Bandaríkjaforseti kallar fyrrverandi starfsmann sinn „hund“ Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2018 13:14 Á upptöku af símtali heyrist Trump segja Omarosu að hann hafi ekki vitað af því að Kelly starfsmannastjóri hafi ætlað að reka hana. Omarosa segist telja að Trump hafi skipað Kelly að gera það. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti úthúðaði fyrrverandi aðstoðarkonu sinni á Twitter í dag. Kallaði forsetinn hana „klikkað, vælandi skítseyði“ og „hund“. Hún sakar Trump um að vera rasisti í nýrri bók. Omarosa Manigault Newman var rekin úr Hvíta húsinu í fyrra. Hún starfaði þar sem sérfræðingur á samskiptasviði en hún þekkti Trump frá því að hún var þátttakandi í raunveruleikaþættinum „Lærlingnum“ á sínum tíma. Í viðtölum fyrir væntanlega bók um tímann í Hvíta húsinu hefur Omarosa lýst Trump sem „vanstilltum“ og „í andlegri hnignun“. Þá segist hún hafa heyrt upptöku af Trump fara niðrandi orðum um blökkumenn við tökur á „Lærlingnum“. Forsetinn sé í raun rasisti. Trump hefur brugðist ókvæða við ummælum Omarosa um sig og kallað hana öllum illum nöfnum, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. „Þegar maður gefur klikkuðu, vælandi skítseyði tækifæri og gefur henni vinnu í Hvíta húsinu, býst ég við að það hafi bara ekki gengið upp. Vel gert hjá Kelly herforingja að reka þennan hund snarlega!“ tísti Trump og vísaði til Johns Kelly, stafsmannastjóra Hvíta hússins. Þá fullyrti forsetinn að framleiðandi „Lærlingsins“ hefði hringt í sig til þess að segja sér að engar upptökur væru til af honum að nota orðið „negri“, þvert á það sem Omarosa hefði sagt. Kallaði hann hana „klikkaða“ og „ruglaða“.When you give a crazed, crying lowlife a break, and give her a job at the White House, I guess it just didn't work out. Good work by General Kelly for quickly firing that dog!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 14, 2018 Segist hafa viljað halda henni vegna þess að hún talaði vel um hann Á Twitter hefur Trump dregið upp þá mynd að hann hafi gefið Omarosu vinnu í Hvíta húsinu þrátt fyrir galla hennar vegna þess að hún hafi talað vel um hann. „Ég sagði honum [Kelly] að reyna að leysa úr þessu ef það væri mögulegt vegna þess að hún sagði FRÁBÆRA hluti um mig ― þangað til hún var rekin!“ tísti forseti Bandaríkjanna. Hann fullyrti jafnframt að Omarosa hefði skrifað undir samning um þagmælsku þegar hún hóf störf í Hvíta húsinu. Sérfræðingar í siðfræði í opinberri stjórnsýslu hafa dregið í efa að löglegt sé að láta opinbera embættismenn skrifa undir slíka samninga....really bad things. Nasty to people & would constantly miss meetings & work. When Gen. Kelly came on board he told me she was a loser & nothing but problems. I told him to try working it out, if possible, because she only said GREAT things about me - until she got fired!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 13, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Omarosa í vandræðum vegna upptöku Segist hafa tekið upp fjölda samtala í Hvíta húsinu til að "verja sig“. 13. ágúst 2018 12:07 „Skítseiði, hún er skítseiði“ Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku. 11. ágúst 2018 23:15 Segir Hvíta húsið beita blekkingum um andlegt ástand Trump Fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins segir að háttsettir menn þar leyni því hversu mikið Bandaríkjaforseta hafi hnignað andlega. 12. ágúst 2018 14:48 Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti úthúðaði fyrrverandi aðstoðarkonu sinni á Twitter í dag. Kallaði forsetinn hana „klikkað, vælandi skítseyði“ og „hund“. Hún sakar Trump um að vera rasisti í nýrri bók. Omarosa Manigault Newman var rekin úr Hvíta húsinu í fyrra. Hún starfaði þar sem sérfræðingur á samskiptasviði en hún þekkti Trump frá því að hún var þátttakandi í raunveruleikaþættinum „Lærlingnum“ á sínum tíma. Í viðtölum fyrir væntanlega bók um tímann í Hvíta húsinu hefur Omarosa lýst Trump sem „vanstilltum“ og „í andlegri hnignun“. Þá segist hún hafa heyrt upptöku af Trump fara niðrandi orðum um blökkumenn við tökur á „Lærlingnum“. Forsetinn sé í raun rasisti. Trump hefur brugðist ókvæða við ummælum Omarosa um sig og kallað hana öllum illum nöfnum, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. „Þegar maður gefur klikkuðu, vælandi skítseyði tækifæri og gefur henni vinnu í Hvíta húsinu, býst ég við að það hafi bara ekki gengið upp. Vel gert hjá Kelly herforingja að reka þennan hund snarlega!“ tísti Trump og vísaði til Johns Kelly, stafsmannastjóra Hvíta hússins. Þá fullyrti forsetinn að framleiðandi „Lærlingsins“ hefði hringt í sig til þess að segja sér að engar upptökur væru til af honum að nota orðið „negri“, þvert á það sem Omarosa hefði sagt. Kallaði hann hana „klikkaða“ og „ruglaða“.When you give a crazed, crying lowlife a break, and give her a job at the White House, I guess it just didn't work out. Good work by General Kelly for quickly firing that dog!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 14, 2018 Segist hafa viljað halda henni vegna þess að hún talaði vel um hann Á Twitter hefur Trump dregið upp þá mynd að hann hafi gefið Omarosu vinnu í Hvíta húsinu þrátt fyrir galla hennar vegna þess að hún hafi talað vel um hann. „Ég sagði honum [Kelly] að reyna að leysa úr þessu ef það væri mögulegt vegna þess að hún sagði FRÁBÆRA hluti um mig ― þangað til hún var rekin!“ tísti forseti Bandaríkjanna. Hann fullyrti jafnframt að Omarosa hefði skrifað undir samning um þagmælsku þegar hún hóf störf í Hvíta húsinu. Sérfræðingar í siðfræði í opinberri stjórnsýslu hafa dregið í efa að löglegt sé að láta opinbera embættismenn skrifa undir slíka samninga....really bad things. Nasty to people & would constantly miss meetings & work. When Gen. Kelly came on board he told me she was a loser & nothing but problems. I told him to try working it out, if possible, because she only said GREAT things about me - until she got fired!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 13, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Omarosa í vandræðum vegna upptöku Segist hafa tekið upp fjölda samtala í Hvíta húsinu til að "verja sig“. 13. ágúst 2018 12:07 „Skítseiði, hún er skítseiði“ Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku. 11. ágúst 2018 23:15 Segir Hvíta húsið beita blekkingum um andlegt ástand Trump Fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins segir að háttsettir menn þar leyni því hversu mikið Bandaríkjaforseta hafi hnignað andlega. 12. ágúst 2018 14:48 Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Omarosa í vandræðum vegna upptöku Segist hafa tekið upp fjölda samtala í Hvíta húsinu til að "verja sig“. 13. ágúst 2018 12:07
„Skítseiði, hún er skítseiði“ Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku. 11. ágúst 2018 23:15
Segir Hvíta húsið beita blekkingum um andlegt ástand Trump Fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins segir að háttsettir menn þar leyni því hversu mikið Bandaríkjaforseta hafi hnignað andlega. 12. ágúst 2018 14:48
Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30