styrk og stöðugleika í sumar. „Þetta hefur gengið mjög vel. Liðsheildin er sterk. Við æfðum vel í vetur og komum tilbúnar inn í tímabilið,“ sagði Sonný sem varð bikarmeistari með Breiðabliki fyrir tveimur árum. Blikar hafa alls ellefu sinnum orðið bikarmeistarar en Valskonur eru sigursælastar í sögu bikarkeppninnar með 13 titla. Sonný og stöllur hennar eru meðvitaðar um styrk Garðbæinga. „Þær eru með gríðarlega öflugt sóknarlið og leikmenn sem geta gert út um leiki,“ sagði Sonný. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Stjarnan og Breiðablik hafa verið fastagestir í bikarúrslitaleikjum í gegnum tíðina en aldrei mæst í þessum stærsta leik hvers árs. Bikarúrslitaleikurinn í kvöld er sögulegur að því leyti. Stjarnan er í bikarúrslitum í fimmta sinn á síðustu sjö árum. Liðið varð bikarmeistari 2012, 2014 og 2015 en tapaði fyrir ÍBV í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki með í fyrra en er staðráðin í að vinna titilinn í ár. „Ég er allavega hungruð í að lyfta þessum bikar og við allar,“ sagði Ásgerður við Fréttablaðið. Vilja bjarga tímabilinu Stjarnan hefur valdið vonbrigðum í Pepsi-deildinni og er úr leik í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Bikarúrslitaleikurinn gefur tímabilinu þó gildi og Stjörnukonur geta orðið bikarmeistarar í fjórða sinn í kvöld. „Við stefnum alltaf á að vinna þá titla sem í boði eru. Við unnum ekki í fyrra og erum langt frá því að verða Íslandsmeistarar í ár, þannig að þetta er stór leikur fyrir okkur. Við ætlum okkur að vinna titil þetta árið,“ sagði Ásgerður. Sóknin er ekki vandamál hjá Stjörnunni en vörnin hefur lekið í sumar. Stjörnukonur hafa fengið á sig 22 mörk í 13 leikjum í Pepsi-deildinni. Aðeins fjögur neðstu liðin hafa fengið á sig fleiri mörk. „Við erum nánast með nýja varnarlínu frá því í fyrra og höfum verið í brasi með varnarleikinn. Mér finnst við ekki jafn þéttar og skipulagðar og síðustu ár,“ sagði Ásgerður. Breiðablik vann báða leikina gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni, þann fyrri 2-6 í Garðabænum og svo 1-0 á Kópavogsvelli. „Við guldum afhroð í fyrsta leiknum en við lærðum mikið af honum. Leikurinn í Kópavoginum var jafn og réðst á marki úr föstu leikatriði,“ sagði Ásgerður. Á meðan Stjarnan hefur verið í vandræðum í Pepsi-deildinni gengur Breiðabliki allt í haginn. Liðið á toppnum, tveimur stigum á undan Þór/KA. Blikar eiga því góða möguleika á að vinna tvöfalt í ár. „Við erum mjög spenntar og ánægðar að vera komnar á Laugardalsvöllinn. Við hlökkum mikið til,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið. Þurfa að stöðva Stjörnusóknina Talsverðar breytingar urðu á Blikaliðinu í vetur og sterkir leikmenn hurfu á braut. Þrátt fyrir það hefur Breiðablik sýnt mikinn styrk og stöðugleika í sumar. „Þetta hefur gengið mjög vel. Liðsheildin er sterk. Við æfðum vel í vetur og komum tilbúnar inn í tímabilið,“ sagði Sonný sem varð bikarmeistari með Breiðabliki fyrir tveimur árum. Blikar hafa alls ellefu sinnum orðið bikarmeistarar en Valskonur eru sigursælastar í sögu bikarkeppninnar með 13 titla. Sonný og stöllur hennar eru meðvitaðar um styrk Garðbæinga. „Þær eru með gríðarlega öflugt sóknarlið og leikmenn sem geta gert út um leiki,“ sagði Sonný.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn