Bæjarstjóra óheimilt að afsala sér launum sem bæjarfulltrúi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. ágúst 2018 05:00 Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, fær alls 2,2 milljónir á mánuði samkvæmt nýjum ráðningarsamningi. Fréttablaðið/Anton Brink Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að mánaðarlaun Gunnars Einarssonar bæjarstjóra verði rúmar 2,2 milljónir króna. Gunnar hafði boðað það að hann myndi afsala sér launum sem bæjarfulltrúi á kjörtímabilinu en í ljós kom að það gat hann ekki gert. Þrátt fyrir að bæjarstjóralaunin hafi verið lækkuð á móti sat bæjarráðsfulltrúi Garðabæjarlistans hjá við afgreiðslu málsins í gær. Hann segir launin enn allt of há. „Við töldum okkur ekki geta samþykkt þessi ráðningarkjör. Þetta eru allt of há laun miðað við vinnu,“ segir Ingvar Arnarson, bæjarráðsfulltrúi Garðabæjarlistans, sem sat hjá við afgreiðslu málsins. Þá hafi hann einnig gert athugasemd við bifreiðahlunnindi bæjarstjórans, sem bærinn sér fyrir Toyota Land Cruiser-jeppa og greiðir af honum allan rekstrarkostnað. „Miðað við vegalengdir, umhverfissjónarmið og laun þá þykir okkur rétt að hann sjái um sín bílamál sjálfur, eða ef það á að vera bíll að hann verði þá umhverfisvænn,“ segir Ingvar og bætir við að hann hafi grínast með að best færi á því að bæjarstjórinn fengi rafhjól frá IKEA.Áslaug Hulda Jónsdóttir. Fréttablaðið/ValliSamkvæmt ráðningarsamningi Gunnars fær hann greiddar 1.282 þúsund krónur í grunnlaun fyrir dagvinnu sem bæjarstjóri, auk fastrar mánaðarlegrar yfirvinnu sem nemur 732.246 krónum. Ofan á þetta leggjast síðan rúmlega 199 þúsund krónur sem Gunnar fær greiddar sem bæjarfulltrúi. Mikil umræða var fyrir sveitarstjórnarkosningar um launakjör kjörinna fulltrúa og bæjarstjóra, meðal annars vegna umfjöllunar Fréttablaðsins um miklar hækkanir til þeirra. Eftir kosningar kvaðst Gunnar ætla að afþakka bæjarfulltrúalaunin eftir að hafa náð inn sem aðalmaður. Í ráðningarsamningnum kemur fram að samkvæmt sveitarstjórnarlögum sé „bæjarstjóra óheimilt að afsala sér greiðslu launa fyrir setu í bæjarstjórn“. Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs, segir að vegna þessa hafi bæjarstjóralaunin verið endurskoðuð og ákveðið að lækka þau. Bæði hafi föstum yfirvinnutímum bæjarstjóra verið fækkað og grunnlaunin lækkuð og að bæjarfulltrúalaunum meðtöldum nemi lækkunin um tíu prósentum. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vill lækka laun sín í 2,1 milljón eftir gagnrýni Laun bæjarstjóra Kópavogs sættu harðri gagnrýni fyrir kosningar eftir að hafa hækkað um 32 prósent milli ára. Leggur nú til að laun hans og bæjarfulltrúa Kópavogs lækki um 15 prósent. Verður áfram næstlaunahæsti bæjarstjórinn. 29. júní 2018 06:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að mánaðarlaun Gunnars Einarssonar bæjarstjóra verði rúmar 2,2 milljónir króna. Gunnar hafði boðað það að hann myndi afsala sér launum sem bæjarfulltrúi á kjörtímabilinu en í ljós kom að það gat hann ekki gert. Þrátt fyrir að bæjarstjóralaunin hafi verið lækkuð á móti sat bæjarráðsfulltrúi Garðabæjarlistans hjá við afgreiðslu málsins í gær. Hann segir launin enn allt of há. „Við töldum okkur ekki geta samþykkt þessi ráðningarkjör. Þetta eru allt of há laun miðað við vinnu,“ segir Ingvar Arnarson, bæjarráðsfulltrúi Garðabæjarlistans, sem sat hjá við afgreiðslu málsins. Þá hafi hann einnig gert athugasemd við bifreiðahlunnindi bæjarstjórans, sem bærinn sér fyrir Toyota Land Cruiser-jeppa og greiðir af honum allan rekstrarkostnað. „Miðað við vegalengdir, umhverfissjónarmið og laun þá þykir okkur rétt að hann sjái um sín bílamál sjálfur, eða ef það á að vera bíll að hann verði þá umhverfisvænn,“ segir Ingvar og bætir við að hann hafi grínast með að best færi á því að bæjarstjórinn fengi rafhjól frá IKEA.Áslaug Hulda Jónsdóttir. Fréttablaðið/ValliSamkvæmt ráðningarsamningi Gunnars fær hann greiddar 1.282 þúsund krónur í grunnlaun fyrir dagvinnu sem bæjarstjóri, auk fastrar mánaðarlegrar yfirvinnu sem nemur 732.246 krónum. Ofan á þetta leggjast síðan rúmlega 199 þúsund krónur sem Gunnar fær greiddar sem bæjarfulltrúi. Mikil umræða var fyrir sveitarstjórnarkosningar um launakjör kjörinna fulltrúa og bæjarstjóra, meðal annars vegna umfjöllunar Fréttablaðsins um miklar hækkanir til þeirra. Eftir kosningar kvaðst Gunnar ætla að afþakka bæjarfulltrúalaunin eftir að hafa náð inn sem aðalmaður. Í ráðningarsamningnum kemur fram að samkvæmt sveitarstjórnarlögum sé „bæjarstjóra óheimilt að afsala sér greiðslu launa fyrir setu í bæjarstjórn“. Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs, segir að vegna þessa hafi bæjarstjóralaunin verið endurskoðuð og ákveðið að lækka þau. Bæði hafi föstum yfirvinnutímum bæjarstjóra verið fækkað og grunnlaunin lækkuð og að bæjarfulltrúalaunum meðtöldum nemi lækkunin um tíu prósentum.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vill lækka laun sín í 2,1 milljón eftir gagnrýni Laun bæjarstjóra Kópavogs sættu harðri gagnrýni fyrir kosningar eftir að hafa hækkað um 32 prósent milli ára. Leggur nú til að laun hans og bæjarfulltrúa Kópavogs lækki um 15 prósent. Verður áfram næstlaunahæsti bæjarstjórinn. 29. júní 2018 06:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Vill lækka laun sín í 2,1 milljón eftir gagnrýni Laun bæjarstjóra Kópavogs sættu harðri gagnrýni fyrir kosningar eftir að hafa hækkað um 32 prósent milli ára. Leggur nú til að laun hans og bæjarfulltrúa Kópavogs lækki um 15 prósent. Verður áfram næstlaunahæsti bæjarstjórinn. 29. júní 2018 06:00