Nýjasta tíska til leigu Brynhildur Björnsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 07:15 Þessi kjóll er úr lystisnekkjulínu Chanel 2018 og er til leigu í fimm daga fyrir 30.000 krónur sem eru tíu prósent af söluvirði úr búð. Við vitum öll að einnota tíska fer afar illa með umhverfið. Talið er að milljarður fataplagga sé framleiddur árlega og um helmingur þess ódýra fatnaðar sem seldur er fer í ruslið innan árs. Þetta viðskiptalíkan fær okkur til að versla án þess að leiða hugann að því hvað við þurfum og munum í raun nota. Föt að andvirði 30 milljarðar enskra punda hanga í fataskápum án þess að nokkur hafi nokkru sinni klæðst þeim og fatnaður að andvirði 140 milljarðar punda fer í landfyllingar ár hvert svo það er ekki að undra að tískuiðnaðurinn muni nýta um fjórðung af mengunarkvóta heimsins árið 2050. Sumar versl- anir, eins og H&M til dæmis, hafa gripið boltann og bjóða viðskipta- vinum sínum að skila ónýtum eða ónotuðum fötum í búðirnar og fá í staðinn inneign í búðinni. Deila má um hvort það sé nóg. Því hafa æ fleiri horft til möguleikans á leigutísku. Westfield-verslunarmiðstöðin í Bretlandi gerði tilraun með að opna tískuleigu í nokkra daga til að athuga hvort sá möguleiki væri raunhæfur og niðurstöðurnar voru jákvæðar fyrir þá sem láta sig umhverfið varða. Hægt var að leigja dýran hátískufatnað og fylgihluti fyrir aðeins brot af raunvirði um jólaleytið sem er mikil veislutíð í Bretlandi. Flestir leigðu sér eitthvað tvennt og meðalleigutíminn var aðeins eitt kvöld. Þessi Elie Saab kjóll úr diskólínunni 2017 fæst leigður í fimm daga á innan við tíu prósent af kaupverði.nordicphotos/GettyKarlar voru aðeins viljugri til að leigja sér veislufatnað en konur en samkvæmt könnunum reynast 60% Breta líta á það sem ákjósanlegan kost að leigja sér fatnað til að nota við sérstök tilefni frekar en að fjárfesta fyrir eitt kvöld. Nefndu flestir það sem kost að geta leigt dýr föt frá þekktum merkjum sem þeir hefðu ekki efni á að kaupa en fannst gaman að geta skartað við rétt tilefni. Einnig sögðu margir að það borgaði sig að leigja frekar en kaupa föt við tilefni þar sem mikið er tekið af myndum, eins og brúðkaupsveislur. Deilihagkerfið hefur breytt viðhorfum gríðarlega á undanförnum árum og framtíðarspár gera ráð fyrir að tískuleiga muni aukast töluvert á næstu árum. Tískan er enda síbreytileg og erfitt að tolla í henni nema með stórum fjárfestingum á hverjum ársfjórðungi sem er bæði slæmt fyrir umhverfið og budduna.Þessi Gucci peysa úr vorlínunni 2018 er meðal fatnaðar sem hægt er að leigja hjá tískuleigum eins og FrontRow.nordicphotos/GettyBloggarar og áhrifavaldar eru löngu farnir að nýta sér tískuleigumarkaðinn. Ef einhver úr þeim hópi deilir mynd af sér í því sem viðkomandi segir vera nýju fötin sín eru líkurnar miklar á því að viðkomandi sé þegar búinn að skila þeim í leiguna og farinn að leita að næsta setti. Shika Bodani, stofnandi hátískuleigusíðunnar FrontRow, segir að eftirspurnin sé mest eftir dýrum merkjavörum og fylgihlutum en á síðunni má fá hátísku leigða til fimm daga í senn og fyrir töluverðar upphæðir sem slaga þó ekki hátt í raunverðmiðann á vörunni. „Fólk er ekki bara að hugsa um hagkvæmnina,“ segir Bodani, „þó hún sé eflaust stærsti þátturinn, heldur líka umhverfisþáttinn sem hefur verið æ meira áberandi í umræðunni kringum tískuna.“ Því hefur verið spáð að tískuleiga sé komin til að vera á sama hátt og Spotify, Netflix og Airbnb, enda er möguleikinn fyrir hendi að þeir sem vilja fjárfesta í einstökum tískuvörum geti síðan leigt þær kvöld og kvöld og þannig deilt gleði sinni með öðrum og fengið upp í afborgunina. Og allir græða, líka umhverfið. Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira
Við vitum öll að einnota tíska fer afar illa með umhverfið. Talið er að milljarður fataplagga sé framleiddur árlega og um helmingur þess ódýra fatnaðar sem seldur er fer í ruslið innan árs. Þetta viðskiptalíkan fær okkur til að versla án þess að leiða hugann að því hvað við þurfum og munum í raun nota. Föt að andvirði 30 milljarðar enskra punda hanga í fataskápum án þess að nokkur hafi nokkru sinni klæðst þeim og fatnaður að andvirði 140 milljarðar punda fer í landfyllingar ár hvert svo það er ekki að undra að tískuiðnaðurinn muni nýta um fjórðung af mengunarkvóta heimsins árið 2050. Sumar versl- anir, eins og H&M til dæmis, hafa gripið boltann og bjóða viðskipta- vinum sínum að skila ónýtum eða ónotuðum fötum í búðirnar og fá í staðinn inneign í búðinni. Deila má um hvort það sé nóg. Því hafa æ fleiri horft til möguleikans á leigutísku. Westfield-verslunarmiðstöðin í Bretlandi gerði tilraun með að opna tískuleigu í nokkra daga til að athuga hvort sá möguleiki væri raunhæfur og niðurstöðurnar voru jákvæðar fyrir þá sem láta sig umhverfið varða. Hægt var að leigja dýran hátískufatnað og fylgihluti fyrir aðeins brot af raunvirði um jólaleytið sem er mikil veislutíð í Bretlandi. Flestir leigðu sér eitthvað tvennt og meðalleigutíminn var aðeins eitt kvöld. Þessi Elie Saab kjóll úr diskólínunni 2017 fæst leigður í fimm daga á innan við tíu prósent af kaupverði.nordicphotos/GettyKarlar voru aðeins viljugri til að leigja sér veislufatnað en konur en samkvæmt könnunum reynast 60% Breta líta á það sem ákjósanlegan kost að leigja sér fatnað til að nota við sérstök tilefni frekar en að fjárfesta fyrir eitt kvöld. Nefndu flestir það sem kost að geta leigt dýr föt frá þekktum merkjum sem þeir hefðu ekki efni á að kaupa en fannst gaman að geta skartað við rétt tilefni. Einnig sögðu margir að það borgaði sig að leigja frekar en kaupa föt við tilefni þar sem mikið er tekið af myndum, eins og brúðkaupsveislur. Deilihagkerfið hefur breytt viðhorfum gríðarlega á undanförnum árum og framtíðarspár gera ráð fyrir að tískuleiga muni aukast töluvert á næstu árum. Tískan er enda síbreytileg og erfitt að tolla í henni nema með stórum fjárfestingum á hverjum ársfjórðungi sem er bæði slæmt fyrir umhverfið og budduna.Þessi Gucci peysa úr vorlínunni 2018 er meðal fatnaðar sem hægt er að leigja hjá tískuleigum eins og FrontRow.nordicphotos/GettyBloggarar og áhrifavaldar eru löngu farnir að nýta sér tískuleigumarkaðinn. Ef einhver úr þeim hópi deilir mynd af sér í því sem viðkomandi segir vera nýju fötin sín eru líkurnar miklar á því að viðkomandi sé þegar búinn að skila þeim í leiguna og farinn að leita að næsta setti. Shika Bodani, stofnandi hátískuleigusíðunnar FrontRow, segir að eftirspurnin sé mest eftir dýrum merkjavörum og fylgihlutum en á síðunni má fá hátísku leigða til fimm daga í senn og fyrir töluverðar upphæðir sem slaga þó ekki hátt í raunverðmiðann á vörunni. „Fólk er ekki bara að hugsa um hagkvæmnina,“ segir Bodani, „þó hún sé eflaust stærsti þátturinn, heldur líka umhverfisþáttinn sem hefur verið æ meira áberandi í umræðunni kringum tískuna.“ Því hefur verið spáð að tískuleiga sé komin til að vera á sama hátt og Spotify, Netflix og Airbnb, enda er möguleikinn fyrir hendi að þeir sem vilja fjárfesta í einstökum tískuvörum geti síðan leigt þær kvöld og kvöld og þannig deilt gleði sinni með öðrum og fengið upp í afborgunina. Og allir græða, líka umhverfið.
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira