Samningaviðræður um Heklureitinn strand Sveinn Arnarsson skrifar 16. ágúst 2018 05:52 Heklureiturinn á að skila borginni um 350 íbúðum miðsvæðis. Samningaviðræður þokast hægt. Fréttablaðið/Eyþór. Samkomulag á milli Heklu og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á Heklureitnum og þéttingu byggðar við Laugaveg er enn ekki í augsýn þrátt fyrir vilja beggja til að byggja upp á reitnum og færa höfuðstöðvar Heklu upp í Breiðholt. Formaður skipulagsráðs borgarinnar segir mikilvægt að gæta hagsmuna borgarinnar í hvívetna við samningagerðina. Í byrjun maímánaðar, rétt fyrir kosningar til sveitarstjórna, var kynnt með pompi og prakt viljayfirlýsing Heklu hf. og Reykjavíkurborgar um að byggðar yrðu um 350 íbúðir þar sem höfuðstöðvar Heklu eru nú við Laugaveg. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, skrifuðu þá undir yfirlýsinguna um samstillta uppbyggingu og flutning höfuðstöðvanna. Síðan þá hefur heldur sigið á ógæfuhliðina í samningaviðræðunum og sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa samningar ekki náðst þar sem Hekla telur Reykjavíkurborg reyna um of að rýra hag fyrirtækisins af þessum vistaskiptum. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagssviðs borgarinnar.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir mikilvægt að gæta hagsmuna borgarbúa. „Nei, það hafa ekki náðst samningar. Þetta er að mínu mati mikilvægur þéttingarreitur í borginni og við vonumst eftir því að samningar muni nást með haustinu. Samningaviðræður eru í gangi og þær taka bara tíma en ég er jákvæð um að þær klárist,“ segir hún. Þegar Sigurborg Ósk er spurð út í hvort borgin sé of kröfuhörð í samningaviðræðunum og hvort eigendur Heklu telji sig svikna af viljayfirlýsingunni segist hún ekki geta farið ítarlega yfir samninginn í fjölmiðl- um. „Ég get ekki farið ofan í saumana á þeim atriðum sem við erum að semja um. Við gætum hagsmuna Reykjavíkurborgar og almennings og það er það sem vakir fyrir okkur í öllum samningaviðræðum,“ segir hún. „Þegar samningar nást hefst hefðbundið skipulagsferli. Við vonumst eftir því að framkvæmdir geti hafist á næsta ári.“ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Samkomulag á milli Heklu og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á Heklureitnum og þéttingu byggðar við Laugaveg er enn ekki í augsýn þrátt fyrir vilja beggja til að byggja upp á reitnum og færa höfuðstöðvar Heklu upp í Breiðholt. Formaður skipulagsráðs borgarinnar segir mikilvægt að gæta hagsmuna borgarinnar í hvívetna við samningagerðina. Í byrjun maímánaðar, rétt fyrir kosningar til sveitarstjórna, var kynnt með pompi og prakt viljayfirlýsing Heklu hf. og Reykjavíkurborgar um að byggðar yrðu um 350 íbúðir þar sem höfuðstöðvar Heklu eru nú við Laugaveg. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, skrifuðu þá undir yfirlýsinguna um samstillta uppbyggingu og flutning höfuðstöðvanna. Síðan þá hefur heldur sigið á ógæfuhliðina í samningaviðræðunum og sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa samningar ekki náðst þar sem Hekla telur Reykjavíkurborg reyna um of að rýra hag fyrirtækisins af þessum vistaskiptum. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagssviðs borgarinnar.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir mikilvægt að gæta hagsmuna borgarbúa. „Nei, það hafa ekki náðst samningar. Þetta er að mínu mati mikilvægur þéttingarreitur í borginni og við vonumst eftir því að samningar muni nást með haustinu. Samningaviðræður eru í gangi og þær taka bara tíma en ég er jákvæð um að þær klárist,“ segir hún. Þegar Sigurborg Ósk er spurð út í hvort borgin sé of kröfuhörð í samningaviðræðunum og hvort eigendur Heklu telji sig svikna af viljayfirlýsingunni segist hún ekki geta farið ítarlega yfir samninginn í fjölmiðl- um. „Ég get ekki farið ofan í saumana á þeim atriðum sem við erum að semja um. Við gætum hagsmuna Reykjavíkurborgar og almennings og það er það sem vakir fyrir okkur í öllum samningaviðræðum,“ segir hún. „Þegar samningar nást hefst hefðbundið skipulagsferli. Við vonumst eftir því að framkvæmdir geti hafist á næsta ári.“
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira