Íslenski boltinn

„Eistun skreppa bara upp í maga“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH. Vísir/Bára
„Ég var að spyrja af hverju það sé flaggað á okkur þegar Jákup kemst einn í gegn í fyrri hálfleik,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir tapið í kvöld en hann ræddi lengi við dómara leiksins eftir leikslok og var ekki sáttur.

FH tapaði fyrir Stjörnunni í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld en leikurinn fór 2-0.

„Þarna er komin upp staða þar sem Jákup er ekki í refsiverðri rangstöðu. Aðstoðardómarinn lyftir upp flagginu og Pétur [Guðmundsson, dómari leiksins] hoppar á það. Svo er bara segja menn við mig eftir leik að þeir haldi að þetta hafi verið rangstæða. Þetta er bara gjörsamlega óþolandi að lenda í svona aftur og aftur, að fá svona dómgæslu á móti sér. Hann dæmdi leikinn svosem ágætlega fyrir utan þetta.“

Óli segir að FH liðið hafi bara ekki efni á því að fá svona hluti á móti sér.

„Auðvitað er pirringur í mér núna út af því að við vinnum ekki leikinn,“ segir Ólafur sem vill ekki meina að dómgæslan sé léleg á Íslandi heilt yfir. FH fékk enn eitt markið á sig úr föstu leikatriði í kvöld.

„Eistun skreppa bara upp í maga þegar við fáum á okkur fast leikatriði. Þegar það kemur bolti inn í teig, þá verðum við að ráðast á hann og koma honum út úr teignum. Svo einfalt er það. Það er bara helvítis brekka og skafl fyrir framan okkur og við verðum að fara gera eitthvað.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×