Samningaviðræður um Heklureitinn strand Sveinn Arnarsson skrifar 16. ágúst 2018 05:52 Heklureiturinn á að skila borginni um 350 íbúðum miðsvæðis. Samningaviðræður þokast hægt. Fréttablaðið/Eyþór. Samkomulag á milli Heklu og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á Heklureitnum og þéttingu byggðar við Laugaveg er enn ekki í augsýn þrátt fyrir vilja beggja til að byggja upp á reitnum og færa höfuðstöðvar Heklu upp í Breiðholt. Formaður skipulagsráðs borgarinnar segir mikilvægt að gæta hagsmuna borgarinnar í hvívetna við samningagerðina. Í byrjun maímánaðar, rétt fyrir kosningar til sveitarstjórna, var kynnt með pompi og prakt viljayfirlýsing Heklu hf. og Reykjavíkurborgar um að byggðar yrðu um 350 íbúðir þar sem höfuðstöðvar Heklu eru nú við Laugaveg. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, skrifuðu þá undir yfirlýsinguna um samstillta uppbyggingu og flutning höfuðstöðvanna. Síðan þá hefur heldur sigið á ógæfuhliðina í samningaviðræðunum og sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa samningar ekki náðst þar sem Hekla telur Reykjavíkurborg reyna um of að rýra hag fyrirtækisins af þessum vistaskiptum. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagssviðs borgarinnar.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir mikilvægt að gæta hagsmuna borgarbúa. „Nei, það hafa ekki náðst samningar. Þetta er að mínu mati mikilvægur þéttingarreitur í borginni og við vonumst eftir því að samningar muni nást með haustinu. Samningaviðræður eru í gangi og þær taka bara tíma en ég er jákvæð um að þær klárist,“ segir hún. Þegar Sigurborg Ósk er spurð út í hvort borgin sé of kröfuhörð í samningaviðræðunum og hvort eigendur Heklu telji sig svikna af viljayfirlýsingunni segist hún ekki geta farið ítarlega yfir samninginn í fjölmiðl- um. „Ég get ekki farið ofan í saumana á þeim atriðum sem við erum að semja um. Við gætum hagsmuna Reykjavíkurborgar og almennings og það er það sem vakir fyrir okkur í öllum samningaviðræðum,“ segir hún. „Þegar samningar nást hefst hefðbundið skipulagsferli. Við vonumst eftir því að framkvæmdir geti hafist á næsta ári.“ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Samkomulag á milli Heklu og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á Heklureitnum og þéttingu byggðar við Laugaveg er enn ekki í augsýn þrátt fyrir vilja beggja til að byggja upp á reitnum og færa höfuðstöðvar Heklu upp í Breiðholt. Formaður skipulagsráðs borgarinnar segir mikilvægt að gæta hagsmuna borgarinnar í hvívetna við samningagerðina. Í byrjun maímánaðar, rétt fyrir kosningar til sveitarstjórna, var kynnt með pompi og prakt viljayfirlýsing Heklu hf. og Reykjavíkurborgar um að byggðar yrðu um 350 íbúðir þar sem höfuðstöðvar Heklu eru nú við Laugaveg. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, skrifuðu þá undir yfirlýsinguna um samstillta uppbyggingu og flutning höfuðstöðvanna. Síðan þá hefur heldur sigið á ógæfuhliðina í samningaviðræðunum og sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa samningar ekki náðst þar sem Hekla telur Reykjavíkurborg reyna um of að rýra hag fyrirtækisins af þessum vistaskiptum. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagssviðs borgarinnar.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir mikilvægt að gæta hagsmuna borgarbúa. „Nei, það hafa ekki náðst samningar. Þetta er að mínu mati mikilvægur þéttingarreitur í borginni og við vonumst eftir því að samningar muni nást með haustinu. Samningaviðræður eru í gangi og þær taka bara tíma en ég er jákvæð um að þær klárist,“ segir hún. Þegar Sigurborg Ósk er spurð út í hvort borgin sé of kröfuhörð í samningaviðræðunum og hvort eigendur Heklu telji sig svikna af viljayfirlýsingunni segist hún ekki geta farið ítarlega yfir samninginn í fjölmiðl- um. „Ég get ekki farið ofan í saumana á þeim atriðum sem við erum að semja um. Við gætum hagsmuna Reykjavíkurborgar og almennings og það er það sem vakir fyrir okkur í öllum samningaviðræðum,“ segir hún. „Þegar samningar nást hefst hefðbundið skipulagsferli. Við vonumst eftir því að framkvæmdir geti hafist á næsta ári.“
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira