Stöðugt brotið á mannréttindum aldraðra! Björgvin Guðmundsson skrifar 14. ágúst 2018 10:16 Ísland er aðili að mörgum mikilvægum alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Mikilvægastur þeirra er mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna. Í þessum sáttmálum kemur skýrt fram, að aldraðir og öryrkjar og sjúkir eiga rétt á stuðningi ríkisins. Óheimilt er að færa kjör aldraðra og öryrkja til baka vegna fjárhagserfiðleika ríkisins nema áður sé kannað hvort unnt sé að fara aðrar leiðir í fjáröflun. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna kannaði ekki aðrar leiðir til fjáröflunar áður en hún ákvað að skerða kjör aldraðra og öryrkja 1. júlí 2009. Þess vegna var það mannréttindabrot að fara þá leið sem farin var. Og fram kom skömmu síðar að þessi kjaraskerðing var óþörf. Í ljós kom að fjármagnstekjur lífeyrisþega reyndust mun meiri en áætlað hafði verið og skerðing tryggingabóta TR af þeim sökum var 4 milljörðum meiri en ríkisstjórnin hafði reiknað með þetta ár. En það var nálægt þeirri upphæð og nam kjaraskerðingu aldraðra í fyrsta áfanga ráðstafana ríkistjórnarinnar 1. júlí 2009. Sú kjaraskerðing reyndist því óþörf og brot á mannréttindum. Að vísu hlífði ríkisstjórnin lægst launuðu lífeyrisþegunum við kjaraskerðingu. Þeir sem höfðu eingöngu lífeyri frá almannatryggingum sættu ekki kjaraskerðingu. En grunnlífeyrir var felldur niður og frítekjumark vegna atvinnutekna skert verulega. Grunnlífeyrir hafði verið heilagur og þess vegna var afnám hans mikil árás á aldraða og öryrkja. Félag eldri borgara í Reykjavík mótmælti harðlega þessari kjaraskerðingu eldri borgara og benti á að hún væri mannréttindabrot. Sérstaklega mótmælti félagið niðurlagningu grunnlífeyris. Ég var þá formaður kjaranefndar félagsins og nefndin ákvað að ganga á fund formanna allra þingflokka alþingis, formanns velferðarnefndar og menntamálaráðherra, sem þá var Katrín Jakobsdóttir. Ætlunin var að reyna að fá þingið til þess að skerast í leikinn og hnekkja kjaraskerðingunni. Og tala átti við einn ráðherra, valdamann frá vinstri grænum. Ég fór á alla þessa fundi við þriðja eða fjórða mann. Kröfur okkar voru þær að kjaraskerðingin yrði afturkölluð og kjör aldraðra og öryrkja bætt, a.m.k til jafns við launahækkanir verkafólks. Fundurinn með Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra varð árangurslaus. Hún hafði ekki meiri skilning á kjörum aldraðra og öryrkja þá en nú og vildi ekkert gera til þess að bæta kjör þeirra.Sama var uppi á teningnum þegar við töluðum við Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, formann velferðarnefndar þingsins. Hún vildi ekkert gera. Sá sem var jákvæðastur var Margrét Tryggvadóttir, þingmaður frá Borgaraflokknum. Hún ákvað að flytja frumvarp um að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja. Ólöf heitin Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, reyndist einnig mjög jákvæð. Hún flutti frumvarp um takmarkaða afturköllun kjaraskerðingarinnar. Í stuttu máli má segja að undirtektir þingflokka stjórnarandstöðunnar hafi verið góðar en undirtektir þingflokka ríkisstjórnarinnar neikvæðar. Gunnar Bragi Sveinsson var formaður þingflokks Framsóknar. Hann tók erindi okkar mjög vel og sýndi áhuga á því að kjör aldraðra og öryrkja yrðu bætt. Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins var Illugi Gunnarsson. Hann var einnig jákvæður og bauð mér að koma á fund þingflokks Sjálfstæðisflokksins þar sem ég flutti ræðu um málið yfir þingflokknum. Árangur þessara fundarhalda var sá, að bæði Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur tóku upp í kosningastefnuskrár sínar 2013 ákvæði um kjarabætur til handa öldruðum og öryrkjum. Voru þar róttækust ákvæði um að hækka ætti lífeyri aldraðra og öryrkja vegna kjaraskerðingar krepputímans, þ.e. leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar tímabilsins 2009-2013. Þetta lofuðu flokkarnir að framkvæma strax eftir kosningar, ef þeir næðu völdum. Flokkarnir náðu völdum en sviku loforðin að mestu leyti. Kjaragliðnunin var ekki leiðrétt. Grunnlífeyrir var endurreistur en afnuminn fljótlega á ný af sömu flokkum. Frítekjumark vegna atvinnutekna var leiðrétt að hluta til. Mjög tilfinnanlegt er hins vegar fyrir aldraða og öryrkja að lífeyrir hefur ekki verið leiðréttur vegna kjaragliðnunar krepputímans. Í stað þess að leiðrétta kjaragliðnunina hefur nýrri kjaragliðnun verið bætt við! Árið 2015 urðu miklar hræringar í launamálum. Flestir kjarasamningar voru þá endurnýjaðir og verkalýðshreyfingin setti fram kröfur um verulegar launahækkanir. Í maí 2015 voru samþykktir nýir kjarasamningar hjá verkafólki. Samið var um að lágmarkslaun skyldu hækka um 14,5% strax og laun hækka í 300 þúsund á mánuði á þremur árum og ná því marki um áramótin 2017/2018. Mörg önnur verkalýðsfélög gerðu háa samninga. Læknar sömdu um 25-40% launahækkun. Framhaldsskólakennarar fengu 44% hækkun á þremur árum og þannig má áfram telja. En aldraðir og öryrkjar fengu enga hækkun um leið og lágmarkslaun hækkuðu um 14,5%. Lífeyrir hækkaði um þrjú prósent í janúar 2015 en frekari hækkun varð ekki á lífeyri allt árið þrátt fyrir allar þessar miklu hækkanir sem urðu á árinu. Þó stendur í lögum að lífeyrir eigi að hækka í samræmi við launaþróun eða hækkun verðlagsvísitölu. Við það var ekki staðið. Það hefur gerst hvað eftir annað, að lífeyrir hækkar ekki eða mun minna en laun. Það er níðst á öldruðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ísland er aðili að mörgum mikilvægum alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Mikilvægastur þeirra er mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna. Í þessum sáttmálum kemur skýrt fram, að aldraðir og öryrkjar og sjúkir eiga rétt á stuðningi ríkisins. Óheimilt er að færa kjör aldraðra og öryrkja til baka vegna fjárhagserfiðleika ríkisins nema áður sé kannað hvort unnt sé að fara aðrar leiðir í fjáröflun. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna kannaði ekki aðrar leiðir til fjáröflunar áður en hún ákvað að skerða kjör aldraðra og öryrkja 1. júlí 2009. Þess vegna var það mannréttindabrot að fara þá leið sem farin var. Og fram kom skömmu síðar að þessi kjaraskerðing var óþörf. Í ljós kom að fjármagnstekjur lífeyrisþega reyndust mun meiri en áætlað hafði verið og skerðing tryggingabóta TR af þeim sökum var 4 milljörðum meiri en ríkisstjórnin hafði reiknað með þetta ár. En það var nálægt þeirri upphæð og nam kjaraskerðingu aldraðra í fyrsta áfanga ráðstafana ríkistjórnarinnar 1. júlí 2009. Sú kjaraskerðing reyndist því óþörf og brot á mannréttindum. Að vísu hlífði ríkisstjórnin lægst launuðu lífeyrisþegunum við kjaraskerðingu. Þeir sem höfðu eingöngu lífeyri frá almannatryggingum sættu ekki kjaraskerðingu. En grunnlífeyrir var felldur niður og frítekjumark vegna atvinnutekna skert verulega. Grunnlífeyrir hafði verið heilagur og þess vegna var afnám hans mikil árás á aldraða og öryrkja. Félag eldri borgara í Reykjavík mótmælti harðlega þessari kjaraskerðingu eldri borgara og benti á að hún væri mannréttindabrot. Sérstaklega mótmælti félagið niðurlagningu grunnlífeyris. Ég var þá formaður kjaranefndar félagsins og nefndin ákvað að ganga á fund formanna allra þingflokka alþingis, formanns velferðarnefndar og menntamálaráðherra, sem þá var Katrín Jakobsdóttir. Ætlunin var að reyna að fá þingið til þess að skerast í leikinn og hnekkja kjaraskerðingunni. Og tala átti við einn ráðherra, valdamann frá vinstri grænum. Ég fór á alla þessa fundi við þriðja eða fjórða mann. Kröfur okkar voru þær að kjaraskerðingin yrði afturkölluð og kjör aldraðra og öryrkja bætt, a.m.k til jafns við launahækkanir verkafólks. Fundurinn með Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra varð árangurslaus. Hún hafði ekki meiri skilning á kjörum aldraðra og öryrkja þá en nú og vildi ekkert gera til þess að bæta kjör þeirra.Sama var uppi á teningnum þegar við töluðum við Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, formann velferðarnefndar þingsins. Hún vildi ekkert gera. Sá sem var jákvæðastur var Margrét Tryggvadóttir, þingmaður frá Borgaraflokknum. Hún ákvað að flytja frumvarp um að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja. Ólöf heitin Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, reyndist einnig mjög jákvæð. Hún flutti frumvarp um takmarkaða afturköllun kjaraskerðingarinnar. Í stuttu máli má segja að undirtektir þingflokka stjórnarandstöðunnar hafi verið góðar en undirtektir þingflokka ríkisstjórnarinnar neikvæðar. Gunnar Bragi Sveinsson var formaður þingflokks Framsóknar. Hann tók erindi okkar mjög vel og sýndi áhuga á því að kjör aldraðra og öryrkja yrðu bætt. Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins var Illugi Gunnarsson. Hann var einnig jákvæður og bauð mér að koma á fund þingflokks Sjálfstæðisflokksins þar sem ég flutti ræðu um málið yfir þingflokknum. Árangur þessara fundarhalda var sá, að bæði Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur tóku upp í kosningastefnuskrár sínar 2013 ákvæði um kjarabætur til handa öldruðum og öryrkjum. Voru þar róttækust ákvæði um að hækka ætti lífeyri aldraðra og öryrkja vegna kjaraskerðingar krepputímans, þ.e. leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar tímabilsins 2009-2013. Þetta lofuðu flokkarnir að framkvæma strax eftir kosningar, ef þeir næðu völdum. Flokkarnir náðu völdum en sviku loforðin að mestu leyti. Kjaragliðnunin var ekki leiðrétt. Grunnlífeyrir var endurreistur en afnuminn fljótlega á ný af sömu flokkum. Frítekjumark vegna atvinnutekna var leiðrétt að hluta til. Mjög tilfinnanlegt er hins vegar fyrir aldraða og öryrkja að lífeyrir hefur ekki verið leiðréttur vegna kjaragliðnunar krepputímans. Í stað þess að leiðrétta kjaragliðnunina hefur nýrri kjaragliðnun verið bætt við! Árið 2015 urðu miklar hræringar í launamálum. Flestir kjarasamningar voru þá endurnýjaðir og verkalýðshreyfingin setti fram kröfur um verulegar launahækkanir. Í maí 2015 voru samþykktir nýir kjarasamningar hjá verkafólki. Samið var um að lágmarkslaun skyldu hækka um 14,5% strax og laun hækka í 300 þúsund á mánuði á þremur árum og ná því marki um áramótin 2017/2018. Mörg önnur verkalýðsfélög gerðu háa samninga. Læknar sömdu um 25-40% launahækkun. Framhaldsskólakennarar fengu 44% hækkun á þremur árum og þannig má áfram telja. En aldraðir og öryrkjar fengu enga hækkun um leið og lágmarkslaun hækkuðu um 14,5%. Lífeyrir hækkaði um þrjú prósent í janúar 2015 en frekari hækkun varð ekki á lífeyri allt árið þrátt fyrir allar þessar miklu hækkanir sem urðu á árinu. Þó stendur í lögum að lífeyrir eigi að hækka í samræmi við launaþróun eða hækkun verðlagsvísitölu. Við það var ekki staðið. Það hefur gerst hvað eftir annað, að lífeyrir hækkar ekki eða mun minna en laun. Það er níðst á öldruðum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun