Þakklætisvottur fyrir uppsafnaða hamingju Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 06:45 Ragna, dóttir Helgu Rögnu Pálsdóttur og Helga Eggertssonar í Gróðrarstöðinni í Kjarri, tók við viðurkenningunni fyrir þeirra hönd. Elliði er í miðið og Jónas lengst til hægri. Eitt af fyrstu verkefnum Elliða Vignissonar, nýs bæjarstóra Ölfuss, var að veita bæði lista- og menningarverðlaun og umhverfisverðlaun Ölfuss fyrir árið 2018. Þau fyrrnefndu hlaut tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson fyrir framlag sitt á sviði lista og menningar til sveitarfélagsins. Í rökstuðningi kom fram að hann hafi margoft haldið tónleika eða verið hluti af menningarviðburðum í Þorlákshöfn og sé alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd, hafi hann tök á því. Því var við hæfi að heyra í Jónasi. „Ég er frá Þorlákshöfn, fæddur og uppalinn þar og byrjaði í tónlist í Lúðrasveit Þorlákshafnar,“ útskýrir hann. „Svo gerði ég dálítið stórt heimabyggðarverkefni árið 2012. Þá var ég með Lúðrasveit Þorlákshafnar í að gera plötu. Þar var lag sem var mikið spilað sem heitir Hafið er svart, það var til dæmis tekið upp af mér með Lúðrasveit Þorlákshafnar í kirkjunni í Þorlákshöfn,“ segir Jónas sem kveðst alltaf halda góðum tengslum við sína heimabyggð og hugsa hlýtt til hennar. Nefnir annað dæmi um það. „Ég hef haft það prinsipp að láta ekki nota tónlistina mína í auglýsingar. En svo sýndi sveitarfélagið Ölfus áhuga á að nota lagið mitt Hamingjan er hér í auglýsingu og ég gaf því ótakmarkað leyfi fyrir því lagi. Nú hefur það verið með auglýsingaherferð í tvö ár þar sem þetta lag hefur hljómað. Það virkar svona vel. Ég held að þessi viðurkenning sé þakklætisvottur fyrir uppsafnaða hamingju. Mér þykir mjög vænt um það.“ Umhverfisverðlaun Ölfuss 2018 hlaut Gróðrarstöðin í Kjarri fyrir einstaklega fallegt og snyrtilegt umhverfi. Gróðrarstöðin er í eigu hjónanna Helgu Rögnu Pálsdóttur og Helga Eggertssonar og frá árinu 1981 hafa þau byggt þar upp garðplöntuframleiðslu. Ragna, dóttir Helgu og Helga, tók við verðlaununum fyrir þeirra hönd. Verðlaunagripina gerði Dagný Magnúsdóttir glerlistakona og eigandi kaffihússins/glerlistasmiðjunnar Hendur í Höfn í Þorlákshöfn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Eitt af fyrstu verkefnum Elliða Vignissonar, nýs bæjarstóra Ölfuss, var að veita bæði lista- og menningarverðlaun og umhverfisverðlaun Ölfuss fyrir árið 2018. Þau fyrrnefndu hlaut tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson fyrir framlag sitt á sviði lista og menningar til sveitarfélagsins. Í rökstuðningi kom fram að hann hafi margoft haldið tónleika eða verið hluti af menningarviðburðum í Þorlákshöfn og sé alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd, hafi hann tök á því. Því var við hæfi að heyra í Jónasi. „Ég er frá Þorlákshöfn, fæddur og uppalinn þar og byrjaði í tónlist í Lúðrasveit Þorlákshafnar,“ útskýrir hann. „Svo gerði ég dálítið stórt heimabyggðarverkefni árið 2012. Þá var ég með Lúðrasveit Þorlákshafnar í að gera plötu. Þar var lag sem var mikið spilað sem heitir Hafið er svart, það var til dæmis tekið upp af mér með Lúðrasveit Þorlákshafnar í kirkjunni í Þorlákshöfn,“ segir Jónas sem kveðst alltaf halda góðum tengslum við sína heimabyggð og hugsa hlýtt til hennar. Nefnir annað dæmi um það. „Ég hef haft það prinsipp að láta ekki nota tónlistina mína í auglýsingar. En svo sýndi sveitarfélagið Ölfus áhuga á að nota lagið mitt Hamingjan er hér í auglýsingu og ég gaf því ótakmarkað leyfi fyrir því lagi. Nú hefur það verið með auglýsingaherferð í tvö ár þar sem þetta lag hefur hljómað. Það virkar svona vel. Ég held að þessi viðurkenning sé þakklætisvottur fyrir uppsafnaða hamingju. Mér þykir mjög vænt um það.“ Umhverfisverðlaun Ölfuss 2018 hlaut Gróðrarstöðin í Kjarri fyrir einstaklega fallegt og snyrtilegt umhverfi. Gróðrarstöðin er í eigu hjónanna Helgu Rögnu Pálsdóttur og Helga Eggertssonar og frá árinu 1981 hafa þau byggt þar upp garðplöntuframleiðslu. Ragna, dóttir Helgu og Helga, tók við verðlaununum fyrir þeirra hönd. Verðlaunagripina gerði Dagný Magnúsdóttir glerlistakona og eigandi kaffihússins/glerlistasmiðjunnar Hendur í Höfn í Þorlákshöfn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira