Olíukostnaður fjórðungur af tekjum WOW Air Kristinn Ingi Jónsson skrifar 16. ágúst 2018 05:00 Flugvél Wow Air. Vísir/Vilhelm Eins prósents hækkun á verði á flugeldsneyti hefur neikvæð áhrif á afkomu WOW air að fjárhæð 1,6 milljónir dala eða sem jafngildir um 175 milljónum króna, að því er fram kemur í drögum að fjárfestakynningu norska verðbréfafyrirtækisins Pareto Securities vegna fyrirhugaðs skuldabréfaútboðs WOW air. Til samanburðar hækkaði verð á flugeldsneyti um 36 prósent á fyrri helmingi þessa árs en í kynningunni segir að hækkanirnar séu helsti „mótbyrinn“ í rekstri flugfélagsins enda hafi félaginu ekki tekist að mæta þeim með því að hækka flugfargjöld.Hlutfallið er núll prósent hjá WOW en 54% hjá Icelandair.Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans, segir að næstu vikur verði stór prófsteinn fyrir WOW air. „Það er vissulega ástæða til þess að hafa áhyggjur af því hvort sum flugfélög séu í stöðu til þess að mæta hækkunum á olíuverði,“ segir hann. Olíukostnaður nam um 25 prósentum af tekjum WOW air í fyrra, að því er segir í fjárfestakynningunni, en sambærilegt hlutfall hjá Icelandair var um 17 prósent. Ólíkt helstu keppinautum sínum í Evrópu, þar á meðal Icelandair, ver WOW air ekki eldsneytiskaup sín fyrir sveiflum í olíuverði. Í kynningunni er bent á að WOW air etji ekki aðeins kappi við evrópsk flugfélög heldur jafnframt bandarísk félög sem verji jafnan ekki eldsneytiskaup sín. Til viðbótar sé floti flugfélagsins sparneytinn og þá hafi félagið gripið til ýmissa aðgerða sem hafi minnkað eldsneytisnotkun þess.Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans.Þurfa að vera fjárhagslega sterk Sveinn segir að flugfélög sem verji ekki eldsneytiskaup sín fyrir sveiflum í olíuverði þurfi að vera fjárhagslega í stakk búin til þess að taka á móti sveiflunum. Hann bendir á að þau bandarísku félög sem verja ekki kaup sín séu að jafnaði fjárhagslega sterk og með góðan aðgang að fjármagni ef í harðbakkann slær. Eiginfjárhlutfall WOW air var aðeins um 4,5 prósent í lok júní á þessu ári borið saman við 10,9 prósent í lok síðasta árs. Afkoma flugfélagsins hefur farið versnandi það sem af er ári en í fjárfestakynningunni er upplýst um að EBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – hafi verið neikvæð um 26 milljónir dala frá júlí í fyrra til júní síðastliðins. WOW air skilaði tapi upp á 22 milljónir dala, jafnvirði um 2,4 milljarða króna, í fyrra en verð á flugeldsneyti hækkaði um 20 prósent á árinu. Fastlega er búist við því að olíuverð haldi áfram að hækka á næstu mánuðum en sem dæmi spá greinendur stórbankans Morgan Stanley því að heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu verði að meðaltali 85 dalir á fatið á síðustu sex mánuðum þessa árs. Til samanburðar er verðið nú um 72 dalir á fatið en það var 67 dalir í byrjun ársins. Sérfræðingar bankans telja að nýlegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar gagnvart Íran muni draga verulega úr framleiðslugetu síðarnefnda ríkisins og skerða þannig framboð á olíu á heimsmarkaði. „Á meðan hefur eftirspurnin verið sterk og má búast við að hún aukist enn frekar á seinni helmingi ársins,“ segir Martijn Rats, greinandi hjá Morgan Stanley, í samtali við CNBC. Sveinn nefnir að hækkandi olíuverð eigi að endingu að koma fram í hærri flugfargjöldum. Það hafi hins vegar ekki gerst enn þá. WOW air og önnur flugfélög, sér í lagi þau sem verja ekki kaup sín á eldsneyti, bindi væntanlega vonir sínar við að fargjöld taki að hækka sem fyrst.Skúli Mogensen, forstjóri WOW, en rekstrartap félagsins síðustu tólf mánuði nemur 5 milljörðum. Fréttablaðið/AntonVon á verri kjörum en í útboðum annarra félaga Búast má við því að þau kjör sem WOW air munu bjóðast í fyrirhuguðu skuldabréfaútboði verði talsvert lakari en kjörin sem helstu keppinautum félagsins hafa boðist á undanförnum misserum, að mati viðmælenda Fréttablaðsins á fjármálamarkaði. Sem dæmi jafngildir verð skuldabréfa lággjaldaflugfélagsins Norwegian Air um 800 punkta álagi á LIBOR-vexti um þessar mundir en viðmælendur blaðsins telja fullvíst að kjörin í skulda- bréfaútboði WOW air verði vel yfir 1.000 punktum ofan á milli- bankavexti. Eins og greint var frá í Markaðinum í gær er áætlað að stærð útboðsins verði á bilinu 500 til 1.000 milljónir sænskra króna. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00 Wow Air á fáar veðhæfar eignir og eigið fé hefur rýrnað hratt Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, er um þessar mundir á fundaferð um Evrópu til að kynna Wow Air fyrir fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútboð hjá Pareto Securities. Wow Air hyggst sækja sér allt að tólf milljarða króna með útgáfu nýrra skuldabréfa. 15. ágúst 2018 14:44 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Eins prósents hækkun á verði á flugeldsneyti hefur neikvæð áhrif á afkomu WOW air að fjárhæð 1,6 milljónir dala eða sem jafngildir um 175 milljónum króna, að því er fram kemur í drögum að fjárfestakynningu norska verðbréfafyrirtækisins Pareto Securities vegna fyrirhugaðs skuldabréfaútboðs WOW air. Til samanburðar hækkaði verð á flugeldsneyti um 36 prósent á fyrri helmingi þessa árs en í kynningunni segir að hækkanirnar séu helsti „mótbyrinn“ í rekstri flugfélagsins enda hafi félaginu ekki tekist að mæta þeim með því að hækka flugfargjöld.Hlutfallið er núll prósent hjá WOW en 54% hjá Icelandair.Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans, segir að næstu vikur verði stór prófsteinn fyrir WOW air. „Það er vissulega ástæða til þess að hafa áhyggjur af því hvort sum flugfélög séu í stöðu til þess að mæta hækkunum á olíuverði,“ segir hann. Olíukostnaður nam um 25 prósentum af tekjum WOW air í fyrra, að því er segir í fjárfestakynningunni, en sambærilegt hlutfall hjá Icelandair var um 17 prósent. Ólíkt helstu keppinautum sínum í Evrópu, þar á meðal Icelandair, ver WOW air ekki eldsneytiskaup sín fyrir sveiflum í olíuverði. Í kynningunni er bent á að WOW air etji ekki aðeins kappi við evrópsk flugfélög heldur jafnframt bandarísk félög sem verji jafnan ekki eldsneytiskaup sín. Til viðbótar sé floti flugfélagsins sparneytinn og þá hafi félagið gripið til ýmissa aðgerða sem hafi minnkað eldsneytisnotkun þess.Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans.Þurfa að vera fjárhagslega sterk Sveinn segir að flugfélög sem verji ekki eldsneytiskaup sín fyrir sveiflum í olíuverði þurfi að vera fjárhagslega í stakk búin til þess að taka á móti sveiflunum. Hann bendir á að þau bandarísku félög sem verja ekki kaup sín séu að jafnaði fjárhagslega sterk og með góðan aðgang að fjármagni ef í harðbakkann slær. Eiginfjárhlutfall WOW air var aðeins um 4,5 prósent í lok júní á þessu ári borið saman við 10,9 prósent í lok síðasta árs. Afkoma flugfélagsins hefur farið versnandi það sem af er ári en í fjárfestakynningunni er upplýst um að EBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – hafi verið neikvæð um 26 milljónir dala frá júlí í fyrra til júní síðastliðins. WOW air skilaði tapi upp á 22 milljónir dala, jafnvirði um 2,4 milljarða króna, í fyrra en verð á flugeldsneyti hækkaði um 20 prósent á árinu. Fastlega er búist við því að olíuverð haldi áfram að hækka á næstu mánuðum en sem dæmi spá greinendur stórbankans Morgan Stanley því að heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu verði að meðaltali 85 dalir á fatið á síðustu sex mánuðum þessa árs. Til samanburðar er verðið nú um 72 dalir á fatið en það var 67 dalir í byrjun ársins. Sérfræðingar bankans telja að nýlegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar gagnvart Íran muni draga verulega úr framleiðslugetu síðarnefnda ríkisins og skerða þannig framboð á olíu á heimsmarkaði. „Á meðan hefur eftirspurnin verið sterk og má búast við að hún aukist enn frekar á seinni helmingi ársins,“ segir Martijn Rats, greinandi hjá Morgan Stanley, í samtali við CNBC. Sveinn nefnir að hækkandi olíuverð eigi að endingu að koma fram í hærri flugfargjöldum. Það hafi hins vegar ekki gerst enn þá. WOW air og önnur flugfélög, sér í lagi þau sem verja ekki kaup sín á eldsneyti, bindi væntanlega vonir sínar við að fargjöld taki að hækka sem fyrst.Skúli Mogensen, forstjóri WOW, en rekstrartap félagsins síðustu tólf mánuði nemur 5 milljörðum. Fréttablaðið/AntonVon á verri kjörum en í útboðum annarra félaga Búast má við því að þau kjör sem WOW air munu bjóðast í fyrirhuguðu skuldabréfaútboði verði talsvert lakari en kjörin sem helstu keppinautum félagsins hafa boðist á undanförnum misserum, að mati viðmælenda Fréttablaðsins á fjármálamarkaði. Sem dæmi jafngildir verð skuldabréfa lággjaldaflugfélagsins Norwegian Air um 800 punkta álagi á LIBOR-vexti um þessar mundir en viðmælendur blaðsins telja fullvíst að kjörin í skulda- bréfaútboði WOW air verði vel yfir 1.000 punktum ofan á milli- bankavexti. Eins og greint var frá í Markaðinum í gær er áætlað að stærð útboðsins verði á bilinu 500 til 1.000 milljónir sænskra króna.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00 Wow Air á fáar veðhæfar eignir og eigið fé hefur rýrnað hratt Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, er um þessar mundir á fundaferð um Evrópu til að kynna Wow Air fyrir fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútboð hjá Pareto Securities. Wow Air hyggst sækja sér allt að tólf milljarða króna með útgáfu nýrra skuldabréfa. 15. ágúst 2018 14:44 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00
Wow Air á fáar veðhæfar eignir og eigið fé hefur rýrnað hratt Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, er um þessar mundir á fundaferð um Evrópu til að kynna Wow Air fyrir fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútboð hjá Pareto Securities. Wow Air hyggst sækja sér allt að tólf milljarða króna með útgáfu nýrra skuldabréfa. 15. ágúst 2018 14:44