Harmleikur almenninganna Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 15. ágúst 2018 05:49 Ögmundur Jónasson stakk niður penna í Fréttablaðið hinn 8. ágúst síðastliðinn og fjallar um eignarhald á landi og Samtök atvinnulífsins. Það er skemmst frá því að segja að Samtök atvinnulífsins hafa ekki yfirlýsta stefnu um eignarhald jarða á Íslandi. Það hef ég hins vegar og það er sjálfsagt að deila henni með Ögmundi. Hann segir meðal annars að Samtök atvinnulífsins hafi sýnt að þeim sé ekki sama um hin huglægu gildi og vísar hann þar í áherslu samtakanna á að styrkja íslenska tungu og menningu. Það er rétt hjá Ögmundi og það má bæta við að tangarsókn til verndar íslenskri tungu mun byggjast á samstarfi við erlend og risastór tæknifyrirtæki. Meira um það síðar. Hann spyr hvernig væri að leyfa landinu og auðlindum þess að fylgja með í þeim pakka; að auðlindirnar verði okkar allra. Skoðum það. Saga auðlinda í almannaeigu er þyrnum stráð. Breski hagfræðingurinn William Forster Lloyd kallaði þetta harmleik almenninganna (e. the tragedy of the commons). Þegar eitthvað er í eigu allra hefur enginn hagsmuni af því að ganga vel um það. Þótt auðlindir séu í eigu einstaklinga er ekki þar með sagt að þeir geti gert við þær það sem þeim sýnist. Ríkið stýrir nýtingu á landi og auðlindum með lögum. Það dettur engum í hug að leggja eitthvað annað til. Ég get hins vegar deilt því með Ögmundi að erfiðu dæmin liggja á jaðrinum. Mér finnst í lagi að erlendir aðilar eigi nokkur prósent af landinu. Mér hugnast sýnu verr að þeir eigi nokkra tugi prósenta. Ég get ekki sætt mig við að landið verði í erlendri eigu. Alhæfingar eru nefnilega svo erfiðar.Hvati til langtímahugsunar Ögmundur nefnir réttilega að auðlindir fylgi eignarrétti að landi. Þannig hefur það verið í þau rúmlega í 1.100 ár sem við höfum búið á þessu landi. Allan þann tíma hafa auðlindir verið í eigu einstaklinga og verið nýttar af þeim. Það er erfitt að gera eitthvað vel, sérstaklega samfleytt í rúmlega 1.100 ár, en heilt á litið hefur þetta bara gengið ljómandi vel. Það hefur enginn meiri hagsmuni af ábyrgri og sjálfbærri nýtingu auðlindar heldur en eigandi hennar. Séreignarréttur skapar hvata til langtímahugsunar. Væntanlega sér Ögmundur fyrir sér að menn eins og hann, stjórnmálamenn, eigi að stýra landi og auðlindum fyrir fólkið. Stjórnmálamenn hugsa hins vegar sjaldnast lengur en til fjögurra ára og sú langtímahugsun fer minnkandi eftir því sem líður á kjörtímabilin. Við verðum að standa vörð um eignarréttinn – eins og við Ögmundur getum rætt yfir kaffibolla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halldór Benjamín Þorbergsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson stakk niður penna í Fréttablaðið hinn 8. ágúst síðastliðinn og fjallar um eignarhald á landi og Samtök atvinnulífsins. Það er skemmst frá því að segja að Samtök atvinnulífsins hafa ekki yfirlýsta stefnu um eignarhald jarða á Íslandi. Það hef ég hins vegar og það er sjálfsagt að deila henni með Ögmundi. Hann segir meðal annars að Samtök atvinnulífsins hafi sýnt að þeim sé ekki sama um hin huglægu gildi og vísar hann þar í áherslu samtakanna á að styrkja íslenska tungu og menningu. Það er rétt hjá Ögmundi og það má bæta við að tangarsókn til verndar íslenskri tungu mun byggjast á samstarfi við erlend og risastór tæknifyrirtæki. Meira um það síðar. Hann spyr hvernig væri að leyfa landinu og auðlindum þess að fylgja með í þeim pakka; að auðlindirnar verði okkar allra. Skoðum það. Saga auðlinda í almannaeigu er þyrnum stráð. Breski hagfræðingurinn William Forster Lloyd kallaði þetta harmleik almenninganna (e. the tragedy of the commons). Þegar eitthvað er í eigu allra hefur enginn hagsmuni af því að ganga vel um það. Þótt auðlindir séu í eigu einstaklinga er ekki þar með sagt að þeir geti gert við þær það sem þeim sýnist. Ríkið stýrir nýtingu á landi og auðlindum með lögum. Það dettur engum í hug að leggja eitthvað annað til. Ég get hins vegar deilt því með Ögmundi að erfiðu dæmin liggja á jaðrinum. Mér finnst í lagi að erlendir aðilar eigi nokkur prósent af landinu. Mér hugnast sýnu verr að þeir eigi nokkra tugi prósenta. Ég get ekki sætt mig við að landið verði í erlendri eigu. Alhæfingar eru nefnilega svo erfiðar.Hvati til langtímahugsunar Ögmundur nefnir réttilega að auðlindir fylgi eignarrétti að landi. Þannig hefur það verið í þau rúmlega í 1.100 ár sem við höfum búið á þessu landi. Allan þann tíma hafa auðlindir verið í eigu einstaklinga og verið nýttar af þeim. Það er erfitt að gera eitthvað vel, sérstaklega samfleytt í rúmlega 1.100 ár, en heilt á litið hefur þetta bara gengið ljómandi vel. Það hefur enginn meiri hagsmuni af ábyrgri og sjálfbærri nýtingu auðlindar heldur en eigandi hennar. Séreignarréttur skapar hvata til langtímahugsunar. Væntanlega sér Ögmundur fyrir sér að menn eins og hann, stjórnmálamenn, eigi að stýra landi og auðlindum fyrir fólkið. Stjórnmálamenn hugsa hins vegar sjaldnast lengur en til fjögurra ára og sú langtímahugsun fer minnkandi eftir því sem líður á kjörtímabilin. Við verðum að standa vörð um eignarréttinn – eins og við Ögmundur getum rætt yfir kaffibolla.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun