Bandaríkjaforseti kallar fyrrverandi starfsmann sinn „hund“ Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2018 13:14 Á upptöku af símtali heyrist Trump segja Omarosu að hann hafi ekki vitað af því að Kelly starfsmannastjóri hafi ætlað að reka hana. Omarosa segist telja að Trump hafi skipað Kelly að gera það. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti úthúðaði fyrrverandi aðstoðarkonu sinni á Twitter í dag. Kallaði forsetinn hana „klikkað, vælandi skítseyði“ og „hund“. Hún sakar Trump um að vera rasisti í nýrri bók. Omarosa Manigault Newman var rekin úr Hvíta húsinu í fyrra. Hún starfaði þar sem sérfræðingur á samskiptasviði en hún þekkti Trump frá því að hún var þátttakandi í raunveruleikaþættinum „Lærlingnum“ á sínum tíma. Í viðtölum fyrir væntanlega bók um tímann í Hvíta húsinu hefur Omarosa lýst Trump sem „vanstilltum“ og „í andlegri hnignun“. Þá segist hún hafa heyrt upptöku af Trump fara niðrandi orðum um blökkumenn við tökur á „Lærlingnum“. Forsetinn sé í raun rasisti. Trump hefur brugðist ókvæða við ummælum Omarosa um sig og kallað hana öllum illum nöfnum, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. „Þegar maður gefur klikkuðu, vælandi skítseyði tækifæri og gefur henni vinnu í Hvíta húsinu, býst ég við að það hafi bara ekki gengið upp. Vel gert hjá Kelly herforingja að reka þennan hund snarlega!“ tísti Trump og vísaði til Johns Kelly, stafsmannastjóra Hvíta hússins. Þá fullyrti forsetinn að framleiðandi „Lærlingsins“ hefði hringt í sig til þess að segja sér að engar upptökur væru til af honum að nota orðið „negri“, þvert á það sem Omarosa hefði sagt. Kallaði hann hana „klikkaða“ og „ruglaða“.When you give a crazed, crying lowlife a break, and give her a job at the White House, I guess it just didn't work out. Good work by General Kelly for quickly firing that dog!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 14, 2018 Segist hafa viljað halda henni vegna þess að hún talaði vel um hann Á Twitter hefur Trump dregið upp þá mynd að hann hafi gefið Omarosu vinnu í Hvíta húsinu þrátt fyrir galla hennar vegna þess að hún hafi talað vel um hann. „Ég sagði honum [Kelly] að reyna að leysa úr þessu ef það væri mögulegt vegna þess að hún sagði FRÁBÆRA hluti um mig ― þangað til hún var rekin!“ tísti forseti Bandaríkjanna. Hann fullyrti jafnframt að Omarosa hefði skrifað undir samning um þagmælsku þegar hún hóf störf í Hvíta húsinu. Sérfræðingar í siðfræði í opinberri stjórnsýslu hafa dregið í efa að löglegt sé að láta opinbera embættismenn skrifa undir slíka samninga....really bad things. Nasty to people & would constantly miss meetings & work. When Gen. Kelly came on board he told me she was a loser & nothing but problems. I told him to try working it out, if possible, because she only said GREAT things about me - until she got fired!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 13, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Omarosa í vandræðum vegna upptöku Segist hafa tekið upp fjölda samtala í Hvíta húsinu til að "verja sig“. 13. ágúst 2018 12:07 „Skítseiði, hún er skítseiði“ Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku. 11. ágúst 2018 23:15 Segir Hvíta húsið beita blekkingum um andlegt ástand Trump Fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins segir að háttsettir menn þar leyni því hversu mikið Bandaríkjaforseta hafi hnignað andlega. 12. ágúst 2018 14:48 Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti úthúðaði fyrrverandi aðstoðarkonu sinni á Twitter í dag. Kallaði forsetinn hana „klikkað, vælandi skítseyði“ og „hund“. Hún sakar Trump um að vera rasisti í nýrri bók. Omarosa Manigault Newman var rekin úr Hvíta húsinu í fyrra. Hún starfaði þar sem sérfræðingur á samskiptasviði en hún þekkti Trump frá því að hún var þátttakandi í raunveruleikaþættinum „Lærlingnum“ á sínum tíma. Í viðtölum fyrir væntanlega bók um tímann í Hvíta húsinu hefur Omarosa lýst Trump sem „vanstilltum“ og „í andlegri hnignun“. Þá segist hún hafa heyrt upptöku af Trump fara niðrandi orðum um blökkumenn við tökur á „Lærlingnum“. Forsetinn sé í raun rasisti. Trump hefur brugðist ókvæða við ummælum Omarosa um sig og kallað hana öllum illum nöfnum, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. „Þegar maður gefur klikkuðu, vælandi skítseyði tækifæri og gefur henni vinnu í Hvíta húsinu, býst ég við að það hafi bara ekki gengið upp. Vel gert hjá Kelly herforingja að reka þennan hund snarlega!“ tísti Trump og vísaði til Johns Kelly, stafsmannastjóra Hvíta hússins. Þá fullyrti forsetinn að framleiðandi „Lærlingsins“ hefði hringt í sig til þess að segja sér að engar upptökur væru til af honum að nota orðið „negri“, þvert á það sem Omarosa hefði sagt. Kallaði hann hana „klikkaða“ og „ruglaða“.When you give a crazed, crying lowlife a break, and give her a job at the White House, I guess it just didn't work out. Good work by General Kelly for quickly firing that dog!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 14, 2018 Segist hafa viljað halda henni vegna þess að hún talaði vel um hann Á Twitter hefur Trump dregið upp þá mynd að hann hafi gefið Omarosu vinnu í Hvíta húsinu þrátt fyrir galla hennar vegna þess að hún hafi talað vel um hann. „Ég sagði honum [Kelly] að reyna að leysa úr þessu ef það væri mögulegt vegna þess að hún sagði FRÁBÆRA hluti um mig ― þangað til hún var rekin!“ tísti forseti Bandaríkjanna. Hann fullyrti jafnframt að Omarosa hefði skrifað undir samning um þagmælsku þegar hún hóf störf í Hvíta húsinu. Sérfræðingar í siðfræði í opinberri stjórnsýslu hafa dregið í efa að löglegt sé að láta opinbera embættismenn skrifa undir slíka samninga....really bad things. Nasty to people & would constantly miss meetings & work. When Gen. Kelly came on board he told me she was a loser & nothing but problems. I told him to try working it out, if possible, because she only said GREAT things about me - until she got fired!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 13, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Omarosa í vandræðum vegna upptöku Segist hafa tekið upp fjölda samtala í Hvíta húsinu til að "verja sig“. 13. ágúst 2018 12:07 „Skítseiði, hún er skítseiði“ Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku. 11. ágúst 2018 23:15 Segir Hvíta húsið beita blekkingum um andlegt ástand Trump Fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins segir að háttsettir menn þar leyni því hversu mikið Bandaríkjaforseta hafi hnignað andlega. 12. ágúst 2018 14:48 Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Omarosa í vandræðum vegna upptöku Segist hafa tekið upp fjölda samtala í Hvíta húsinu til að "verja sig“. 13. ágúst 2018 12:07
„Skítseiði, hún er skítseiði“ Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku. 11. ágúst 2018 23:15
Segir Hvíta húsið beita blekkingum um andlegt ástand Trump Fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins segir að háttsettir menn þar leyni því hversu mikið Bandaríkjaforseta hafi hnignað andlega. 12. ágúst 2018 14:48
Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30