Kaþólskir prestar brutu kynferðislega gegn þúsundum barna í Pennsylvaníu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. ágúst 2018 08:00 Skýrslan náði yfir 54 af 67 sýslum Pennsylvaníu. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Biskupar og aðrir háttsettir klerkar innan kaþólsku kirkjunnar í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna hylmdu yfir kynferðisbrot yfir hundrað presta á síðustu sjötíu árum. Þetta gerðu þeir með því að fá þolendur til að kæra ekki brotin og með því að telja lögreglumenn á að rannsaka ekki slíkar kærur. Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu sem kafaði ofan í kynferðisbrot af hálfu kirkjunnar manna í 54 af 67 sýslum Pennsylvaníu. Í inngangsorðum skýrslunnar segir að meira en þrjú hundruð prestar hafi verið sakaðir um slík brot og af skrám kirkjunnar mætti ráða að þolendur væru að minnsta kosti þúsund. Talið er að fjölmargir hafi aldrei stigið fram vegna ótta við kirkjunnar menn. Meirihluti brotaþola voru ungir drengir en einnig eru fjölmörg dæmi um að brotið hafi verið gegn stúlkum. Flest barnanna voru á táningsaldri þegar brotin áttu sér stað en oft kom þó fyrir að brotið var gegn börnum sem ekki höfðu náð kynþroska. Í skýrslunni er tekið dæmi af stúlku sem var nauðgað af presti þegar hún var að jafna sig á spítala eftir hálskirtlatöku. Þá er annað dæmi tekið af presti sem nauðgaði sautján ára stúlku sem varð þunguð eftir verknaðinn. Presturinn giftist stúlkunni, skildi síðan við hana og fékk að halda brauðinu. „Þrátt fyrir nokkra betrun hafa margir leiðtogar kirkjunnar komist hjá því að sæta ábyrgð vegna þessa. Prestar voru að nauðga drengjum og stúlkum og menn Guðs, sem báru ábyrgð á þeim, gerðu ekkert. Þeir földu allt saman. Áratugum saman,“ segir í skýrslunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Biskupar og aðrir háttsettir klerkar innan kaþólsku kirkjunnar í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna hylmdu yfir kynferðisbrot yfir hundrað presta á síðustu sjötíu árum. Þetta gerðu þeir með því að fá þolendur til að kæra ekki brotin og með því að telja lögreglumenn á að rannsaka ekki slíkar kærur. Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu sem kafaði ofan í kynferðisbrot af hálfu kirkjunnar manna í 54 af 67 sýslum Pennsylvaníu. Í inngangsorðum skýrslunnar segir að meira en þrjú hundruð prestar hafi verið sakaðir um slík brot og af skrám kirkjunnar mætti ráða að þolendur væru að minnsta kosti þúsund. Talið er að fjölmargir hafi aldrei stigið fram vegna ótta við kirkjunnar menn. Meirihluti brotaþola voru ungir drengir en einnig eru fjölmörg dæmi um að brotið hafi verið gegn stúlkum. Flest barnanna voru á táningsaldri þegar brotin áttu sér stað en oft kom þó fyrir að brotið var gegn börnum sem ekki höfðu náð kynþroska. Í skýrslunni er tekið dæmi af stúlku sem var nauðgað af presti þegar hún var að jafna sig á spítala eftir hálskirtlatöku. Þá er annað dæmi tekið af presti sem nauðgaði sautján ára stúlku sem varð þunguð eftir verknaðinn. Presturinn giftist stúlkunni, skildi síðan við hana og fékk að halda brauðinu. „Þrátt fyrir nokkra betrun hafa margir leiðtogar kirkjunnar komist hjá því að sæta ábyrgð vegna þessa. Prestar voru að nauðga drengjum og stúlkum og menn Guðs, sem báru ábyrgð á þeim, gerðu ekkert. Þeir földu allt saman. Áratugum saman,“ segir í skýrslunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira