Upp við vegg Hörður Ægisson skrifar 17. ágúst 2018 06:00 Það er gömul saga og ný að fjárfesting í flugiðnaði er afar áhættusöm. Fjárfestar í evrópskum flugfélögum hafa verið minntir á þau sannindi undanfarin misseri þar sem afkoma flestra félaga hefur farið versnandi samhliða harðnandi samkeppni og hækkandi olíuverði. Íslensku flugfélögin hafa ekki farið varhluta af þeirri þróun. Þótt meira hafi farið fyrir fréttum af versnandi gengi Icelandair – markaðsvirði þess hefur minnkað um liðlega 150 milljarða á rúmlega tveimur árum – þá er ljóst að fjárhagsstaða WOW air er mun brothættari. Nýjustu tíðindi af flugfélaginu, sem koma líklega fæstum mjög á óvart enda hefur það stækkað gríðarlega á örfáum árum, sýna að afkoman hefur versnað verulega á skömmum tíma. Eigið fé er af skornum skammti og handbært fé hverfandi. Staða WOW air er tvísýn og næstu vikur gætu ráðið miklu um framtíð félagsins. Hátt olíuverð hefur leikið flugfélagið sérstaklega grátt. Olíukostnaður var um fjórðungur af heildartekjum í fyrra – til samanburðar var hann 17 prósent hjá Icelandair – en fullvíst má telja að hlutfallið hafi hækkað enn meira þar sem verð á flugeldsneyti fór upp um 36 prósent á fyrri árshelmingi. Ákvörðun WOW air um að verja sig ekki fyrir sveiflum í olíuverði, ólíkt helstu keppinautum sínum í Evrópu, meðal annars Icelandair og Norwegian, var eftir á að hyggja röng og hefur reynst félaginu dýrkeypt. Þótt stærstu flugfélög Bandaríkjanna fylgi sömu stefnu þá er þar ólíku saman að jafna enda eru þau fjárhagslega mun sterkari og með greiðan aðgang að fjármagni ef á þarf að halda. Hættan er einna helst sú að olíuverð fari hækkandi, eins og sumir greinendur telja sennilegt sökum viðskiptaþvingana Bandaríkjastjórnar gagnvart Íran, á sama tíma og meðalfargjöld haldast áfram lág vegna mikillar samkeppni í flugi yfir hafið. Þá þarf líklega ekki að spyrja að leikslokum. Það sem veldur einnig áhyggjum er hvað launakostnaður WOW air hefur aukist langt umfram tekjur síðustu misseri. Launakostnaður nam um 15 prósentum af tekjum á árinu 2016 en á undanförnum tólf mánuðum – frá júlí 2017 til júní 2018 – var hlutfallið komið í tæplega 20 prósent. Það er gríðarleg hækkun á ekki lengri tíma og mun hærra hlutfall en þekkist hjá öðrum evrópskum lággjaldaflugfélögum. Ein stærsta áskorun stjórnenda íslensku flugfélaganna, rétt eins og á við um flest hver innlend fyrirtæki í erlendri samkeppni, er að leita allra leiða til að ná niður launakostnaði eigi þau að vera alþjóðlega samkeppnisfær. Að öðrum kosti mun illa fara. Óþarfi er að fjölyrða um mikilvægi íslensku flugfélaganna fyrir vöxt og viðgang ferðaþjónustunnar. Þau standa undir um 80 prósentum af öllu flugi til og frá landinu og þótt ómögulegt sé að segja fyrir með vissu um afleiðingarnar ef annað þeirra lendir í alvarlegum fjárhagsvandræðum þá er ljóst að höggið fyrir íslenskt efnahagslíf yrði að líkindum talsvert, að minnsta kosti til skemmri tíma, og það „tæki einhver ár að ná aftur jafnvægi“, eins og Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, hefur sjálfur sagt. Skúli, sem er þekktur fyrir að spila djarft, leitar nú aukins fjármagns, með liðsinni norska verðbréfafyrirtækisins Pareto, og hyggst afla sér allt að 12 milljarða með sölu skuldabréfs til evrópskra fjárfesta. Ástæða er til að ætla að það muni takast enda þótt vaxtakjörin verði án efa svívirðilega há. Það er fórnarkostnaður sem er þess virði að leggja í. Tíminn vinnur ekki með félaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Það er gömul saga og ný að fjárfesting í flugiðnaði er afar áhættusöm. Fjárfestar í evrópskum flugfélögum hafa verið minntir á þau sannindi undanfarin misseri þar sem afkoma flestra félaga hefur farið versnandi samhliða harðnandi samkeppni og hækkandi olíuverði. Íslensku flugfélögin hafa ekki farið varhluta af þeirri þróun. Þótt meira hafi farið fyrir fréttum af versnandi gengi Icelandair – markaðsvirði þess hefur minnkað um liðlega 150 milljarða á rúmlega tveimur árum – þá er ljóst að fjárhagsstaða WOW air er mun brothættari. Nýjustu tíðindi af flugfélaginu, sem koma líklega fæstum mjög á óvart enda hefur það stækkað gríðarlega á örfáum árum, sýna að afkoman hefur versnað verulega á skömmum tíma. Eigið fé er af skornum skammti og handbært fé hverfandi. Staða WOW air er tvísýn og næstu vikur gætu ráðið miklu um framtíð félagsins. Hátt olíuverð hefur leikið flugfélagið sérstaklega grátt. Olíukostnaður var um fjórðungur af heildartekjum í fyrra – til samanburðar var hann 17 prósent hjá Icelandair – en fullvíst má telja að hlutfallið hafi hækkað enn meira þar sem verð á flugeldsneyti fór upp um 36 prósent á fyrri árshelmingi. Ákvörðun WOW air um að verja sig ekki fyrir sveiflum í olíuverði, ólíkt helstu keppinautum sínum í Evrópu, meðal annars Icelandair og Norwegian, var eftir á að hyggja röng og hefur reynst félaginu dýrkeypt. Þótt stærstu flugfélög Bandaríkjanna fylgi sömu stefnu þá er þar ólíku saman að jafna enda eru þau fjárhagslega mun sterkari og með greiðan aðgang að fjármagni ef á þarf að halda. Hættan er einna helst sú að olíuverð fari hækkandi, eins og sumir greinendur telja sennilegt sökum viðskiptaþvingana Bandaríkjastjórnar gagnvart Íran, á sama tíma og meðalfargjöld haldast áfram lág vegna mikillar samkeppni í flugi yfir hafið. Þá þarf líklega ekki að spyrja að leikslokum. Það sem veldur einnig áhyggjum er hvað launakostnaður WOW air hefur aukist langt umfram tekjur síðustu misseri. Launakostnaður nam um 15 prósentum af tekjum á árinu 2016 en á undanförnum tólf mánuðum – frá júlí 2017 til júní 2018 – var hlutfallið komið í tæplega 20 prósent. Það er gríðarleg hækkun á ekki lengri tíma og mun hærra hlutfall en þekkist hjá öðrum evrópskum lággjaldaflugfélögum. Ein stærsta áskorun stjórnenda íslensku flugfélaganna, rétt eins og á við um flest hver innlend fyrirtæki í erlendri samkeppni, er að leita allra leiða til að ná niður launakostnaði eigi þau að vera alþjóðlega samkeppnisfær. Að öðrum kosti mun illa fara. Óþarfi er að fjölyrða um mikilvægi íslensku flugfélaganna fyrir vöxt og viðgang ferðaþjónustunnar. Þau standa undir um 80 prósentum af öllu flugi til og frá landinu og þótt ómögulegt sé að segja fyrir með vissu um afleiðingarnar ef annað þeirra lendir í alvarlegum fjárhagsvandræðum þá er ljóst að höggið fyrir íslenskt efnahagslíf yrði að líkindum talsvert, að minnsta kosti til skemmri tíma, og það „tæki einhver ár að ná aftur jafnvægi“, eins og Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, hefur sjálfur sagt. Skúli, sem er þekktur fyrir að spila djarft, leitar nú aukins fjármagns, með liðsinni norska verðbréfafyrirtækisins Pareto, og hyggst afla sér allt að 12 milljarða með sölu skuldabréfs til evrópskra fjárfesta. Ástæða er til að ætla að það muni takast enda þótt vaxtakjörin verði án efa svívirðilega há. Það er fórnarkostnaður sem er þess virði að leggja í. Tíminn vinnur ekki með félaginu.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun