Bæjarstjóra óheimilt að afsala sér launum sem bæjarfulltrúi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. ágúst 2018 05:00 Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, fær alls 2,2 milljónir á mánuði samkvæmt nýjum ráðningarsamningi. Fréttablaðið/Anton Brink Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að mánaðarlaun Gunnars Einarssonar bæjarstjóra verði rúmar 2,2 milljónir króna. Gunnar hafði boðað það að hann myndi afsala sér launum sem bæjarfulltrúi á kjörtímabilinu en í ljós kom að það gat hann ekki gert. Þrátt fyrir að bæjarstjóralaunin hafi verið lækkuð á móti sat bæjarráðsfulltrúi Garðabæjarlistans hjá við afgreiðslu málsins í gær. Hann segir launin enn allt of há. „Við töldum okkur ekki geta samþykkt þessi ráðningarkjör. Þetta eru allt of há laun miðað við vinnu,“ segir Ingvar Arnarson, bæjarráðsfulltrúi Garðabæjarlistans, sem sat hjá við afgreiðslu málsins. Þá hafi hann einnig gert athugasemd við bifreiðahlunnindi bæjarstjórans, sem bærinn sér fyrir Toyota Land Cruiser-jeppa og greiðir af honum allan rekstrarkostnað. „Miðað við vegalengdir, umhverfissjónarmið og laun þá þykir okkur rétt að hann sjái um sín bílamál sjálfur, eða ef það á að vera bíll að hann verði þá umhverfisvænn,“ segir Ingvar og bætir við að hann hafi grínast með að best færi á því að bæjarstjórinn fengi rafhjól frá IKEA.Áslaug Hulda Jónsdóttir. Fréttablaðið/ValliSamkvæmt ráðningarsamningi Gunnars fær hann greiddar 1.282 þúsund krónur í grunnlaun fyrir dagvinnu sem bæjarstjóri, auk fastrar mánaðarlegrar yfirvinnu sem nemur 732.246 krónum. Ofan á þetta leggjast síðan rúmlega 199 þúsund krónur sem Gunnar fær greiddar sem bæjarfulltrúi. Mikil umræða var fyrir sveitarstjórnarkosningar um launakjör kjörinna fulltrúa og bæjarstjóra, meðal annars vegna umfjöllunar Fréttablaðsins um miklar hækkanir til þeirra. Eftir kosningar kvaðst Gunnar ætla að afþakka bæjarfulltrúalaunin eftir að hafa náð inn sem aðalmaður. Í ráðningarsamningnum kemur fram að samkvæmt sveitarstjórnarlögum sé „bæjarstjóra óheimilt að afsala sér greiðslu launa fyrir setu í bæjarstjórn“. Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs, segir að vegna þessa hafi bæjarstjóralaunin verið endurskoðuð og ákveðið að lækka þau. Bæði hafi föstum yfirvinnutímum bæjarstjóra verið fækkað og grunnlaunin lækkuð og að bæjarfulltrúalaunum meðtöldum nemi lækkunin um tíu prósentum. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vill lækka laun sín í 2,1 milljón eftir gagnrýni Laun bæjarstjóra Kópavogs sættu harðri gagnrýni fyrir kosningar eftir að hafa hækkað um 32 prósent milli ára. Leggur nú til að laun hans og bæjarfulltrúa Kópavogs lækki um 15 prósent. Verður áfram næstlaunahæsti bæjarstjórinn. 29. júní 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að mánaðarlaun Gunnars Einarssonar bæjarstjóra verði rúmar 2,2 milljónir króna. Gunnar hafði boðað það að hann myndi afsala sér launum sem bæjarfulltrúi á kjörtímabilinu en í ljós kom að það gat hann ekki gert. Þrátt fyrir að bæjarstjóralaunin hafi verið lækkuð á móti sat bæjarráðsfulltrúi Garðabæjarlistans hjá við afgreiðslu málsins í gær. Hann segir launin enn allt of há. „Við töldum okkur ekki geta samþykkt þessi ráðningarkjör. Þetta eru allt of há laun miðað við vinnu,“ segir Ingvar Arnarson, bæjarráðsfulltrúi Garðabæjarlistans, sem sat hjá við afgreiðslu málsins. Þá hafi hann einnig gert athugasemd við bifreiðahlunnindi bæjarstjórans, sem bærinn sér fyrir Toyota Land Cruiser-jeppa og greiðir af honum allan rekstrarkostnað. „Miðað við vegalengdir, umhverfissjónarmið og laun þá þykir okkur rétt að hann sjái um sín bílamál sjálfur, eða ef það á að vera bíll að hann verði þá umhverfisvænn,“ segir Ingvar og bætir við að hann hafi grínast með að best færi á því að bæjarstjórinn fengi rafhjól frá IKEA.Áslaug Hulda Jónsdóttir. Fréttablaðið/ValliSamkvæmt ráðningarsamningi Gunnars fær hann greiddar 1.282 þúsund krónur í grunnlaun fyrir dagvinnu sem bæjarstjóri, auk fastrar mánaðarlegrar yfirvinnu sem nemur 732.246 krónum. Ofan á þetta leggjast síðan rúmlega 199 þúsund krónur sem Gunnar fær greiddar sem bæjarfulltrúi. Mikil umræða var fyrir sveitarstjórnarkosningar um launakjör kjörinna fulltrúa og bæjarstjóra, meðal annars vegna umfjöllunar Fréttablaðsins um miklar hækkanir til þeirra. Eftir kosningar kvaðst Gunnar ætla að afþakka bæjarfulltrúalaunin eftir að hafa náð inn sem aðalmaður. Í ráðningarsamningnum kemur fram að samkvæmt sveitarstjórnarlögum sé „bæjarstjóra óheimilt að afsala sér greiðslu launa fyrir setu í bæjarstjórn“. Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs, segir að vegna þessa hafi bæjarstjóralaunin verið endurskoðuð og ákveðið að lækka þau. Bæði hafi föstum yfirvinnutímum bæjarstjóra verið fækkað og grunnlaunin lækkuð og að bæjarfulltrúalaunum meðtöldum nemi lækkunin um tíu prósentum.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vill lækka laun sín í 2,1 milljón eftir gagnrýni Laun bæjarstjóra Kópavogs sættu harðri gagnrýni fyrir kosningar eftir að hafa hækkað um 32 prósent milli ára. Leggur nú til að laun hans og bæjarfulltrúa Kópavogs lækki um 15 prósent. Verður áfram næstlaunahæsti bæjarstjórinn. 29. júní 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Vill lækka laun sín í 2,1 milljón eftir gagnrýni Laun bæjarstjóra Kópavogs sættu harðri gagnrýni fyrir kosningar eftir að hafa hækkað um 32 prósent milli ára. Leggur nú til að laun hans og bæjarfulltrúa Kópavogs lækki um 15 prósent. Verður áfram næstlaunahæsti bæjarstjórinn. 29. júní 2018 06:00