Eurovision: Samið um skuld ísraelska sjónvarpsins við EBU Atli Ísleifsson skrifar 14. ágúst 2018 17:43 Sigurvegarinn Netta Barzilai sagði "Next year: Jerusalem“ þegar hún tók við verðlaunagripnum í Lissabon í maí síðastliðinn. Vísir/Getty Svo virðist sem að samkomulag hafi náðst varðandi skuld ísraelska ríkissjónvarpsins Kan við Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. Þykir því ljóst að hægt verði að halda keppnina í Ísrael næsta vor eftir allt saman. Forsvarsmenn Kan rituðu nýlega bréf til ríkisstjórnar Ísraels þar sem farið var fram á aukin fjárframlög – 12 milljónir evra eða um 1,5 milljarð íslenskra króna – til að geta staðið straum af kostnaði við að halda keppnina. Ísraelska ríkisstjórnin sagði þvert nei og hótuðu forsvarsmenn Kan því að mögulega þyrfti að halda keppnina í öðru landi. Nú virðist hins vegar lausn vera komin í málið sem snýr að tryggingagjaldi sem sjónvarpsstöðin þarf að greiða EBU til að hýsa keppnina næsta vor. Jerusalem Post greinir frá því að samkomulag hafi náðst milli ísraelska fjármálaráðuneytisins og Kan eftir „maraþonviðræður“, en frestur til að greiða trygginguna rennur út á miðnætti. Að sögn Jerusalem Post hefur fjármálaráðuneytið samþykkt að heimila Kan að taka lán fyrir tryggingunni. Enn hefur ekki fengist staðfest í hvaða borg keppnin verður haldin. Sigurvegarinn Netta Barzilai sagði „Next year: Jerusalem“ þegar hún tók við verðlaunagripnum í Lissabon í maí síðastliðinn, en Kann hefur ekkert staðfest hvort það sé rétt. Síðast þegar keppnin var haldin í Ísrael, árið 1999, fór keppnin fram í Jerúsalem. Eurovision Ísrael Portúgal Tengdar fréttir Hætta á að Eurovision fari ekki fram í Ísrael Hætta er á því að Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fari ekki fram í Ísrael á næsta ári, fari svo að ísraelska ríkissjónvarpið geri ekki upp skuld sem það á við samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. 13. ágúst 2018 22:34 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Svo virðist sem að samkomulag hafi náðst varðandi skuld ísraelska ríkissjónvarpsins Kan við Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. Þykir því ljóst að hægt verði að halda keppnina í Ísrael næsta vor eftir allt saman. Forsvarsmenn Kan rituðu nýlega bréf til ríkisstjórnar Ísraels þar sem farið var fram á aukin fjárframlög – 12 milljónir evra eða um 1,5 milljarð íslenskra króna – til að geta staðið straum af kostnaði við að halda keppnina. Ísraelska ríkisstjórnin sagði þvert nei og hótuðu forsvarsmenn Kan því að mögulega þyrfti að halda keppnina í öðru landi. Nú virðist hins vegar lausn vera komin í málið sem snýr að tryggingagjaldi sem sjónvarpsstöðin þarf að greiða EBU til að hýsa keppnina næsta vor. Jerusalem Post greinir frá því að samkomulag hafi náðst milli ísraelska fjármálaráðuneytisins og Kan eftir „maraþonviðræður“, en frestur til að greiða trygginguna rennur út á miðnætti. Að sögn Jerusalem Post hefur fjármálaráðuneytið samþykkt að heimila Kan að taka lán fyrir tryggingunni. Enn hefur ekki fengist staðfest í hvaða borg keppnin verður haldin. Sigurvegarinn Netta Barzilai sagði „Next year: Jerusalem“ þegar hún tók við verðlaunagripnum í Lissabon í maí síðastliðinn, en Kann hefur ekkert staðfest hvort það sé rétt. Síðast þegar keppnin var haldin í Ísrael, árið 1999, fór keppnin fram í Jerúsalem.
Eurovision Ísrael Portúgal Tengdar fréttir Hætta á að Eurovision fari ekki fram í Ísrael Hætta er á því að Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fari ekki fram í Ísrael á næsta ári, fari svo að ísraelska ríkissjónvarpið geri ekki upp skuld sem það á við samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. 13. ágúst 2018 22:34 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Hætta á að Eurovision fari ekki fram í Ísrael Hætta er á því að Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fari ekki fram í Ísrael á næsta ári, fari svo að ísraelska ríkissjónvarpið geri ekki upp skuld sem það á við samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. 13. ágúst 2018 22:34