Erlent

Tíu fórust í bruna á hjúkrunarheimili í Chile

Atli Ísleifsson skrifar
Chiguayante er að finna suður af borginni Concepción.
Chiguayante er að finna suður af borginni Concepción. Vísir/AP
Tíu manns fórust þegar eldur kom upp á hjúkrunarheimili í Chile fyrr í dag. Hin látnu voru allt eldri konur með skerta hreyfigetu og tókst þeim ekki að komast undan eldinum.

Talsmaður þarlendra yfirvalda segir að eldurinn hafi blossað upp við dögun í bænum Chiguayante, suður af borginni Concepción. Ekki liggur fyrir um upptök eldsins.

Sebastián Piñera, forseti Chile, ferðaðist til Chiguayante í dag til að votta fórnarlömbum virðingu sína.

Harmleikurinn hefur orðið til þess að umræðan um stöðu aldraðra í landinu hefur aftur farið af stað, en lífsgæði þeirra eru af mörgum talin hafa minnkað vegna hærra verðlags og lágra lífeyrisgreiðslna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×