Losað um spennu Kristrún Frostadóttir skrifar 15. ágúst 2018 07:15 Húsnæði telst nú til 35% af neyslukörfu almennings samkvæmt Hagstofunni. Hvergi í Evrópu er hlutfallið jafnhátt, og hefur hækkað um tíu prósentustig á fimm árum. Húsnæðis- og kjaraumræður eru því, eðlilega, nátengdar. Ef tekið er mið af lægsta gildi húsnæðisverðs eftir fjármálakreppuna var raunverðshækkun húsnæðis 59% þar til í fyrra – launavísitalan hækkaði um svipaða prósentu á sama tíma. Ísland er í 4. sæti meðal Evrópuþjóða ef litið er til raunverðshækkana húsnæðis frá 2008. Landið situr í því 16. ef leiðrétt er fyrir launahækkunum, samkvæmt Eurostat. Þá var hvergi í Evrópu jafnmikill munur á launahækkunum og kaupmáttaraukningu á tímabilinu 2008-17 og á Íslandi, eða 44 prósentustig. Launþegar hafa mikla hagsmuni af því að tekjuþróun á komandi misserum ýti ekki undir miklar húsnæðisverðshækkanir og dragi úr kaupmætti. Hagvöxtur síðastliðinna ára hefur verið drifinn áfram af útflutningsgreinum. Ferðaþjónustan hefur verið fyrirferðarmikil og ýtt verulega við byggingageiranum. Um þriðjungur fyrirtækja í byggingageiranum og ferðaþjónustu kvarta enn undan skorti á starfsfólki. Stór hluti vinnuafls í þessum atvinnugreinum er nú af erlendu bergi brotinn. Þó há laun laði fólk að skiptir kaupmátturinn meira máli. Þetta þekkja Íslendingar á eigin skinni. Við eigum mikið undir þeim erlendu einstaklingum sem koma hingað til að starfa, og halda nú m.a. uppi því byggingarstigi íbúðarhúsnæðis sem nauðsynlegt er til að ganga á íbúðaskort og halda aftur af verðhækkunum. Staðan er ekki einsdæmi í Evrópu. Malta gæti reynst kanarífuglinn í kolanámunni fyrir lönd háð erlendu vinnuafli, en þar hefur mikill ferðamannavöxtur reynt á þanþol örþjóðarinnar síðustu ár. Viðsnúningur varð á viðskiptajöfnuði Möltu árið 2009 og atvinnuleysi nú í sögulegu lágmarki. Á sama tíma hefur húsnæðisverð hækkað umtalsvert, samhliða ferðaþjónustuvexti og fjölgun erlends vinnuafls sem hefur mætt vinnuaflsskorti. Laun hafa hækkað mikið, en þó „aðeins“ um 40% frá 2008, og telja atvinnurekendur sig ekki geta mætt hækkandi húsnæðiskostnaði launþega. Allt hljómar þetta kunnuglega. Þaðan berast nú fréttir um að erlent vinnuafl stoppi styttra en áður sökum kostnaðar, sem setur enn frekari pressu á vinnu- og húsnæðismarkað. Við erum jafnviðkvæm og Maltverjar fyrir slíkri þróun, en hættan er að áframhaldandi umframeftirspurn eftir vinnuafli ýti enn frekar undir víxlverkun launa- og húsnæðisverðshækkana. Frá því að hagvöxtur tók við sér 2011 hafa heildarlaun á Íslandi hækkað um 41% í byggingageiranum, 50% í ferðaþjónustu en 55% í opinbera geiranum samkvæmt Hagstofunni. Tölurnar sýna að opinberi geirinn hefur leitt launaþróun síðustu ár. Þrátt fyrir umræðu síðastliðinna mánaða um mikilvægi ákveðinna stétta, fer minna fyrir umræðu um að byggingageirinn og ferðaþjónustan hafa mikið um það að segja hvernig lífskjör þróast hér á landi á komandi misserum. Laun hafa hækkað þar minna en ella sökum erlends vinnuafls. En sá hópur finnur fyrir rýrnun kaupmáttar sem felst í húsnæðishækkunum líkt og aðrir hér á landi. Opinberi geirinn finnur lítið fyrir erlendri samkeppni, skapar ekki útflutningstekjur, og byggir ekki húsnæði, og ætti því ekki að leiða launahækkanir í því efnahagsumhverfi sem hér hefur ríkt undanfarin ár. Öll þessi atriði eru undirstaða kaupmáttar í dag. Með því að liðka fyrir umframlaunahækkunum þar sem eftirspurnarpressan hefur verið hvað minnst hefur hagstjórnin brugðist, en slíkar ákvarðanir koma að lokum niður á kaupmætti. Kaupmáttur Íslendinga, líkt og Maltverja, er samofinn kaupmætti erlends vinnuafls. Hvorugur hópurinn má við miklum húsnæðisverðshækkunum. Opinberi geirinn hefur sýnt slæmt fordæmi í launamálum, ekki er hægt að skafa af því. En spennan verður ekki leyst með því að fylgja fast á eftir með launahækkunum á almenna markaðnum, vegna áhrifa á stærsta kostnaðarlið heimilanna. Á meðan húsnæðisskortur er enn við lýði eru allar líkur á að stór hluti launahækkana leki áfram inn á fasteignamarkaðinn. Grípa þarf til annarra úrræða.Höfundur er aðalhagfræðingur Kviku banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæði telst nú til 35% af neyslukörfu almennings samkvæmt Hagstofunni. Hvergi í Evrópu er hlutfallið jafnhátt, og hefur hækkað um tíu prósentustig á fimm árum. Húsnæðis- og kjaraumræður eru því, eðlilega, nátengdar. Ef tekið er mið af lægsta gildi húsnæðisverðs eftir fjármálakreppuna var raunverðshækkun húsnæðis 59% þar til í fyrra – launavísitalan hækkaði um svipaða prósentu á sama tíma. Ísland er í 4. sæti meðal Evrópuþjóða ef litið er til raunverðshækkana húsnæðis frá 2008. Landið situr í því 16. ef leiðrétt er fyrir launahækkunum, samkvæmt Eurostat. Þá var hvergi í Evrópu jafnmikill munur á launahækkunum og kaupmáttaraukningu á tímabilinu 2008-17 og á Íslandi, eða 44 prósentustig. Launþegar hafa mikla hagsmuni af því að tekjuþróun á komandi misserum ýti ekki undir miklar húsnæðisverðshækkanir og dragi úr kaupmætti. Hagvöxtur síðastliðinna ára hefur verið drifinn áfram af útflutningsgreinum. Ferðaþjónustan hefur verið fyrirferðarmikil og ýtt verulega við byggingageiranum. Um þriðjungur fyrirtækja í byggingageiranum og ferðaþjónustu kvarta enn undan skorti á starfsfólki. Stór hluti vinnuafls í þessum atvinnugreinum er nú af erlendu bergi brotinn. Þó há laun laði fólk að skiptir kaupmátturinn meira máli. Þetta þekkja Íslendingar á eigin skinni. Við eigum mikið undir þeim erlendu einstaklingum sem koma hingað til að starfa, og halda nú m.a. uppi því byggingarstigi íbúðarhúsnæðis sem nauðsynlegt er til að ganga á íbúðaskort og halda aftur af verðhækkunum. Staðan er ekki einsdæmi í Evrópu. Malta gæti reynst kanarífuglinn í kolanámunni fyrir lönd háð erlendu vinnuafli, en þar hefur mikill ferðamannavöxtur reynt á þanþol örþjóðarinnar síðustu ár. Viðsnúningur varð á viðskiptajöfnuði Möltu árið 2009 og atvinnuleysi nú í sögulegu lágmarki. Á sama tíma hefur húsnæðisverð hækkað umtalsvert, samhliða ferðaþjónustuvexti og fjölgun erlends vinnuafls sem hefur mætt vinnuaflsskorti. Laun hafa hækkað mikið, en þó „aðeins“ um 40% frá 2008, og telja atvinnurekendur sig ekki geta mætt hækkandi húsnæðiskostnaði launþega. Allt hljómar þetta kunnuglega. Þaðan berast nú fréttir um að erlent vinnuafl stoppi styttra en áður sökum kostnaðar, sem setur enn frekari pressu á vinnu- og húsnæðismarkað. Við erum jafnviðkvæm og Maltverjar fyrir slíkri þróun, en hættan er að áframhaldandi umframeftirspurn eftir vinnuafli ýti enn frekar undir víxlverkun launa- og húsnæðisverðshækkana. Frá því að hagvöxtur tók við sér 2011 hafa heildarlaun á Íslandi hækkað um 41% í byggingageiranum, 50% í ferðaþjónustu en 55% í opinbera geiranum samkvæmt Hagstofunni. Tölurnar sýna að opinberi geirinn hefur leitt launaþróun síðustu ár. Þrátt fyrir umræðu síðastliðinna mánaða um mikilvægi ákveðinna stétta, fer minna fyrir umræðu um að byggingageirinn og ferðaþjónustan hafa mikið um það að segja hvernig lífskjör þróast hér á landi á komandi misserum. Laun hafa hækkað þar minna en ella sökum erlends vinnuafls. En sá hópur finnur fyrir rýrnun kaupmáttar sem felst í húsnæðishækkunum líkt og aðrir hér á landi. Opinberi geirinn finnur lítið fyrir erlendri samkeppni, skapar ekki útflutningstekjur, og byggir ekki húsnæði, og ætti því ekki að leiða launahækkanir í því efnahagsumhverfi sem hér hefur ríkt undanfarin ár. Öll þessi atriði eru undirstaða kaupmáttar í dag. Með því að liðka fyrir umframlaunahækkunum þar sem eftirspurnarpressan hefur verið hvað minnst hefur hagstjórnin brugðist, en slíkar ákvarðanir koma að lokum niður á kaupmætti. Kaupmáttur Íslendinga, líkt og Maltverja, er samofinn kaupmætti erlends vinnuafls. Hvorugur hópurinn má við miklum húsnæðisverðshækkunum. Opinberi geirinn hefur sýnt slæmt fordæmi í launamálum, ekki er hægt að skafa af því. En spennan verður ekki leyst með því að fylgja fast á eftir með launahækkunum á almenna markaðnum, vegna áhrifa á stærsta kostnaðarlið heimilanna. Á meðan húsnæðisskortur er enn við lýði eru allar líkur á að stór hluti launahækkana leki áfram inn á fasteignamarkaðinn. Grípa þarf til annarra úrræða.Höfundur er aðalhagfræðingur Kviku banka.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun