Raforka í brennidepli fyrir kosningar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. ágúst 2018 08:00 Samkvæmt samkomulaginu skal landið knúið að fullu af endurnýjanlegum orkugjöfum 2040. Nordic photos/getty Komandi þingkosningar í Svíþjóð gætu haft mikið að segja um framtíð raforkumála í landinu. Tveggja ára gamalt þverpólitískt samkomulag um málaflokkinn gæti verið í hættu. Tveir flokkar hafa boðað að það verði fellt úr gildi eða því breytt að stórum hluta. Í júní 2016 undirrituðu fulltrúar fimm flokka, af átta sem áttu fulltrúa á þinginu, nýtt orkusamkomulag. Kvað það meðal annars á um að árið 2040 skyldi Svíþjóð knúin að öllu leyti með endurnýjanlegum orkugjöfum. Þá fól það einnig í sér að fjögur kjarnorkuver, af þeim tíu sem nú eru starfandi, skyldu hætta starfsemi árið 2020. Sem stendur á ríflega helmingur sænskrar orku rætur að rekja til vatnsaflsvirkjana en um þriðjungur kemur frá kjarnorkuverum. Þá skyldi útblæstri frá jarðefnaeldsneyti hætt árið 2045. Samkomulagið batt enda á ríflega þrjátíu ára deilu um kjarnorku í ríkinu. Mörg kjarnorkuvera landsins eru komin til ára sinna og kostnaðarsamt gæti orðið að útbúa þau þannig að þau uppfylli þær öryggiskröfur sem nú eru gerðar til slíkra vera. Því var tekin ákvörðun um að loka fjórum þeirra. Framtíð hinna sex er nokkuð óviss. Gífurlegir þurrkar hafa verið í Svíþjóð þetta sumarið en grillbann hefur verið í gildi í stórum hlutum landsins vegna hættu á skógareldum. Eðli málsins samkvæmt hefur þurrviðrið haft áhrif á vatnsmagn í uppistöðulónum landsins. Orkunýting í sumar hefur verið með mesta móti til að mæta hitanum og hefur það haft áhrif á orkuverð. Teikn eru á lofti um að í vetur verði ekki næg orka til að anna eftirspurn og hefur dreifingaraðilinn Svenska Kraftnat sagt að í mesta vetrarkuldanum gæti Svíþjóð þurft að flytja inn raforku vegna þessa. Staðan nú sé slík að verði ekkert gert muni orkuverð hækka umtalsvert. Málið er orðið eitt af þeim stærstu fyrir komandi kosningar ásamt málefnum sem varða innflytjendur og flóttamenn. Frambjóðendur Svíþjóðardemókrata hafa gefið út að þeir stefni að því að fella samkomulagið úr gildi. Lokun kjarnorkuvera verði slegin út af borðinu og möguleikar á aukinni nýtingu kjarnorku kannaðir frekar. Við undirbúning samkomulagsins var Svíþjóðardemókrötum ekki boðið að samningaborðinu. Að því stóðu stjórnarflokkarnir tveir, Græningjar og Sósíaldemókratar, auk Miðflokksins, Hægriflokksins og Kristilegra demókrata. Síðastnefndi flokkurinn hefur undanfarið gefið út að staðan nú kalli á að samkomulagið verði endurskoðað að stórum hluta. „Styrkleiki samkomulagsins felst í því að það er þverpólitískt,“ segir í svari orkumálaráðherrans Ibrahims Baylan við fyrirspurn Bloomberg. „Þetta er í fyrsta sinn í sögu Svíþjóðar sem fimm flokkar af báðum hliðum stjórnmálanna koma saman og samþykkja orkumarkmið.“ „Samkomulagið er í raun tóm skel sem skortir smáatriði og útfærslur,“ segir Runar Brannlund, yfirmaður hagfræðirannsókna við háskólann í Umeå. „Það tekur ekki á því hvað skuli gera þegar það er lygnt eða þegar sólin sést ekki.“ Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Orkumál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Komandi þingkosningar í Svíþjóð gætu haft mikið að segja um framtíð raforkumála í landinu. Tveggja ára gamalt þverpólitískt samkomulag um málaflokkinn gæti verið í hættu. Tveir flokkar hafa boðað að það verði fellt úr gildi eða því breytt að stórum hluta. Í júní 2016 undirrituðu fulltrúar fimm flokka, af átta sem áttu fulltrúa á þinginu, nýtt orkusamkomulag. Kvað það meðal annars á um að árið 2040 skyldi Svíþjóð knúin að öllu leyti með endurnýjanlegum orkugjöfum. Þá fól það einnig í sér að fjögur kjarnorkuver, af þeim tíu sem nú eru starfandi, skyldu hætta starfsemi árið 2020. Sem stendur á ríflega helmingur sænskrar orku rætur að rekja til vatnsaflsvirkjana en um þriðjungur kemur frá kjarnorkuverum. Þá skyldi útblæstri frá jarðefnaeldsneyti hætt árið 2045. Samkomulagið batt enda á ríflega þrjátíu ára deilu um kjarnorku í ríkinu. Mörg kjarnorkuvera landsins eru komin til ára sinna og kostnaðarsamt gæti orðið að útbúa þau þannig að þau uppfylli þær öryggiskröfur sem nú eru gerðar til slíkra vera. Því var tekin ákvörðun um að loka fjórum þeirra. Framtíð hinna sex er nokkuð óviss. Gífurlegir þurrkar hafa verið í Svíþjóð þetta sumarið en grillbann hefur verið í gildi í stórum hlutum landsins vegna hættu á skógareldum. Eðli málsins samkvæmt hefur þurrviðrið haft áhrif á vatnsmagn í uppistöðulónum landsins. Orkunýting í sumar hefur verið með mesta móti til að mæta hitanum og hefur það haft áhrif á orkuverð. Teikn eru á lofti um að í vetur verði ekki næg orka til að anna eftirspurn og hefur dreifingaraðilinn Svenska Kraftnat sagt að í mesta vetrarkuldanum gæti Svíþjóð þurft að flytja inn raforku vegna þessa. Staðan nú sé slík að verði ekkert gert muni orkuverð hækka umtalsvert. Málið er orðið eitt af þeim stærstu fyrir komandi kosningar ásamt málefnum sem varða innflytjendur og flóttamenn. Frambjóðendur Svíþjóðardemókrata hafa gefið út að þeir stefni að því að fella samkomulagið úr gildi. Lokun kjarnorkuvera verði slegin út af borðinu og möguleikar á aukinni nýtingu kjarnorku kannaðir frekar. Við undirbúning samkomulagsins var Svíþjóðardemókrötum ekki boðið að samningaborðinu. Að því stóðu stjórnarflokkarnir tveir, Græningjar og Sósíaldemókratar, auk Miðflokksins, Hægriflokksins og Kristilegra demókrata. Síðastnefndi flokkurinn hefur undanfarið gefið út að staðan nú kalli á að samkomulagið verði endurskoðað að stórum hluta. „Styrkleiki samkomulagsins felst í því að það er þverpólitískt,“ segir í svari orkumálaráðherrans Ibrahims Baylan við fyrirspurn Bloomberg. „Þetta er í fyrsta sinn í sögu Svíþjóðar sem fimm flokkar af báðum hliðum stjórnmálanna koma saman og samþykkja orkumarkmið.“ „Samkomulagið er í raun tóm skel sem skortir smáatriði og útfærslur,“ segir Runar Brannlund, yfirmaður hagfræðirannsókna við háskólann í Umeå. „Það tekur ekki á því hvað skuli gera þegar það er lygnt eða þegar sólin sést ekki.“
Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Orkumál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira