Með kveðju frá Ítalíu Þorvaldur Gylfason skrifar 16. ágúst 2018 06:15 Reykjavík – Ítalía hefur að heita má gengið í gegnum tvær stjórnmálabyltingar frá 1992. Fyrst hrundi gamla flokkakerfið til grunna. Flokkarnir sem höfðu stjórnað landinu frá stríðslokum 1945 voru tjargaðir og fiðraðir, einnig kommúnistaflokkurinn sem var gerspilltur líkt og hinir og hafði þegið ólöglegar gjaldeyrisyfirfærslur frá Sovétríkjunum í stórum stíl. Sósíalistinn Bettino Craxi, forsætisráðherra landsins 1983-1987, flúði til Afríku og dó þar í útlegð 2000. Meira en helmingur þingmanna sætti ákæru fyrir lögbrot. Um 400 borgarstjórnir og bæjarstjórnir voru leystar upp vegna spillingar. Árlegar mútugreiðslur til stjórnmálamanna 1980-1990 til að liðka fyrir samningum við ríkið eru taldar hafa numið um fjórum milljörðum Bandaríkjadala samtals. Það jafngildir á núverandi verðlagi um 300.000 krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu á Ítalíu þessi tíu ár. Árin 1996-2006 fengu um 9.000 Ítalir dóma fyrir glæpi tengda spillingu. Spillingin reyndist kosta sitt. Ítalir stóðu jafnfætis Þjóðverjum um aldamótin 2000 mælt í kaupmætti þjóðartekna á mann, en þeir búa nú við fjórðungi lægri tekjur á mann en Þjóðverjar.Hreinar hendur Herferð dómstólanna á hendur brotlegum stjórnmálamönnum og vinum þeirra í viðskiptalífinu var kennd við hreinar hendur (ít. mani pulite). Aðalsaksóknarinn, Antonio Di Pietro, varð þjóðhetja. Vopnin snerust þó í höndum hans þegar hann þurfti að glíma við Silvio Berlusconi fyrir rétti. Allir vissu að Berlusconi var margfaldur lögbrjótur. Hann bar það utan á sér. Hann hóf feril sinn sem söngvari á súlustöðum nálægt Rimini og færði sig þaðan upp á skaftið m.a. í slagtogi með Bettino Craxi. Svo fór að Berlusconi var forsætisráðherra Ítalíu 1994-1995, 2001-2006 og 2008-2011, þ.e. í níu ár af 18 frá 1994 til 2011. Margir Ítalir hugguðu sig þessi ár við þá hugsun að tvær stofnanir landsins væru þó altjent hafnar yfir spillingu, Hæstiréttur og Seðlabankinn. Svo fór þó að Antonio Fazio, bankastjóri Seðlabankans 1993-2005, neyddist til að segja af sér og fékk 4ra ára fangelsisdóm 2011 fyrir spillingu og svimandi háa fjársekt (1,5 milljónir evra). Konan hans notaði marga farsíma til að rugla lögregluna í ríminu. Ekki er vitað um lögbrot í Hæstarétti Ítalíu eða um málaferli dómaranna þar hvers gegn öðrum.Ítalíu allt! Úrslit þingkosninganna á Ítalíu í marz sl. má kalla aðra byltingu. Gömlu flokkarnir, þ.e. flokkarnir sem urðu til upp úr fyrri byltingunni eftir 1990, lentu í minni hluta, þ. á m. flokkur Berlusconis. Tveir nýir flokkar og gerólíkir mynduðu saman meirihlutastjórn sem hefur nú setið að völdum í nokkrar vikur. Annar stjórnarflokkurinn, Norðurbandalagið (ít. Lega Nord), hlaut 18% atkvæða. Hann var upphaflega flokkur aðskilnaðarsinna sem vildu að Norður-Ítalía segði sig úr lögum við Suður-Ítalíu. Flokkurinn hvarf frá þeirri stefnu og berst nú heldur gegn ríkisútgjöldum, skuldum og innflytjendum. Formaður flokksins, Matteo Salvini, er gamall kommúnisti og sækir sér fyrirmyndir til Trumps Bandaríkjaforseta. Ítalíu allt! og Ítalía fyrir Ítali! eru helztu vígorð flokksins. Salvini er innanríkisráðherra, dáir Pútín forseta Rússlands auk nýfasistaflokka í Frakklandi, Ungverjalandi og víðar og hefur í hótunum við minnihlutahópa.Fimm stjörnur Hinn stjórnarflokkurinn, Fimmstjörnuhreyfingin (ít. Movimento 5 Stelle), er annarrar gerðar. Hann varð til þegar landsfrægur skemmtikraftur og bloggari, Beppe Grillo, e.k. ítalskur Jón Gnarr, tók að sópa til sín fylgi með því að draga Berlusconi og þá hina sundur og saman í háði. Grillo dró sig í hlé fyrr í ár og valdist Luigi Di Maio, 32ja ára að aldri, þá til forustu hreyfingarinnar sem hefur m.a. borgaralaun á stefnuskrá sinni, þ.e. grunnframfærslu handa öllum óháð vinnuframlagi. Borgaralaun eru eitur í beinum Norðurbandalagsins. Flokkarnir eru svo ólíkir hvor öðrum að þeim þótti ráðlegt að sækja forsætisráðherrann, utanríkisráðherrann og fjármálaráðherrann út fyrir sínar raðir. Þeir heita Giuseppe Conte, Enzo Moavero Milanesi og Giovanni Tria og eru allir hófstilltir prófessorar. Með þá þrjá innanborðs virðist ólíklegt að ríkisstjórnin nýja muni reyna að hrófla við veru Ítalíu í ESB og evrusamstarfinu. Ítalía er enn sem fyrr ráðgáta, fögur með afbrigðum – og erfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Sjá meira
Reykjavík – Ítalía hefur að heita má gengið í gegnum tvær stjórnmálabyltingar frá 1992. Fyrst hrundi gamla flokkakerfið til grunna. Flokkarnir sem höfðu stjórnað landinu frá stríðslokum 1945 voru tjargaðir og fiðraðir, einnig kommúnistaflokkurinn sem var gerspilltur líkt og hinir og hafði þegið ólöglegar gjaldeyrisyfirfærslur frá Sovétríkjunum í stórum stíl. Sósíalistinn Bettino Craxi, forsætisráðherra landsins 1983-1987, flúði til Afríku og dó þar í útlegð 2000. Meira en helmingur þingmanna sætti ákæru fyrir lögbrot. Um 400 borgarstjórnir og bæjarstjórnir voru leystar upp vegna spillingar. Árlegar mútugreiðslur til stjórnmálamanna 1980-1990 til að liðka fyrir samningum við ríkið eru taldar hafa numið um fjórum milljörðum Bandaríkjadala samtals. Það jafngildir á núverandi verðlagi um 300.000 krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu á Ítalíu þessi tíu ár. Árin 1996-2006 fengu um 9.000 Ítalir dóma fyrir glæpi tengda spillingu. Spillingin reyndist kosta sitt. Ítalir stóðu jafnfætis Þjóðverjum um aldamótin 2000 mælt í kaupmætti þjóðartekna á mann, en þeir búa nú við fjórðungi lægri tekjur á mann en Þjóðverjar.Hreinar hendur Herferð dómstólanna á hendur brotlegum stjórnmálamönnum og vinum þeirra í viðskiptalífinu var kennd við hreinar hendur (ít. mani pulite). Aðalsaksóknarinn, Antonio Di Pietro, varð þjóðhetja. Vopnin snerust þó í höndum hans þegar hann þurfti að glíma við Silvio Berlusconi fyrir rétti. Allir vissu að Berlusconi var margfaldur lögbrjótur. Hann bar það utan á sér. Hann hóf feril sinn sem söngvari á súlustöðum nálægt Rimini og færði sig þaðan upp á skaftið m.a. í slagtogi með Bettino Craxi. Svo fór að Berlusconi var forsætisráðherra Ítalíu 1994-1995, 2001-2006 og 2008-2011, þ.e. í níu ár af 18 frá 1994 til 2011. Margir Ítalir hugguðu sig þessi ár við þá hugsun að tvær stofnanir landsins væru þó altjent hafnar yfir spillingu, Hæstiréttur og Seðlabankinn. Svo fór þó að Antonio Fazio, bankastjóri Seðlabankans 1993-2005, neyddist til að segja af sér og fékk 4ra ára fangelsisdóm 2011 fyrir spillingu og svimandi háa fjársekt (1,5 milljónir evra). Konan hans notaði marga farsíma til að rugla lögregluna í ríminu. Ekki er vitað um lögbrot í Hæstarétti Ítalíu eða um málaferli dómaranna þar hvers gegn öðrum.Ítalíu allt! Úrslit þingkosninganna á Ítalíu í marz sl. má kalla aðra byltingu. Gömlu flokkarnir, þ.e. flokkarnir sem urðu til upp úr fyrri byltingunni eftir 1990, lentu í minni hluta, þ. á m. flokkur Berlusconis. Tveir nýir flokkar og gerólíkir mynduðu saman meirihlutastjórn sem hefur nú setið að völdum í nokkrar vikur. Annar stjórnarflokkurinn, Norðurbandalagið (ít. Lega Nord), hlaut 18% atkvæða. Hann var upphaflega flokkur aðskilnaðarsinna sem vildu að Norður-Ítalía segði sig úr lögum við Suður-Ítalíu. Flokkurinn hvarf frá þeirri stefnu og berst nú heldur gegn ríkisútgjöldum, skuldum og innflytjendum. Formaður flokksins, Matteo Salvini, er gamall kommúnisti og sækir sér fyrirmyndir til Trumps Bandaríkjaforseta. Ítalíu allt! og Ítalía fyrir Ítali! eru helztu vígorð flokksins. Salvini er innanríkisráðherra, dáir Pútín forseta Rússlands auk nýfasistaflokka í Frakklandi, Ungverjalandi og víðar og hefur í hótunum við minnihlutahópa.Fimm stjörnur Hinn stjórnarflokkurinn, Fimmstjörnuhreyfingin (ít. Movimento 5 Stelle), er annarrar gerðar. Hann varð til þegar landsfrægur skemmtikraftur og bloggari, Beppe Grillo, e.k. ítalskur Jón Gnarr, tók að sópa til sín fylgi með því að draga Berlusconi og þá hina sundur og saman í háði. Grillo dró sig í hlé fyrr í ár og valdist Luigi Di Maio, 32ja ára að aldri, þá til forustu hreyfingarinnar sem hefur m.a. borgaralaun á stefnuskrá sinni, þ.e. grunnframfærslu handa öllum óháð vinnuframlagi. Borgaralaun eru eitur í beinum Norðurbandalagsins. Flokkarnir eru svo ólíkir hvor öðrum að þeim þótti ráðlegt að sækja forsætisráðherrann, utanríkisráðherrann og fjármálaráðherrann út fyrir sínar raðir. Þeir heita Giuseppe Conte, Enzo Moavero Milanesi og Giovanni Tria og eru allir hófstilltir prófessorar. Með þá þrjá innanborðs virðist ólíklegt að ríkisstjórnin nýja muni reyna að hrófla við veru Ítalíu í ESB og evrusamstarfinu. Ítalía er enn sem fyrr ráðgáta, fögur með afbrigðum – og erfið.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun