Titill í boði í fyrsta leik Real Madrid án Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2018 16:00 Leikmenn Real Madrid fagna hér sigri í Meistaradeildinni þriðja árið í röð. Garteh Bale er nú stærsta stjarnan í framlínu liðsins. Vísir/Getty Real Madrid spilar í kvöld sinn fyrsta keppnisleik síðan að félagið seldi Cristiano Ronaldo til ítalska félagsins Juventus. Margir voru hissa á sölunni og margir bíða líka spenntir eftir því að sjá hvernig Real liðið stendur sig án stærstu stjörnunnar í sögu félagsins. Fyrsti leikurinn án CR7 er á móti nágrönnunum í Atlético Madrid en hann fer þó ekki fram í Madrid heldur í Tallin í Eistlandi sem er í fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. Leikur Real Madrid og Atlético Madrid hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Þetta er leikurinn um Ofurbikar Evrópu og þar mætast sigurvegarnar i Meistaradeildinni og Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni þar sem lið frá sömu borg mætast í þessum árlega leik. Real Madrid vann 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Atlético Madrid vann 3-0 sigur á Marseille í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Julen Lopetegui er nú tekinn við liði Real Madrid af Zinedine Zidane og stærsta verkefni hans er að fylla í skarðið sem Cristiano Ronaldo skilur eftir sig. Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid, talaði um það fyrir leikinn að hann búist við öðrum leikstíl hjá Real Madrid en á dögum Zinedine Zidane. Simeone býst við sömu hápressu og þegar Lopetegui þjálfaði spænska landsliðið. Líklegast er að þrír fremstu menn Real Madrid liðsins verði þeir Gareth Bale, Karim Benzema og Marco Asensio og fyrir aftan þá spila væntanlega þeir Toni Kroos, Casemiro og Isco. Ekki slæmt þótt engin sé Cristiano Ronaldo í liðinu. Real Madrid getur unnið Ofurbikar Evrópu þriðja árið í röð en liðið vann Manchester United 2-1 í þessum leik í Skopje (Makedóníu) í fyrra og hafði unnið 3-2 sigur á Sevilla í Þrándheimi (Noregi) í leiknum árið 2016. Real Madrid gekk vel á undirbúningstímabilinu. Tapaði reyndar 2-1 í fyrsta leik á móti Manchester United í Miami í Bandaríkjunum en vann síðan leiki sína á móti ítölsku félögunum Juventus (3-1), Roma (2-1 og AC Milan (3-1). Þetta verður hinsvegar fyrsti leikurinn á móti spænsku liði. Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Real Madrid spilar í kvöld sinn fyrsta keppnisleik síðan að félagið seldi Cristiano Ronaldo til ítalska félagsins Juventus. Margir voru hissa á sölunni og margir bíða líka spenntir eftir því að sjá hvernig Real liðið stendur sig án stærstu stjörnunnar í sögu félagsins. Fyrsti leikurinn án CR7 er á móti nágrönnunum í Atlético Madrid en hann fer þó ekki fram í Madrid heldur í Tallin í Eistlandi sem er í fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. Leikur Real Madrid og Atlético Madrid hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Þetta er leikurinn um Ofurbikar Evrópu og þar mætast sigurvegarnar i Meistaradeildinni og Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni þar sem lið frá sömu borg mætast í þessum árlega leik. Real Madrid vann 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Atlético Madrid vann 3-0 sigur á Marseille í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Julen Lopetegui er nú tekinn við liði Real Madrid af Zinedine Zidane og stærsta verkefni hans er að fylla í skarðið sem Cristiano Ronaldo skilur eftir sig. Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid, talaði um það fyrir leikinn að hann búist við öðrum leikstíl hjá Real Madrid en á dögum Zinedine Zidane. Simeone býst við sömu hápressu og þegar Lopetegui þjálfaði spænska landsliðið. Líklegast er að þrír fremstu menn Real Madrid liðsins verði þeir Gareth Bale, Karim Benzema og Marco Asensio og fyrir aftan þá spila væntanlega þeir Toni Kroos, Casemiro og Isco. Ekki slæmt þótt engin sé Cristiano Ronaldo í liðinu. Real Madrid getur unnið Ofurbikar Evrópu þriðja árið í röð en liðið vann Manchester United 2-1 í þessum leik í Skopje (Makedóníu) í fyrra og hafði unnið 3-2 sigur á Sevilla í Þrándheimi (Noregi) í leiknum árið 2016. Real Madrid gekk vel á undirbúningstímabilinu. Tapaði reyndar 2-1 í fyrsta leik á móti Manchester United í Miami í Bandaríkjunum en vann síðan leiki sína á móti ítölsku félögunum Juventus (3-1), Roma (2-1 og AC Milan (3-1). Þetta verður hinsvegar fyrsti leikurinn á móti spænsku liði.
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira