Varnargarðar Bjarnveig Eiríksdóttir skrifar 15. ágúst 2018 07:45 Evrópurétturinn flæðir óhindraður inn árósa og upp árnar, ekkert getur hindrað hann, svo vitnað sé til frægra ummæla enska dómarans Dennings lávarðar. Víst er það svo að Evrópureglurnar flæða inn í EES-samninginn. Þó er sá varnargarður fyrir hendi hér á landi að reglur EES-samningsins taka ekki gildi fyrr en þær hafa verið lögfestar. Með EES-samningnum er komið á fjórfrelsi í viðskiptum með vöru og þjónustu, för launþega, sjálfstætt starfandi og fyrirtækja og afnámi hafta á fjármagnsflutninga. Margar EES-tilskipanir og reglugerðir heimila undanþágur frá fjórfrelsinu sem eiga að varna því að opnun markaða geti skaðað innlenda hagsmuni. Hagsmunir atvinnulífsins eru því best tryggðir með því að taka slíkar gerðir sem fyrst upp í EES-samninginn og innleiða án tafar. Hér skiptir máli að frá því að gerðirnar taka gildi í ESB, og jafnvel fyrr, ættu íslensk stjórnvöld og hagsmunaaðilar að geta haft nægan tíma til að skoða ætluð áhrif. Það má spyrja um forgangsröðun en undanfarin ár hafa íslensk stjórnvöld ekki náð að lögfesta tilskipanir og reglugerðir tímanlega og eru neðst á frammistöðulista ESA þó staðan hafi batnað. Það er mikilvægt að vanda til verka þegar settar eru reglur sem snerta vinnumarkaðinn og setja varnargarða þar sem það má. Í lok júní samþykkti Alþingi innleiðingarlög (nr. 75/2018) vegna nýrrar tilskipunar sem hefur ekki enn verið tekin upp í EES-samninginn. Það er nýmæli. Lögin breyta m.a. lögum um útsenda starfsmenn og starfsmannaleigur, bæta eftirlit og koma m.a. á keðjuábyrgð í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð, þ.e. ábyrgð fyrirtækja er nota sér þjónustu erlendra fyrirtækja á vangoldnum lágmarkslaunum, launaþáttum og launatengdum gjöldum. En góðri innleiðingu lýkur ekki á Alþingi. Tryggja þarf rétta beitingu EES-reglna. Hjá Þjóðskrá tíðkast að skrá einungis sem EES-launþega þá sem afla tiltekinnar lágmarksfjárhæðar launa eða ígildis hennar jafnvel þótt viðkomandi sé í hlutastarfi. Þannig geta atvinnurekendur ráðið „sjálfboðaliða“ sem jafnvel starfa á svörtum vinnumarkaði en er ekki skylt að skrá sig sem EES-launþega hjá Þjóðskrá. Vandséð er að framkvæmd Þjóðskrár standist ákvæði EES-samningsins því einstökum ríkjum er óheimilt að skilgreina einhliða hvað telst vera EES-launþegi. Hér er varnargarður á röngum stað og truflar samkeppni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Evrópurétturinn flæðir óhindraður inn árósa og upp árnar, ekkert getur hindrað hann, svo vitnað sé til frægra ummæla enska dómarans Dennings lávarðar. Víst er það svo að Evrópureglurnar flæða inn í EES-samninginn. Þó er sá varnargarður fyrir hendi hér á landi að reglur EES-samningsins taka ekki gildi fyrr en þær hafa verið lögfestar. Með EES-samningnum er komið á fjórfrelsi í viðskiptum með vöru og þjónustu, för launþega, sjálfstætt starfandi og fyrirtækja og afnámi hafta á fjármagnsflutninga. Margar EES-tilskipanir og reglugerðir heimila undanþágur frá fjórfrelsinu sem eiga að varna því að opnun markaða geti skaðað innlenda hagsmuni. Hagsmunir atvinnulífsins eru því best tryggðir með því að taka slíkar gerðir sem fyrst upp í EES-samninginn og innleiða án tafar. Hér skiptir máli að frá því að gerðirnar taka gildi í ESB, og jafnvel fyrr, ættu íslensk stjórnvöld og hagsmunaaðilar að geta haft nægan tíma til að skoða ætluð áhrif. Það má spyrja um forgangsröðun en undanfarin ár hafa íslensk stjórnvöld ekki náð að lögfesta tilskipanir og reglugerðir tímanlega og eru neðst á frammistöðulista ESA þó staðan hafi batnað. Það er mikilvægt að vanda til verka þegar settar eru reglur sem snerta vinnumarkaðinn og setja varnargarða þar sem það má. Í lok júní samþykkti Alþingi innleiðingarlög (nr. 75/2018) vegna nýrrar tilskipunar sem hefur ekki enn verið tekin upp í EES-samninginn. Það er nýmæli. Lögin breyta m.a. lögum um útsenda starfsmenn og starfsmannaleigur, bæta eftirlit og koma m.a. á keðjuábyrgð í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð, þ.e. ábyrgð fyrirtækja er nota sér þjónustu erlendra fyrirtækja á vangoldnum lágmarkslaunum, launaþáttum og launatengdum gjöldum. En góðri innleiðingu lýkur ekki á Alþingi. Tryggja þarf rétta beitingu EES-reglna. Hjá Þjóðskrá tíðkast að skrá einungis sem EES-launþega þá sem afla tiltekinnar lágmarksfjárhæðar launa eða ígildis hennar jafnvel þótt viðkomandi sé í hlutastarfi. Þannig geta atvinnurekendur ráðið „sjálfboðaliða“ sem jafnvel starfa á svörtum vinnumarkaði en er ekki skylt að skrá sig sem EES-launþega hjá Þjóðskrá. Vandséð er að framkvæmd Þjóðskrár standist ákvæði EES-samningsins því einstökum ríkjum er óheimilt að skilgreina einhliða hvað telst vera EES-launþegi. Hér er varnargarður á röngum stað og truflar samkeppni.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar