Betra hinsegin líf - vilji er allt sem þarf Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 16. ágúst 2018 08:00 40 ára afmæli Samtakanna 78 er fagnað í ár. Samtökin - og allir þeir einstaklingar sem þar hafa lagt hönd á plóginn - hafa unnið þrotlausa vinnu í þágu hinsegin fólks, til betri lífsgæða til framtíðar. Umhverfið var Samtökunum 78 oft andstætt í því starfi, en þau héldu ótrauð áfram. Af virðingu við baráttufólkið, framvarðasveitina en ekki síður af virðingu við hugsjónina sjálfa þá er tækifæri núna til þess að styðja enn betur við hinsegin fólk og fleyta baráttunni gegn fordómum enn lengra fram á við. Þrátt fyrir víðtækan stuðning samfélagsins, sem lýsir sér m.a. í áunnum lagalegum réttindum, þátttöku í gleðigöngu Hinsegin daga og almennri viðurkenningu í garð hinsegin fólks, krefst það enn hugrekkis og kjarks fyrir hvern þann sem kýs að gera umheiminum grein fyrir hinseginleika sínum. Og það gera ekki allir, því miður.Styrkjum sjálfsmynd Við þekkjum mikilvægi sterkrar sjálfsmyndar barna og ungmenna og vitum að allir sem koma að mótunarárum þeirra skipta lykilmáli. Því er eins farið með hinsegin fólk, sem þar að auki mótar oft sjálfsmynd sína að hluta upp á nýtt út frá skilgreiningunni sem það samþykkir fyrir sjálft sig og um leið velur að gera umhverfinu í kringum sig grein fyrir. Til þess þarf styrk og sterkan grunn. Sterk sjálfsmynd er mikilvægt veganesti út í lífið, hver sem við erum og hvernig sem við kjósum að skilgreina okkur, en við þurfum að hlúa sérstaklega að og styrkja sjálfsmynd hinsegin fólks á öllum aldri. Í allri mannréttindabaráttu skiptir fræðsla gríðarlega miklu máli fyrir öll framfaraskref. Skilningur og viðurkenning okkar á tilverurétti annarra er lykill að farsælu samfélagi allra. Leik- og grunnskólar eru lykillinn að upplýstri kynslóð og bættum lífsgæðum hinsegin fólks og aðstandanda þeirra, hvort heldur sem það eru börn hinsegin fólks, foreldrar eða aðrir aðstandendur. Þar eru sveitarfélögin í bestu aðstöðu til að láta gott af sér leiða í fræðslu og upplýstri umræðu.Vilji er einfaldlega allt sem þarf Fyrir hönd okkar í Garðabæjarlistanum legg ég fram tillögu þess efnis á bæjarstjórnarfundi Garðabæjar sem fram fer í dag. Tillögu sem felur það í sér að taka ábyrgð með því að gera þjónustusamning við Samtökin ‘78 um hinsegin fræðslu sem nýtist sem flestu starfsfólki Garðabæjar og um leið börnum og ungmennum. Garðabæjarlistinn leggur áherslu á tvenns konar inntak samnings. Annars vegar markvissa hinsegin fræðslu til ungmenna á grunnskólastigi og hins vegar almenna fræðslu fyrir starfsfólk Garðabæjar þar sem starfsfólki leik- og grunnskóla er veitt sérstök fræðsla en einnig þar sem boðið verður upp á hinsegin fræðslu fyrir allt starfsfólk. Ég hvet um leið sveitarstjórnir um allt land að taka málin í sínar hendur og taka þannig virkan þátt í að byggja upp samfélag fyrir alla. Líka fyrir hinsegin fólk. Uppræting fordóma er einmitt eina leiðin til þess að hinsegin fólk njóti öryggis í samfélaginu.Höfundur er Sara Dögg SvanhildardóttirOddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
40 ára afmæli Samtakanna 78 er fagnað í ár. Samtökin - og allir þeir einstaklingar sem þar hafa lagt hönd á plóginn - hafa unnið þrotlausa vinnu í þágu hinsegin fólks, til betri lífsgæða til framtíðar. Umhverfið var Samtökunum 78 oft andstætt í því starfi, en þau héldu ótrauð áfram. Af virðingu við baráttufólkið, framvarðasveitina en ekki síður af virðingu við hugsjónina sjálfa þá er tækifæri núna til þess að styðja enn betur við hinsegin fólk og fleyta baráttunni gegn fordómum enn lengra fram á við. Þrátt fyrir víðtækan stuðning samfélagsins, sem lýsir sér m.a. í áunnum lagalegum réttindum, þátttöku í gleðigöngu Hinsegin daga og almennri viðurkenningu í garð hinsegin fólks, krefst það enn hugrekkis og kjarks fyrir hvern þann sem kýs að gera umheiminum grein fyrir hinseginleika sínum. Og það gera ekki allir, því miður.Styrkjum sjálfsmynd Við þekkjum mikilvægi sterkrar sjálfsmyndar barna og ungmenna og vitum að allir sem koma að mótunarárum þeirra skipta lykilmáli. Því er eins farið með hinsegin fólk, sem þar að auki mótar oft sjálfsmynd sína að hluta upp á nýtt út frá skilgreiningunni sem það samþykkir fyrir sjálft sig og um leið velur að gera umhverfinu í kringum sig grein fyrir. Til þess þarf styrk og sterkan grunn. Sterk sjálfsmynd er mikilvægt veganesti út í lífið, hver sem við erum og hvernig sem við kjósum að skilgreina okkur, en við þurfum að hlúa sérstaklega að og styrkja sjálfsmynd hinsegin fólks á öllum aldri. Í allri mannréttindabaráttu skiptir fræðsla gríðarlega miklu máli fyrir öll framfaraskref. Skilningur og viðurkenning okkar á tilverurétti annarra er lykill að farsælu samfélagi allra. Leik- og grunnskólar eru lykillinn að upplýstri kynslóð og bættum lífsgæðum hinsegin fólks og aðstandanda þeirra, hvort heldur sem það eru börn hinsegin fólks, foreldrar eða aðrir aðstandendur. Þar eru sveitarfélögin í bestu aðstöðu til að láta gott af sér leiða í fræðslu og upplýstri umræðu.Vilji er einfaldlega allt sem þarf Fyrir hönd okkar í Garðabæjarlistanum legg ég fram tillögu þess efnis á bæjarstjórnarfundi Garðabæjar sem fram fer í dag. Tillögu sem felur það í sér að taka ábyrgð með því að gera þjónustusamning við Samtökin ‘78 um hinsegin fræðslu sem nýtist sem flestu starfsfólki Garðabæjar og um leið börnum og ungmennum. Garðabæjarlistinn leggur áherslu á tvenns konar inntak samnings. Annars vegar markvissa hinsegin fræðslu til ungmenna á grunnskólastigi og hins vegar almenna fræðslu fyrir starfsfólk Garðabæjar þar sem starfsfólki leik- og grunnskóla er veitt sérstök fræðsla en einnig þar sem boðið verður upp á hinsegin fræðslu fyrir allt starfsfólk. Ég hvet um leið sveitarstjórnir um allt land að taka málin í sínar hendur og taka þannig virkan þátt í að byggja upp samfélag fyrir alla. Líka fyrir hinsegin fólk. Uppræting fordóma er einmitt eina leiðin til þess að hinsegin fólk njóti öryggis í samfélaginu.Höfundur er Sara Dögg SvanhildardóttirOddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar