Harmleikur almenninganna Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 15. ágúst 2018 05:49 Ögmundur Jónasson stakk niður penna í Fréttablaðið hinn 8. ágúst síðastliðinn og fjallar um eignarhald á landi og Samtök atvinnulífsins. Það er skemmst frá því að segja að Samtök atvinnulífsins hafa ekki yfirlýsta stefnu um eignarhald jarða á Íslandi. Það hef ég hins vegar og það er sjálfsagt að deila henni með Ögmundi. Hann segir meðal annars að Samtök atvinnulífsins hafi sýnt að þeim sé ekki sama um hin huglægu gildi og vísar hann þar í áherslu samtakanna á að styrkja íslenska tungu og menningu. Það er rétt hjá Ögmundi og það má bæta við að tangarsókn til verndar íslenskri tungu mun byggjast á samstarfi við erlend og risastór tæknifyrirtæki. Meira um það síðar. Hann spyr hvernig væri að leyfa landinu og auðlindum þess að fylgja með í þeim pakka; að auðlindirnar verði okkar allra. Skoðum það. Saga auðlinda í almannaeigu er þyrnum stráð. Breski hagfræðingurinn William Forster Lloyd kallaði þetta harmleik almenninganna (e. the tragedy of the commons). Þegar eitthvað er í eigu allra hefur enginn hagsmuni af því að ganga vel um það. Þótt auðlindir séu í eigu einstaklinga er ekki þar með sagt að þeir geti gert við þær það sem þeim sýnist. Ríkið stýrir nýtingu á landi og auðlindum með lögum. Það dettur engum í hug að leggja eitthvað annað til. Ég get hins vegar deilt því með Ögmundi að erfiðu dæmin liggja á jaðrinum. Mér finnst í lagi að erlendir aðilar eigi nokkur prósent af landinu. Mér hugnast sýnu verr að þeir eigi nokkra tugi prósenta. Ég get ekki sætt mig við að landið verði í erlendri eigu. Alhæfingar eru nefnilega svo erfiðar.Hvati til langtímahugsunar Ögmundur nefnir réttilega að auðlindir fylgi eignarrétti að landi. Þannig hefur það verið í þau rúmlega í 1.100 ár sem við höfum búið á þessu landi. Allan þann tíma hafa auðlindir verið í eigu einstaklinga og verið nýttar af þeim. Það er erfitt að gera eitthvað vel, sérstaklega samfleytt í rúmlega 1.100 ár, en heilt á litið hefur þetta bara gengið ljómandi vel. Það hefur enginn meiri hagsmuni af ábyrgri og sjálfbærri nýtingu auðlindar heldur en eigandi hennar. Séreignarréttur skapar hvata til langtímahugsunar. Væntanlega sér Ögmundur fyrir sér að menn eins og hann, stjórnmálamenn, eigi að stýra landi og auðlindum fyrir fólkið. Stjórnmálamenn hugsa hins vegar sjaldnast lengur en til fjögurra ára og sú langtímahugsun fer minnkandi eftir því sem líður á kjörtímabilin. Við verðum að standa vörð um eignarréttinn – eins og við Ögmundur getum rætt yfir kaffibolla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halldór Benjamín Þorbergsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson stakk niður penna í Fréttablaðið hinn 8. ágúst síðastliðinn og fjallar um eignarhald á landi og Samtök atvinnulífsins. Það er skemmst frá því að segja að Samtök atvinnulífsins hafa ekki yfirlýsta stefnu um eignarhald jarða á Íslandi. Það hef ég hins vegar og það er sjálfsagt að deila henni með Ögmundi. Hann segir meðal annars að Samtök atvinnulífsins hafi sýnt að þeim sé ekki sama um hin huglægu gildi og vísar hann þar í áherslu samtakanna á að styrkja íslenska tungu og menningu. Það er rétt hjá Ögmundi og það má bæta við að tangarsókn til verndar íslenskri tungu mun byggjast á samstarfi við erlend og risastór tæknifyrirtæki. Meira um það síðar. Hann spyr hvernig væri að leyfa landinu og auðlindum þess að fylgja með í þeim pakka; að auðlindirnar verði okkar allra. Skoðum það. Saga auðlinda í almannaeigu er þyrnum stráð. Breski hagfræðingurinn William Forster Lloyd kallaði þetta harmleik almenninganna (e. the tragedy of the commons). Þegar eitthvað er í eigu allra hefur enginn hagsmuni af því að ganga vel um það. Þótt auðlindir séu í eigu einstaklinga er ekki þar með sagt að þeir geti gert við þær það sem þeim sýnist. Ríkið stýrir nýtingu á landi og auðlindum með lögum. Það dettur engum í hug að leggja eitthvað annað til. Ég get hins vegar deilt því með Ögmundi að erfiðu dæmin liggja á jaðrinum. Mér finnst í lagi að erlendir aðilar eigi nokkur prósent af landinu. Mér hugnast sýnu verr að þeir eigi nokkra tugi prósenta. Ég get ekki sætt mig við að landið verði í erlendri eigu. Alhæfingar eru nefnilega svo erfiðar.Hvati til langtímahugsunar Ögmundur nefnir réttilega að auðlindir fylgi eignarrétti að landi. Þannig hefur það verið í þau rúmlega í 1.100 ár sem við höfum búið á þessu landi. Allan þann tíma hafa auðlindir verið í eigu einstaklinga og verið nýttar af þeim. Það er erfitt að gera eitthvað vel, sérstaklega samfleytt í rúmlega 1.100 ár, en heilt á litið hefur þetta bara gengið ljómandi vel. Það hefur enginn meiri hagsmuni af ábyrgri og sjálfbærri nýtingu auðlindar heldur en eigandi hennar. Séreignarréttur skapar hvata til langtímahugsunar. Væntanlega sér Ögmundur fyrir sér að menn eins og hann, stjórnmálamenn, eigi að stýra landi og auðlindum fyrir fólkið. Stjórnmálamenn hugsa hins vegar sjaldnast lengur en til fjögurra ára og sú langtímahugsun fer minnkandi eftir því sem líður á kjörtímabilin. Við verðum að standa vörð um eignarréttinn – eins og við Ögmundur getum rætt yfir kaffibolla.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun