Fótbolti

Roma sækir Heimsmeistara frá Sevilla

Arnar Geir Halldórsson skrifar
N´Zonzi í baráttu við Luka Modric í úrslitaleik HM.
N´Zonzi í baráttu við Luka Modric í úrslitaleik HM. vísir/getty
AS Roma tilkynnti í gær um kaup á franska miðjumanninum Steven N´Zonzi en hann kemur til liðsins frá spænska úrvalsdeildarliðinu Sevilla.

Kaupverðið er talið vera í kringum 30 milljónir evra.

N´Zonzi var hluti af liði Frakklands sem vann HM í Rússlandi fyrr í sumar og lék meðal annars stóran hluta úrslitaleiksins eftir að hafa verið skipt inná fyrir N´Golo Kante í upphafi síðari hálfleiks.

Þessi 29 ára gamli miðjumaður hefur leikið með Sevilla frá árinu 2015 en hann lék áður í enska boltanum með Stoke City og Blackburn Rovers.

Roma mætir til leiks í Serie A með mikið breytt lið frá því í fyrra en á meðal nýrra leikmanna félagsins ber helst að nefna Javier Pastore, Justin Kluivert og Ante Coric.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×