Fimmtán sem biðu eftir plássi á Vogi dóu í fyrra Aðalheiður Ámundadótir skrifar 17. ágúst 2018 06:00 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Fréttablaðið/Pjetur Fimmtán einstaklingar sem voru á biðlista eftir meðferð á Vogi í fyrra létust áður en til meðferðar kom. Ellefu einstaklingar sem biðu meðferðar létust árið 2016. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Söru Elísu Þórðardóttur sem birt var á vef Alþingis í gær. Í svari ráðherra kemur einnig fram að um það bil þriðjungur þeirra sem fara á biðlista skili sér ekki í meðferð, ýmist hætti við, mæti ekki til innlagnar eða ekki náist í viðkomandi. „Biðlistar eru slæmir, best er að geta komið til móts við fólk þegar það biður um aðstoð en ekki vikum eða mánuðum síðar. Þá getur margt hafa breyst,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Aðspurð segir Valgerður að SÁÁ hafi ekki upplýsingar um dánarorsakir þeirra sem létust meðan þeir biðu meðferðar. Bráðveikir fá þjónustu í heilbrigðiskerfinu öllu sem betur fer.Yfir tvö þúsund manns eru skráð á biðlista hjá SÁÁ. Fréttablaðið/HeiðaTöluvert hefur verið rætt um aukna tíðni dauðsfalla hér á landi vegna vímuefnanotkunar. Í erindi Þórarins Tyrfingssonar um efnið á Læknadögum í janúar kom fram að í fyrra hafi 32 áfengis- og vímuefnasjúklingar undir fertugu látist. Þar af var tæpur helmingur undir þrítugu. Á árinu 2016 létust 27 undir fertugu þar af níu undir þrítugu. Tölur á borð við þessar hafi ekki sést frá því í kringum aldamót en fíkn í sterkari ópíóíða hafi byrjað að vaxa aftur árið 2013 og náð áður óþekktri stærð árið 2016. Tölurnar sem Þórarinn byggði erindi sitt á eru sóttar í gagnagrunn Vogs sem nær yfir um það bil 25 þúsund einstaklinga. Hann segir fjölgun á ótímabærum dauðsföllum meðal hinna yngri í grunninum gefa vísbendingu um að auka þurfi og bæta bráðaþjónustu við þetta fólk en þjónustan er í höndum Vogs, bráðamóttöku Landspítalans, sjúkraflutninga og lögreglu. Um fjársveltar stofnanir sé að ræða og biðlistar hafi aldrei verið lengri. Í svari ráðherra kemur einnig fram að fram undan sé stefnumótun um meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Fjölbreytileiki og framboð meðferðarúrræða verði meðal þess sem farið verði yfir í þeirri vinnu. Valgerður segir að meðferðarúrræðin þurfi að vera fjölbreytt og þau hjá SÁÁ myndu gjarnan vilja gera miklu meira, til dæmis hafa öflugri göngudeild. „Að tala um að það vanti úrræði og fjölbreytni er eitt en annað að greiða ekki einu sinni fyrir þau mörgu úrræði sem eru veitt, það er sérstakt. Ríkið sinnir því ekki. Orð duga skammt,“ segir Valgerður. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Fimmtán einstaklingar sem voru á biðlista eftir meðferð á Vogi í fyrra létust áður en til meðferðar kom. Ellefu einstaklingar sem biðu meðferðar létust árið 2016. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Söru Elísu Þórðardóttur sem birt var á vef Alþingis í gær. Í svari ráðherra kemur einnig fram að um það bil þriðjungur þeirra sem fara á biðlista skili sér ekki í meðferð, ýmist hætti við, mæti ekki til innlagnar eða ekki náist í viðkomandi. „Biðlistar eru slæmir, best er að geta komið til móts við fólk þegar það biður um aðstoð en ekki vikum eða mánuðum síðar. Þá getur margt hafa breyst,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Aðspurð segir Valgerður að SÁÁ hafi ekki upplýsingar um dánarorsakir þeirra sem létust meðan þeir biðu meðferðar. Bráðveikir fá þjónustu í heilbrigðiskerfinu öllu sem betur fer.Yfir tvö þúsund manns eru skráð á biðlista hjá SÁÁ. Fréttablaðið/HeiðaTöluvert hefur verið rætt um aukna tíðni dauðsfalla hér á landi vegna vímuefnanotkunar. Í erindi Þórarins Tyrfingssonar um efnið á Læknadögum í janúar kom fram að í fyrra hafi 32 áfengis- og vímuefnasjúklingar undir fertugu látist. Þar af var tæpur helmingur undir þrítugu. Á árinu 2016 létust 27 undir fertugu þar af níu undir þrítugu. Tölur á borð við þessar hafi ekki sést frá því í kringum aldamót en fíkn í sterkari ópíóíða hafi byrjað að vaxa aftur árið 2013 og náð áður óþekktri stærð árið 2016. Tölurnar sem Þórarinn byggði erindi sitt á eru sóttar í gagnagrunn Vogs sem nær yfir um það bil 25 þúsund einstaklinga. Hann segir fjölgun á ótímabærum dauðsföllum meðal hinna yngri í grunninum gefa vísbendingu um að auka þurfi og bæta bráðaþjónustu við þetta fólk en þjónustan er í höndum Vogs, bráðamóttöku Landspítalans, sjúkraflutninga og lögreglu. Um fjársveltar stofnanir sé að ræða og biðlistar hafi aldrei verið lengri. Í svari ráðherra kemur einnig fram að fram undan sé stefnumótun um meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Fjölbreytileiki og framboð meðferðarúrræða verði meðal þess sem farið verði yfir í þeirri vinnu. Valgerður segir að meðferðarúrræðin þurfi að vera fjölbreytt og þau hjá SÁÁ myndu gjarnan vilja gera miklu meira, til dæmis hafa öflugri göngudeild. „Að tala um að það vanti úrræði og fjölbreytni er eitt en annað að greiða ekki einu sinni fyrir þau mörgu úrræði sem eru veitt, það er sérstakt. Ríkið sinnir því ekki. Orð duga skammt,“ segir Valgerður.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira